Stj.mál Álver á Húsavík rætt á þingi síðdegis Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur farið fram á utandagskrárumræðu um fyrirhugað álver á Húsavík. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur samþykkt að vera fyrir svörum og hefst utandagskrárumræðan klukkan 13.30. Innlent 2.3.2006 10:40 Varamaður fyrir varamann Jón Kr. Óskarsson tók sæti á Alþingi sem varamaður við upphaf þingfundar í dag. Það væri ef til vill ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hann tekur sæti á þingi í stað varaþingmannsins Söndru Franks, sem hafði áður verið kölluð inn á þing sem varamaður Rannveigar Guðmundsdóttur. Innlent 2.3.2006 10:33 Guðrún Ágústa efst hjá VG Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, kennari og forvarnarfulltrúi í Flensborgarskóla, leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs við bæjarstjórnarkosningar í vor. Annað sæti listans skipar Jón Páll Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Regnbogabarna. Innlent 2.3.2006 07:19 Öryrkjar skora á heilbrigðisráðherra Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalags Íslands vill að heilbrigðisráðherra hefji þegar í stað endurskoðun laga og reglna um notendagjöld í heilbrigðiskerfinu. Innlent 2.3.2006 09:28 Rætt um heimild til að nota tálbeitur Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spyr Björn Bjarnason dómsmálaráðherra út í heimildir lögreglu til að leita uppi barnaníðinga í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Innlent 2.3.2006 08:59 Jarðgöng undir Vaðlaheiði vegna álvers? Hugmyndir um jarðgöng undri Vaðlaheiði við Akureyri hafa nú fengið byr undri báða vængi eftir undirritun viljayfirlýsingar um byggingu álvers við Húsavík í gær. Innlent 2.3.2006 07:28 Jóna Fanney segir upp Jóna Fanney Friðriksdóttir bæjarstjóri á Blönduósi hefur sagt upp störfum. Uppsagnarbréf hennar sem var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær er stílað 27. febrúar og samkvæmt því lætur Jóna Fanney af störfum 1. júní næstkomandi, fáeinum dögum eftir bæjarstjórnarkosningar. Innlent 2.3.2006 06:14 Bjóða fram A-lista í Reykjanesbæ Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og óflokksbundnir í Reykjanesbæ ætla að bjóða sameiginlega fram til næstu bæjarstjórnarkosninga undir bókstafnum A. Innlent 1.3.2006 09:35 Ingimundur leiðir F-listann Ingimundur Þ. Guðnason, bæjarstjóri í Garðinum, skipar fyrsta sæti á framboðslista F-listans, lista framfarasinnaðra kjósenda, við sveitarstjórnarkosningar í vor. Ingimundur hefur verið bæjarstjóri í Garði frá 1990 og verður bæjarstjóraefni listans í kosningunum. Innlent 1.3.2006 09:05 Skattur á þá efnaminni Notendagjöld í heilbrigðiskerfinu eru aukaskattur á tekjulágt og fátækt fólk, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að ávinningurinn af innheimtu notendagjalda sé lítill eða enginn og þau valdi því helst að efnaminna fólk hafi ekki efni á heilbrigðisþjónustu. Innlent 1.3.2006 07:28 Ísland í 13. sæti yfir hlutfall kvenna á þjóðþingum Íslendingar eru nokkrir eftirbátar hinna norrænu ríkjanna þegar kemur að hlutfalli kvenna á þjóðþingum. