Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. nóvember 2024 22:14 Steinar Björnsson (t.v.) og Einar B. Árnason fylgjast spenntir með úrslitum kosninganna skammt frá Trump sjálfum. Aðsend Félagarnir Steinar Björnsson og Einar B. Árnason eru staddir þessa stundina úti í Flórída til að styðja sinn mann til sigurs í yfirstandandi kosningum þarutan. Þeir telja fámennan en að þeirra sögn dyggan hóp íslenskra stuðningsmanna Donalds Trumps. Steinar Björnsson er fjárfestir að atvinnu en vann þar áður stærstan hluta starfsævinnar í ferðaþjónustu. Hann var með í að koma fyrirtækinu Arctic Adventures á legg. Nú er hann þó sjálfur ferðamaður í vesturheimi og var nýbúinn að innrita sig á Trump National Doral, hótel og golfparadís, þegar blaðamaður sló á þráðinn. Það að hótel þeirra félaga beri nafn forsetans fyrrverandi er ekki tilviljun. „Við ákváðum að fara út í kosningaferð og smá frí. Við flugum til Orlandó og ákváðum að skoða vesturströndina. Við fórum út fyrsta og fórum til Tampa. Svo keyrðum við niður vesturströndina. Við fórum að skoða krókódíla og allt það. Náttúrlega alltaf með rauðu Trump-derhúfuna,“ segir Steinar. „Góð stemning fyrir Trömparanum“ Hann segir kanann hafa tekið vel á móti sér. Hann skarti hinni alræmdu rauðu derhúfu með einkennisorðum Trumps: „Make America Great Again,“ hvert sem hann fari og það vinni honum inn mörg stig meðal innfæddra. Þrátt fyrir að Flórída sé ekki höfuðvígi Repúblikanaflokksins hafa kjörmenn þess alltaf greitt atkvæði með Donaldi Trump. „Ef maður er með húfuna eru allir bara: „Ég vona að við tökum þetta! Geggjuð húfa!“ Það er alveg sama hver þetta er, þjónar á hótelunum eða hver sem er. Það er mjög góð stemning hérna fyrir Trömparanum,“ segir Steinar Trump-varningur hefur slegið í gegn hjá félögunum. Greiða með nafni Trumps vantar á myndina.Aðsend Hann er mikill aðdáandi Trumps og hans stefnumála, segir það gleymast að Trump hafi þegar gegnt embættinu í fjögur ár og náð miklum árangri. Meðal þess sem Steinari líkar vel í fari Trumps segir hann til dæmis vera stefnu hans í efnahagsmálum. Hann segir Trump einnig vera friðelskandi forseta sem hafi ekki dregið Bandaríkin í neitt stríð á forsetatíð sinni. Þá segir hann Trump einnig hafa þurft að sæta stöðugum ólögmætum ákærum af hendi demókrata sem hann telur eiga sér pólitíska hvata. Kosningavaka á Trump-hótelinu Steinar og Einar segjast munu verja nóttinni á hóteli þeirra sem ber nafn Trumps þar sem efnt hefur verið til sérstakrar kosningavöku. Stærðarskjá hefur verið komið upp og rýmið skreytt með blöðrum og borðum. Trump sjálfur heldur sína kosningavöku með sínum ríkustu og dyggustu stuðningsmönnum í Mar-a-Lago. Móttaka hótelsins hefur verið skreytt í tilefni dagsins.Aðsend Steinar spáir því að Trump muni ekki bara hrósa sigri í forsetakosningunum heldur einnig að Repúblikanaflokkurinn hreppi meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kosið er til þings í fleiri ríkjum samhliða forsetakosningunum. „Þá verður veisla,“ segir Steinar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Íslendingar erlendis Donald Trump Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira
Steinar Björnsson er fjárfestir að atvinnu en vann þar áður stærstan hluta starfsævinnar í ferðaþjónustu. Hann var með í að koma fyrirtækinu Arctic Adventures á legg. Nú er hann þó sjálfur ferðamaður í vesturheimi og var nýbúinn að innrita sig á Trump National Doral, hótel og golfparadís, þegar blaðamaður sló á þráðinn. Það að hótel þeirra félaga beri nafn forsetans fyrrverandi er ekki tilviljun. „Við ákváðum að fara út í kosningaferð og smá frí. Við flugum til Orlandó og ákváðum að skoða vesturströndina. Við fórum út fyrsta og fórum til Tampa. Svo keyrðum við niður vesturströndina. Við fórum að skoða krókódíla og allt það. Náttúrlega alltaf með rauðu Trump-derhúfuna,“ segir Steinar. „Góð stemning fyrir Trömparanum“ Hann segir kanann hafa tekið vel á móti sér. Hann skarti hinni alræmdu rauðu derhúfu með einkennisorðum Trumps: „Make America Great Again,“ hvert sem hann fari og það vinni honum inn mörg stig meðal innfæddra. Þrátt fyrir að Flórída sé ekki höfuðvígi Repúblikanaflokksins hafa kjörmenn þess alltaf greitt atkvæði með Donaldi Trump. „Ef maður er með húfuna eru allir bara: „Ég vona að við tökum þetta! Geggjuð húfa!“ Það er alveg sama hver þetta er, þjónar á hótelunum eða hver sem er. Það er mjög góð stemning hérna fyrir Trömparanum,“ segir Steinar Trump-varningur hefur slegið í gegn hjá félögunum. Greiða með nafni Trumps vantar á myndina.Aðsend Hann er mikill aðdáandi Trumps og hans stefnumála, segir það gleymast að Trump hafi þegar gegnt embættinu í fjögur ár og náð miklum árangri. Meðal þess sem Steinari líkar vel í fari Trumps segir hann til dæmis vera stefnu hans í efnahagsmálum. Hann segir Trump einnig vera friðelskandi forseta sem hafi ekki dregið Bandaríkin í neitt stríð á forsetatíð sinni. Þá segir hann Trump einnig hafa þurft að sæta stöðugum ólögmætum ákærum af hendi demókrata sem hann telur eiga sér pólitíska hvata. Kosningavaka á Trump-hótelinu Steinar og Einar segjast munu verja nóttinni á hóteli þeirra sem ber nafn Trumps þar sem efnt hefur verið til sérstakrar kosningavöku. Stærðarskjá hefur verið komið upp og rýmið skreytt með blöðrum og borðum. Trump sjálfur heldur sína kosningavöku með sínum ríkustu og dyggustu stuðningsmönnum í Mar-a-Lago. Móttaka hótelsins hefur verið skreytt í tilefni dagsins.Aðsend Steinar spáir því að Trump muni ekki bara hrósa sigri í forsetakosningunum heldur einnig að Repúblikanaflokkurinn hreppi meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kosið er til þings í fleiri ríkjum samhliða forsetakosningunum. „Þá verður veisla,“ segir Steinar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Íslendingar erlendis Donald Trump Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira