Stj.mál Nefnd skoði gögn sem snerta öryggismál í kalda stríðinu Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur lagt þingsályktunartillögu fram á Alþingi þar sem ríkisstjórninni verður falið að skipa nefnd til að skoða opinber gögn sem snerta öryggismál landsinsins á árunum 1945-1991. Nefndinni er ætlað að skila niðurstöðu fyrir árslok. Innlent 30.5.2006 22:14 Umræðu um RÚV ólokið Fundi Alþingis lauk nú á tíunda tímanum, en frá því um miðjan dag hefur staðið yfir þriðja umræða um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Innlent 30.5.2006 22:11 Heitt í kolunum á þingi í dag Heitt var í kolunum við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkana um pólitísk hrossakaup á bæði Alþingi og í borginni, til að koma mjög umdeildum málum í gegn á sumarþingi. Formaður Frjálslyndaflokksins sagði ráðherraræðið algjört á þingi og spáir þingfundum fram í júlí. Innlent 30.5.2006 17:51 Gísli sest í bæjarstjórastólinn á Akranesi Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndir og óháðir á Akranesi tilkynntu í hádeginu um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn. Það sem er óvenjulegt við þennan meirihluta er að Gísli S. Einarsson, sem verið hefur Samfylkingarmaður, verður bæjarstjóri en sjálfstæðismenn tefldu honum fram sem slíkum. Innlent 30.5.2006 12:25 Gísli S. Einarsson næsti bæjarstjóri á Akranesi? Boðað hefur verið til blaðamannafundar í hádeginu vegna myndun nýs bæjarstjórnarmeirihluta á Akranesi. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttavefjarins Skessuhorn verður Gísli S. Einarsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar sem var á lista sjálfstæðismanna í kosningunum, næsti bæjarstjóri á Akranesi. Innlent 30.5.2006 10:11 Sjálfstæðismenn og frjálslyndir mynda meirihluta á Akranesi Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndir og óháðir mynduðu meirihluta í bæjarstjórn á fundi í gærkvöldi. Fréttavefurinn Skessuhorn punktur is greinir frá því að samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá verði Gísli S. Einarsson fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar næsti bæjarstjóri. Innlent 30.5.2006 08:24 Meirihlutaviðræður halda áfram í dag Fulltrúar Fjarðarlistans og Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð hafa ákveðið að halda meirihlutasamstarfi sínu áfram, en nú stækkar sveitarfélagið um Austurbyggð, Mjóafjarðarhrepp og Fáskrúðsfjörð. Innlent 30.5.2006 06:53 Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Samfylkingin á Akureyri hefur slitið meirihlutaviðræðum við L-lista og Vinstri hreyfinguna - grænt framboð í bæjarstjórn Akureyrar. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Samfylkingunni. Innlent 29.5.2006 17:14 Vilhjálmur borgarstjóri og Björn Ingi formaður borgarráðs Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er ný borgarstjóri Reykjavíkur og Björn Ingi Hrafnsson nýr formaður borgarráðs samkvæmt samkomulagi sem Framsóknaflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gerðu í Reykjavík um meirihlutasamstarf. Þetta var tilkynnt fyrir stundu eftir fund framsóknarmanna og sjálfstæðismanna á heimili Vilhjálms í Breiðholti. Innlent 29.5.2006 17:05 Bein útsending frá blaðamannafundi um myndun meirihluta í borginni á NFS og Vísi kl. 17 Bein útsending verður frá blaðamannafundi um myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur á NFS og hér á Vísi klukkan 17. Fundurinn fer fram við heimili Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita D-lista, í Breiðholti. Samkvæmt heimildum NFS hafa sjálfstæðismenn og framsóknarmenn náð samkomulagi um myndun meirihluta í borgarstjórn. Innlent 29.5.2006 16:20 Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarmenn að mynda nýjan meirihluta Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn eru að ná samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Reykjavíkurborg skv. heimildum NFS. Tilkynning um málið verður send út innan tveggja