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Alþjóðaþingmannasambandinu sem birtar voru í gær. Ísland er í þrettánda sæti á listanum af 187 löndum en hér á landi eru konur akkúrat þriðjungur þingmanna. Innlent 28.2.2006 12:02 Breyta þarf um takt í vistunarmálum aldraðra Breyta þarf um takt í vistunarmálum aldraðra segir heilbrigðisráðherra. Hann vill að meiri áhersla verði lögð á uppbyggingu léttari þjónusturýma. Innlent 27.2.2006 19:36 Segir skýr merki um að hækkanir á fasteignum séu í rénun Fjármálaráðuneytið telur að þess séu nokkuð skýr merki að þær verðhækkanir sem einkenndu fasteignamarkaðinn í upphafi síðasta árs séu í rénun. Á heimasíðu ráðuneytisins kemur fram að fasteignaverð hafi staðið í stað á undanförnum mánuðum sem komi fram í því að hratt dragi úr mánaðarlegum hækkunum. Innlent 27.2.2006 13:30 Telur samstarf við sjálfstæðismenn ólíklegt eftir kosningar Þingflokksformaður Vinstri - grænna telur afar litlar líkur á meirihlutasamtarfi flokksins og Sjálfstæðisflokksins að loknum borgarstjórnarkosningum í vor. Þá telur hann að Svandís Svavarsdóttir ætti að verða borgarstjóri ef Samfylkingin og Vinstri - grænir vinna áfram saman. Innlent 27.2.2006 12:21 Niðurgreiðslur vegna barna í einkareknum leikskólum hækkaðar Seltjarnarnesbær hefur ákveðið að hækka niðurgreiðslur vegna barna einstæðra foreldra, barna námsmanna og systkina í einkareknum leikskólum og gildir breytingin frá áramótum Innlent 27.2.2006 10:33 Vilja strætisvagnasamgöngur til Reykjanesbæjar Bæjarráð Reykjanessbæjar vill koma á strætisvaganasamgöngum milli höfuðborgarsvæðisins og bæjarins og hefur bæjarstjóra verið falið að ræða málið við Strætó. Innlent 27.2.2006 07:24 Vill strætósamgöngur til Reykjavíkur Bæjarráð Reykjanesbæjar vill koma á strætisvagnasamgöngum milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins ef það reynist mögulegt. Innlent 26.2.2006 10:51 Mikil fjölgun Sjálfstæðismanna í Grindavík Sjálfstæðismönnum í Grindavík fjölgaði gríðarlega í tengslum við prófkjör flokksins sem haldið var í gær, um heil um 179 prósent. 156 tóku þátt í prófkjörinu, þar af voru um eitt hundrað nýir sjálfstæðismenn. Innlent 26.2.2006 10:35 Sigurður Pétursson leiðir Í-lista Sigurður Pétursson, sagnfræðingur og kennari við Menntaskólann á Ísafirði, sigraði í prófkjöri prófkjöri Í-listans í Ísafjarðarbæ sem fram fór í gær. Hlaut hann 192 atkvæði í 1. sæti og alls 294 atkvæði. Innlent 26.2.2006 10:02 Vilja álver en síður virkjanir Norðlendingar vilja fá álver í sinn landshluta en þeir eru lítt spenntir fyrir að virkjunin sem sér álverinu fyrir orku verði á sömu slóðum. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gallups fyrir iðnaðarráðuneytið. Innlent 25.2.2006 18:06 Tólf í prófkjöri í Grindavík Sjálfstæðismenn í Grindavík velja sér í dag frambjóðendur í efstu sæti framboðslista síns fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Tólf gefa kost á sér í prófkjöri sem hófst klukkan tíu og stendur til klukkan sex. Innlent 25.2.2006 10:01 Tólf vilja sæti á Í-lista Tólf eru í framboði í prófkjöri Í-listans, sameiginlegs framboðs Frjálslynda flokksins, Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Ísafirði sem fram fer í dag. Innlent 25.2.2006 09:59 Flestir komnir úr ungliðastarfinu Sjö af hverjum tíu ráðherrum Sjálfstæðisflokksins frá lýðveldistöku hafa unnið sig upp í gegnum flokksstarfið og hafið ferilinn í ungliðahreyfingu flokksins. Þetta kemur fram í lokaritgerð Jóhanns Bjarna Kolbeinssonar, nema í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Innlent 24.2.2006 22:29 Ætla að veita styrki til ættleiðinga Ríkisstjórnin ætlar að gera ráð fyrir styrkjum til fjölskyldna sem ættleiða börn erlendis frá, í fjárlagagerð fyrir árið 2007. Innlent 24.2.2006 17:50 Dýrast í Garðabæ Garðabær er dýrasta sveitarfélag landsins þegar kemur að því að fá leikskólavist og skóladagvist fyrir börn. Skiptir þá engu hvort um er að ræða hjón eða einstætt