Innlent

Öryrkjar skora á heilbrigðisráðherra

Sigursteinn Másson, formaður ÖBÍ, á síðasta aðalfundi bandalagsins.
Sigursteinn Másson, formaður ÖBÍ, á síðasta aðalfundi bandalagsins.

Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalags Íslands vill að heilbrigðisráðherra hefji þegar í stað endurskoðun laga og reglna um notendagjöld í heilbrigðiskerfinu.

Í ályktun framkvæmdastjórnar ÖBÍ er lýst stuðningi við þau sjónarmið sem fram koma í skýrslu sérfræðinga Tryggingastofnunar um réttlátari notendagjöld í sjúkratryggingum. "Miklu varðar fyrir notendur heilbrigðiskerfisins að kerfið sé einfaldað frá því sem nú er, álögur lækkaðar á þá sem þurfa á þjónustunni að halda og að jafnræðis sé gætt á milli hópa sjúklinga," segir í ályktuninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×