klukkustunda samkvæmt sömu heimild. Bein útsending verður frá blaðamannafundi um myndun meirihlutans á NFS kl. 17. Innlent 29.5.2006 16:01 Skrifað undir viljayfirlýsingu um meirihlutamyndun Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn á Ísafirði skrifuðu undir viljayfirlýsingu um myndun meirihluta á Ísafirði fyrir stundu. Samkvæmt yfirlýsingunni verður Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, áfram bæjarstjóri. Innlent 29.5.2006 15:41 Vilhjálmur slítur meirihlutaviðræðum við Frjálslynda Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur sleit í dag viðræðum við Ólaf F. Magnússon fulltrúa Frjálslynda flokksins. Hann tilkynnti Ólafi síðdegis að afstaða Frjálslyndra í flugvallarmálinu væri of stíf til að viðræður gætu borið árangur. Innlent 29.5.2006 14:09 Hlutfall kvenna í sveitastjórnum hækkar um 4% Hlutfall kvenna á framboðslistum og í sveitastjórnum landsins fer hækkandi. Hlutfall kvenna í sveitastjórnum hefur aukist um tæp fjögur prósent frá síðustu sveitastjórnarkosningum. Innlent 29.5.2006 13:21 Gunnar I. Birgisson segir af sér þingmennsku Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi og þingmaður Sjálfstæðisflokks, ætlar að segja af sér þingmennsku. Þetta sagði hann í hádegisviðtalinu á NFS í dag. Innlent 29.5.2006 13:36 D-listi og F-listi að ná saman í Reykjavík? Margt bendir til að Frjálslyndi flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn séu að ná saman um myndun borgarstjórnar í Reykjavík. Efstu menn á lista Frjálslyndra sitja nú á undirbúningsfundi fyrir fund með sjálfstæðismönnum upp úr hádegi. Innlent 29.5.2006 12:04 Gunnar Birgisson áfram bæjarstjóri í Kópavogi Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í Kópavogi náðu undir miðnætti samkomulagi um að halda meirihluta samstarfi sínu áfram í bæjarstjórn. Gunnar Birgisson verður áfram bæjarstjóri og Ómar Stefánsson forseti bæjarráðs. Innlent 29.5.2006 07:59 Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn áfram í meirihluta í Kópavogi Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í Kópavogi náðu undir miðnætti samkomulegi um að halda meirihluta samstarfi sínu áfram í bæjarstjórn. Innlent 29.5.2006 07:01 Segir slit R-listans hafa verið mistök Vel kemur til greina að endurvekja Reykjavíkurlistann fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2010, að mati Katrínar Jakobsdóttur, varaformanns Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Þetta kom fram í umræðum forystumanna stjórnmálaflokkanna á NFS og Stöð 2 í gærkvöldi. Innlent 29.5.2006 06:42 Gunnar Birgisson áfram bæjarstjóri Oddvitar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi náðu nú í kvöld samkomulagi um meirihlutasamstarf á komandi kjörtímabili. Samkomulag er um að Gunnar I. Birgisson verði bæjarstjóri og að Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarflokks verði formaður bæjarráðs. Málefnasamningur liggur fyrir og veðrur hann lagður fyrir fulltrúaráð flokkanna á miðvikudag. Innlent 28.5.2006 23:36 Tekur aftur við oddvitahlutverkinu Eyþór Arnalds segist líta á það sem traustsyfirlýsingu við sig hversu margir kusu Sjálfstæðisflokkinn í Árborg. Hann ætlar að taka strax til starfa með bæjarstjórnarflokki sjálfstæðismanna í Árborg. Innlent 28.5.2006 19:45 Sigur Á-listans staðfestur Kjörstjórn á Álftanesi lauk fyrir skemmstu endurtalningu á atkvæðum sem greidd voru í sveitarstjórnarkosningunum í gær. Endurtalningin staðfesti sigur Álftaneslistans. Sjálfstæðismenn fóru fram á endurtalningu vegna þess hversu mjótt var á munum en aðeins munaði þremur atkvæðum þegar talningu lauk í gærkvöldi. Innlent 28.5.2006 18:20 Meirihlutinn hélt óvænt velli Meirihlutinn hélt á Ísafirði, þvert á það sem skoðanakannanir höfðu gefið ástæðu til að ætla. Bæjarstjórinn og oddviti Sjálfstæðismanna vill halda áfram samstarfinu við Framsóknarflokkinn undir sinni forystu. Innlent 28.5.2006 08:44 Straumurinn lá til vinstri Straumur kjósenda lá til