foreldri. Þetta kemur fram í nýrri verðlagskönnun Alþýðusambands Íslands. Innlent 24.2.2006 18:05 Þorgerður í stað Geirs til Indlands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fer í opinbera heimsókn til Indlands um helgina í stað Geirs H. Haarde, utanríkisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta er af óviðráðanlegum ástæðum eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Innlent 23.2.2006 18:52 Ráðherra segir farið yfir fjárhagsleg málefni HA Menntamálaráðherra hefur sent frá yfirlýsingu sér vegna umræðu um fjárhagsstöðu Háskólans á Akureyri. Þar kemur fram að ráðherra hafi á undanförnum mánuðum unnið að því í góðri samvinnu við rektor Háskólans á Akureyri að fara yfir fjárhagsleg málefni skólans. Markmiðið sé að finna varanlega lausn á málefnum skólans. Innlent 23.2.2006 18:00 Bæjarfulltrúar Neslistans áfram í efstu sætum Búið er að ákveða hvernig Neslistinn á Seltjarnarnesi verður skipaður við næstu sveitarstjórnarkosningar, en listinn hefur nú þrjá af sjö bæjarfulltrúum í bæjarstjórn Seltjarnarness. Bæjarfulltrúarnir skipa áfram sömu sæti og við síðustu kosningar. Innlent 23.2.2006 16:37 Hjálmar fékk hjartaáfall Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins og þingflokksformaður flokksins, fékk hjartaáfall síðast liðna nótt og verður frá þingstörfum í nokkrar vikur. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er líðan Hjálmars stöðug og hann úr hættu. Innlent 23.2.2006 16:26 Ráðherra beitir sér ekki fyrir fríum máltíðum í framhaldsskólum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir því að boðið verði upp á fríar máltíðir í framhaldsskólum landsins. Þetta kom fram í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Innlent 23.2.2006 12:07 « ‹ 41 42 43 44 45 46 47 48 49 … 187 ›
Álver á Húsavík rætt á þingi síðdegis Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur farið fram á utandagskrárumræðu um fyrirhugað álver á Húsavík. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur samþykkt að vera fyrir svörum og hefst utandagskrárumræðan klukkan 13.30. Innlent 2.3.2006 10:40
Varamaður fyrir varamann Jón Kr. Óskarsson tók sæti á Alþingi sem varamaður við upphaf þingfundar í dag. Það væri ef til vill ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hann tekur sæti á þingi í stað varaþingmannsins Söndru Franks, sem hafði áður verið kölluð inn á þing sem varamaður Rannveigar Guðmundsdóttur. Innlent 2.3.2006 10:33
Guðrún Ágústa efst hjá VG Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, kennari og forvarnarfulltrúi í Flensborgarskóla, leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs við bæjarstjórnarkosningar í vor. Annað sæti listans skipar Jón Páll Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Regnbogabarna. Innlent 2.3.2006 07:19
Öryrkjar skora á heilbrigðisráðherra Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalags Íslands vill að heilbrigðisráðherra hefji þegar í stað endurskoðun laga og reglna um notendagjöld í heilbrigðiskerfinu. Innlent 2.3.2006 09:28
Rætt um heimild til að nota tálbeitur Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spyr Björn Bjarnason dómsmálaráðherra út í heimildir lögreglu til að leita uppi barnaníðinga í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Innlent 2.3.2006 08:59
Jarðgöng undir Vaðlaheiði vegna álvers? Hugmyndir um jarðgöng undri Vaðlaheiði við Akureyri hafa nú fengið byr undri báða vængi eftir undirritun viljayfirlýsingar um byggingu álvers við Húsavík í gær. Innlent 2.3.2006 07:28
Jóna Fanney segir upp Jóna Fanney Friðriksdóttir bæjarstjóri á Blönduósi hefur sagt upp störfum. Uppsagnarbréf hennar sem var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær er stílað 27. febrúar og samkvæmt því lætur Jóna Fanney af störfum 1. júní næstkomandi, fáeinum dögum eftir bæjarstjórnarkosningar. Innlent 2.3.2006 06:14
Bjóða fram A-lista í Reykjanesbæ Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og óflokksbundnir í Reykjanesbæ ætla að bjóða sameiginlega fram til næstu bæjarstjórnarkosninga undir bókstafnum A. Innlent 1.3.2006 09:35
Ingimundur leiðir F-listann Ingimundur Þ. Guðnason, bæjarstjóri í Garðinum, skipar fyrsta sæti á framboðslista F-listans, lista framfarasinnaðra kjósenda, við sveitarstjórnarkosningar í vor. Ingimundur hefur verið bæjarstjóri í Garði frá 1990 og verður bæjarstjóraefni listans í kosningunum. Innlent 1.3.2006 09:05
Skattur á þá efnaminni Notendagjöld í heilbrigðiskerfinu eru aukaskattur á tekjulágt og fátækt fólk, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að ávinningurinn af innheimtu notendagjalda sé lítill eða enginn og þau valdi því helst að efnaminna fólk hafi ekki efni á heilbrigðisþjónustu. Innlent 1.3.2006 07:28
Ísland í 13. sæti yfir hlutfall kvenna á þjóðþingum Íslendingar eru nokkrir eftirbátar hinna norrænu ríkjanna þegar kemur að hlutfalli kvenna á þjóðþingum. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Alþjóðaþingmannasambandinu sem birtar voru í gær. Ísland er í þrettánda sæti á listanum af 187 löndum en hér á landi eru konur akkúrat þriðjungur þingmanna. Innlent 28.2.2006 12:02
Breyta þarf um takt í vistunarmálum aldraðra Breyta þarf um takt í vistunarmálum aldraðra segir heilbrigðisráðherra. Hann vill að meiri áhersla verði lögð á uppbyggingu léttari þjónusturýma. Innlent 27.2.2006 19:36
Segir skýr merki um að hækkanir á fasteignum séu í rénun Fjármálaráðuneytið telur að þess séu nokkuð skýr merki að þær verðhækkanir sem einkenndu fasteignamarkaðinn í upphafi síðasta árs séu í rénun. Á heimasíðu ráðuneytisins kemur fram að fasteignaverð hafi staðið í stað á undanförnum mánuðum sem komi fram í því að hratt dragi úr mánaðarlegum hækkunum. Innlent 27.2.2006 13:30
Telur samstarf við sjálfstæðismenn ólíklegt eftir kosningar Þingflokksformaður Vinstri - grænna telur afar litlar líkur á meirihlutasamtarfi flokksins og Sjálfstæðisflokksins að loknum borgarstjórnarkosningum í vor. Þá telur hann að Svandís Svavarsdóttir ætti að verða borgarstjóri ef Samfylkingin og Vinstri - grænir vinna áfram saman. Innlent 27.2.2006 12:21
Niðurgreiðslur vegna barna í einkareknum leikskólum hækkaðar Seltjarnarnesbær hefur ákveðið að hækka niðurgreiðslur vegna barna einstæðra foreldra, barna námsmanna og systkina í einkareknum leikskólum og gildir breytingin frá áramótum Innlent 27.2.2006 10:33
Vilja strætisvagnasamgöngur til Reykjanesbæjar Bæjarráð Reykjanessbæjar vill koma á strætisvaganasamgöngum milli höfuðborgarsvæðisins og bæjarins og hefur bæjarstjóra verið falið að ræða málið við Strætó. Innlent 27.2.2006 07:24
Vill strætósamgöngur til Reykjavíkur Bæjarráð Reykjanesbæjar vill koma á strætisvagnasamgöngum milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins ef það reynist mögulegt. Innlent 26.2.2006 10:51
Mikil fjölgun Sjálfstæðismanna í Grindavík Sjálfstæðismönnum í Grindavík fjölgaði gríðarlega í tengslum við prófkjör flokksins sem haldið var í gær, um heil um 179 prósent. 156 tóku þátt í prófkjörinu, þar af voru um eitt hundrað nýir sjálfstæðismenn. Innlent 26.2.2006 10:35