vinstri í nótt í stærstu sveitarfélögum landsins þar sem Vinstri-grænir og Samfylkingin bættu við sig fjölda sveitarstjórnarmanna. Sjálfstæðismenn bættu lítillega við sig en Framsóknarmenn töpuðu miklu. Innlent 28.5.2006 08:30 17,5 prósent búin að kjósa Sautján og hálft prósent reykvískra kjósenda hafði greitt atkvæði á kjörstað klukkan eitt. Mest var kjörsóknin í Hlíðaskóla og Breiðagerðisskóla, tæpt 21 prósent, en áberandi minnst í Klébergsskóla, aðeins rúm ellefu prósent. Innlent 27.5.2006 13:36 Kjósa snemma og það sama og áður Íbúar á dvalarheimilum aldraðra hafa sennilega fengið vænni skammt af kosningaáróðri en flestir aðrir. Óvíst er þó að það hafi skilað sér sem skyldi því þeir heimilismenn Hrafnistu sem NFS ræddi við í morgun kusu það sama og þeir höfðu gert hingað til. Innlent 27.5.2006 12:19 Skemmdarverk unnin á kosningaskrifstofu Frjálslyndra og óháðra á Sauðárkróki Skemmdarverk voru unnin á kosningaskrifstofu Frjálslyndra og óháðra á Sauðárkróki í nótt. Skemmdavargarnir þurftu að leggja á sig þó nokkra vinnu til að rífa niður skilti sem var í tveggja metra hæð. Innlent 27.5.2006 12:11 Margt að varast í kosningum Það er ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar gengið er til kosninga í dag. Þannig getur það til dæmis varðað sekt að gera sér upp sjónleysi til að fá aðstoð á kjörstað. Menn geta jafnvel lent í fangelsi fari þeir ekki rétt að öllum reglum. Innlent 27.5.2006 12:28 Elsti kjósandinn er 108 ára Elsti kjósandinn í sveitarstjórnarkosningunum á morgun er 108 ára en um sextán þúsund og fimm hundruð manns mega kjósa í fyrsta sinn. Innlent 26.5.2006 18:06 Yfir 9300 hafa nú kosið utan kjörfundar í Laugardalshöllinni. Yfir 9300 hafa nú kosið utan kjörfundar í Laugardalshöllinni. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2002 kusu alls um 9000 manns utan kjörfundar í Laugardalshöllinni og því eru utankjörfundaratkvæði þegar orðin fleiri en þá. Innlent 26.5.2006 13:55 « ‹ 31 32 33 34 35 36 37 38 39 … 187 ›
Nefnd skoði gögn sem snerta öryggismál í kalda stríðinu Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur lagt þingsályktunartillögu fram á Alþingi þar sem ríkisstjórninni verður falið að skipa nefnd til að skoða opinber gögn sem snerta öryggismál landsinsins á árunum 1945-1991. Nefndinni er ætlað að skila niðurstöðu fyrir árslok. Innlent 30.5.2006 22:14
Umræðu um RÚV ólokið Fundi Alþingis lauk nú á tíunda tímanum, en frá því um miðjan dag hefur staðið yfir þriðja umræða um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Innlent 30.5.2006 22:11
Heitt í kolunum á þingi í dag Heitt var í kolunum við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkana um pólitísk hrossakaup á bæði Alþingi og í borginni, til að koma mjög umdeildum málum í gegn á sumarþingi. Formaður Frjálslyndaflokksins sagði ráðherraræðið algjört á þingi og spáir þingfundum fram í júlí. Innlent 30.5.2006 17:51
Gísli sest í bæjarstjórastólinn á Akranesi Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndir og óháðir á Akranesi tilkynntu í hádeginu um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn. Það sem er óvenjulegt við þennan meirihluta er að Gísli S. Einarsson, sem verið hefur Samfylkingarmaður, verður bæjarstjóri en sjálfstæðismenn tefldu honum fram sem slíkum. Innlent 30.5.2006 12:25
Gísli S. Einarsson næsti bæjarstjóri á Akranesi? Boðað hefur verið til blaðamannafundar í hádeginu vegna myndun nýs bæjarstjórnarmeirihluta á Akranesi. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttavefjarins Skessuhorn verður Gísli S. Einarsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar sem var á lista sjálfstæðismanna í kosningunum, næsti bæjarstjóri á Akranesi. Innlent 30.5.2006 10:11
Sjálfstæðismenn og frjálslyndir mynda meirihluta á Akranesi Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndir og óháðir mynduðu meirihluta í bæjarstjórn á fundi í gærkvöldi. Fréttavefurinn Skessuhorn punktur is greinir frá því að samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá verði Gísli S. Einarsson fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar næsti bæjarstjóri. Innlent 30.5.2006 08:24