Sigurður Pétursson leiðir Í-lista Sigurður Pétursson, sagnfræðingur og kennari við Menntaskólann á Ísafirði, sigraði í prófkjöri prófkjöri Í-listans í Ísafjarðarbæ sem fram fór í gær. Hlaut hann 192 atkvæði í 1. sæti og alls 294 atkvæði. Innlent 26.2.2006 10:02
Vilja álver en síður virkjanir Norðlendingar vilja fá álver í sinn landshluta en þeir eru lítt spenntir fyrir að virkjunin sem sér álverinu fyrir orku verði á sömu slóðum. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gallups fyrir iðnaðarráðuneytið. Innlent 25.2.2006 18:06
Tólf í prófkjöri í Grindavík Sjálfstæðismenn í Grindavík velja sér í dag frambjóðendur í efstu sæti framboðslista síns fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Tólf gefa kost á sér í prófkjöri sem hófst klukkan tíu og stendur til klukkan sex. Innlent 25.2.2006 10:01
Tólf vilja sæti á Í-lista Tólf eru í framboði í prófkjöri Í-listans, sameiginlegs framboðs Frjálslynda flokksins, Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Ísafirði sem fram fer í dag. Innlent 25.2.2006 09:59
Flestir komnir úr ungliðastarfinu Sjö af hverjum tíu ráðherrum Sjálfstæðisflokksins frá lýðveldistöku hafa unnið sig upp í gegnum flokksstarfið og hafið ferilinn í ungliðahreyfingu flokksins. Þetta kemur fram í lokaritgerð Jóhanns Bjarna Kolbeinssonar, nema í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Innlent 24.2.2006 22:29
Ætla að veita styrki til ættleiðinga Ríkisstjórnin ætlar að gera ráð fyrir styrkjum til fjölskyldna sem ættleiða börn erlendis frá, í fjárlagagerð fyrir árið 2007. Innlent 24.2.2006 17:50
Dýrast í Garðabæ Garðabær er dýrasta sveitarfélag landsins þegar kemur að því að fá leikskólavist og skóladagvist fyrir börn. Skiptir þá engu hvort um er að ræða hjón eða einstætt foreldri. Þetta kemur fram í nýrri verðlagskönnun Alþýðusambands Íslands. Innlent 24.2.2006 18:05
Þorgerður í stað Geirs til Indlands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fer í opinbera heimsókn til Indlands um helgina í stað Geirs H. Haarde, utanríkisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta er af óviðráðanlegum ástæðum eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Innlent 23.2.2006 18:52
Ráðherra segir farið yfir fjárhagsleg málefni HA Menntamálaráðherra hefur sent frá yfirlýsingu sér vegna umræðu um fjárhagsstöðu Háskólans á Akureyri. Þar kemur fram að ráðherra hafi á undanförnum mánuðum unnið að því í góðri samvinnu við rektor Háskólans á Akureyri að fara yfir fjárhagsleg málefni skólans. Markmiðið sé að finna varanlega lausn á málefnum skólans. Innlent 23.2.2006 18:00
Bæjarfulltrúar Neslistans áfram í efstu sætum Búið er að ákveða hvernig Neslistinn á Seltjarnarnesi verður skipaður við næstu sveitarstjórnarkosningar, en listinn hefur nú þrjá af sjö bæjarfulltrúum í bæjarstjórn Seltjarnarness. Bæjarfulltrúarnir skipa áfram sömu sæti og við síðustu kosningar. Innlent 23.2.2006 16:37
Hjálmar fékk hjartaáfall Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins og þingflokksformaður flokksins, fékk hjartaáfall síðast liðna nótt og verður frá þingstörfum í nokkrar vikur. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er líðan Hjálmars stöðug og hann úr hættu. Innlent 23.2.2006 16:26
Ráðherra beitir sér ekki fyrir fríum máltíðum í framhaldsskólum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir því að boðið verði upp á fríar máltíðir í framhaldsskólum landsins. Þetta kom fram í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Innlent 23.2.2006 12:07