Meirihlutaviðræður halda áfram í dag Fulltrúar Fjarðarlistans og Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð hafa ákveðið að halda meirihlutasamstarfi sínu áfram, en nú stækkar sveitarfélagið um Austurbyggð, Mjóafjarðarhrepp og Fáskrúðsfjörð. Innlent 30.5.2006 06:53
Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Samfylkingin á Akureyri hefur slitið meirihlutaviðræðum við L-lista og Vinstri hreyfinguna - grænt framboð í bæjarstjórn Akureyrar. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Samfylkingunni. Innlent 29.5.2006 17:14
Vilhjálmur borgarstjóri og Björn Ingi formaður borgarráðs Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er ný borgarstjóri Reykjavíkur og Björn Ingi Hrafnsson nýr formaður borgarráðs samkvæmt samkomulagi sem Framsóknaflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gerðu í Reykjavík um meirihlutasamstarf. Þetta var tilkynnt fyrir stundu eftir fund framsóknarmanna og sjálfstæðismanna á heimili Vilhjálms í Breiðholti. Innlent 29.5.2006 17:05
Bein útsending frá blaðamannafundi um myndun meirihluta í borginni á NFS og Vísi kl. 17 Bein útsending verður frá blaðamannafundi um myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur á NFS og hér á Vísi klukkan 17. Fundurinn fer fram við heimili Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, oddvita D-lista, í Breiðholti. Samkvæmt heimildum NFS hafa sjálfstæðismenn og framsóknarmenn náð samkomulagi um myndun meirihluta í borgarstjórn. Innlent 29.5.2006 16:20
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarmenn að mynda nýjan meirihluta Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn eru að ná samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Reykjavíkurborg skv. heimildum NFS. Tilkynning um málið verður send út innan tveggja klukkustunda samkvæmt sömu heimild. Bein útsending verður frá blaðamannafundi um myndun meirihlutans á NFS kl. 17. Innlent 29.5.2006 16:01
Skrifað undir viljayfirlýsingu um meirihlutamyndun Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn á Ísafirði skrifuðu undir viljayfirlýsingu um myndun meirihluta á Ísafirði fyrir stundu. Samkvæmt yfirlýsingunni verður Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, áfram bæjarstjóri. Innlent 29.5.2006 15:41
Vilhjálmur slítur meirihlutaviðræðum við Frjálslynda Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur sleit í dag viðræðum við Ólaf F. Magnússon fulltrúa Frjálslynda flokksins. Hann tilkynnti Ólafi síðdegis að afstaða Frjálslyndra í flugvallarmálinu væri of stíf til að viðræður gætu borið árangur. Innlent 29.5.2006 14:09
Hlutfall kvenna í sveitastjórnum hækkar um 4% Hlutfall kvenna á framboðslistum og í sveitastjórnum landsins fer hækkandi. Hlutfall kvenna í sveitastjórnum hefur aukist um tæp fjögur prósent frá síðustu sveitastjórnarkosningum. Innlent 29.5.2006 13:21
Gunnar I. Birgisson segir af sér þingmennsku Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi og þingmaður Sjálfstæðisflokks, ætlar að segja af sér þingmennsku. Þetta sagði hann í hádegisviðtalinu á NFS í dag. Innlent 29.5.2006 13:36
D-listi og F-listi að ná saman í Reykjavík? Margt bendir til að Frjálslyndi flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn séu að ná saman um myndun borgarstjórnar í Reykjavík. Efstu menn á lista Frjálslyndra sitja nú á undirbúningsfundi fyrir fund með sjálfstæðismönnum upp úr hádegi. Innlent 29.5.2006 12:04
Gunnar Birgisson áfram bæjarstjóri í Kópavogi Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í Kópavogi náðu undir miðnætti samkomulagi um að halda meirihluta samstarfi sínu áfram í bæjarstjórn. Gunnar Birgisson verður áfram bæjarstjóri og Ómar Stefánsson forseti bæjarráðs. Innlent 29.5.2006 07:59
Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn áfram í meirihluta í Kópavogi Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í Kópavogi náðu undir miðnætti samkomulegi um að halda meirihluta samstarfi sínu áfram í bæjarstjórn. Innlent 29.5.2006 07:01
Segir slit R-listans hafa verið mistök Vel kemur til greina að endurvekja Reykjavíkurlistann fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2010, að mati Katrínar Jakobsdóttur, varaformanns Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Þetta kom fram í umræðum forystumanna stjórnmálaflokkanna á NFS og Stöð 2 í gærkvöldi. Innlent 29.5.2006 06:42
Gunnar Birgisson áfram bæjarstjóri Oddvitar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi náðu nú í kvöld samkomulagi um meirihlutasamstarf á komandi kjörtímabili. Samkomulag er um að Gunnar I. Birgisson verði bæjarstjóri og að Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarflokks verði formaður bæjarráðs. Málefnasamningur liggur fyrir og veðrur hann lagður fyrir fulltrúaráð flokkanna á miðvikudag. Innlent 28.5.2006 23:36
Tekur aftur við oddvitahlutverkinu Eyþór Arnalds segist líta á það sem traustsyfirlýsingu við sig hversu margir kusu Sjálfstæðisflokkinn í Árborg. Hann ætlar að taka strax til starfa með bæjarstjórnarflokki sjálfstæðismanna í Árborg. Innlent 28.5.2006 19:45
Sigur Á-listans staðfestur Kjörstjórn á Álftanesi lauk fyrir skemmstu endurtalningu á atkvæðum sem greidd voru í sveitarstjórnarkosningunum í gær. Endurtalningin staðfesti sigur Álftaneslistans. Sjálfstæðismenn fóru fram á endurtalningu vegna þess hversu mjótt var á munum en aðeins munaði þremur atkvæðum þegar talningu lauk í gærkvöldi. Innlent 28.5.2006 18:20
Meirihlutinn hélt óvænt velli Meirihlutinn hélt á Ísafirði, þvert á það sem skoðanakannanir höfðu gefið ástæðu til að ætla. Bæjarstjórinn og oddviti Sjálfstæðismanna vill halda áfram samstarfinu við Framsóknarflokkinn undir sinni forystu. Innlent 28.5.2006 08:44
Straumurinn lá til vinstri Straumur kjósenda lá til vinstri í nótt í stærstu sveitarfélögum landsins þar sem Vinstri-grænir og Samfylkingin bættu við sig fjölda sveitarstjórnarmanna. Sjálfstæðismenn bættu lítillega við sig en Framsóknarmenn töpuðu miklu. Innlent 28.5.2006 08:30
17,5 prósent búin að kjósa Sautján og hálft prósent reykvískra kjósenda hafði greitt atkvæði á kjörstað klukkan eitt. Mest var kjörsóknin í Hlíðaskóla og Breiðagerðisskóla, tæpt 21 prósent, en áberandi minnst í Klébergsskóla, aðeins rúm ellefu prósent. Innlent 27.5.2006 13:36
Kjósa snemma og það sama og áður Íbúar á dvalarheimilum aldraðra hafa sennilega fengið vænni skammt af kosningaáróðri en flestir aðrir. Óvíst er þó að það hafi skilað sér sem skyldi því þeir heimilismenn Hrafnistu sem NFS ræddi við í morgun kusu það sama og þeir höfðu gert hingað til. Innlent 27.5.2006 12:19
Skemmdarverk unnin á kosningaskrifstofu Frjálslyndra og óháðra á Sauðárkróki Skemmdarverk voru unnin á kosningaskrifstofu Frjálslyndra og óháðra á Sauðárkróki í nótt. Skemmdavargarnir þurftu að leggja á sig þó nokkra vinnu til að rífa niður skilti sem var í tveggja metra hæð. Innlent 27.5.2006 12:11
Margt að varast í kosningum Það er ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar gengið er til kosninga í dag. Þannig getur það til dæmis varðað sekt að gera sér upp sjónleysi til að fá aðstoð á kjörstað. Menn geta jafnvel lent í fangelsi fari þeir ekki rétt að öllum reglum. Innlent 27.5.2006 12:28
Elsti kjósandinn er 108 ára Elsti kjósandinn í sveitarstjórnarkosningunum á morgun er 108 ára en um sextán þúsund og fimm hundruð manns mega kjósa í fyrsta sinn. Innlent 26.5.2006 18:06
Yfir 9300 hafa nú kosið utan kjörfundar í Laugardalshöllinni. Yfir 9300 hafa nú kosið utan kjörfundar í Laugardalshöllinni. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2002 kusu alls um 9000 manns utan kjörfundar í Laugardalshöllinni og því eru utankjörfundaratkvæði þegar orðin fleiri en þá. Innlent 26.5.2006 13:55