Stj.mál Vill afnema bann á auglýsingum heilbrigðisstétta Varaformaður Samfylkingarinnar segir lög um bann við auglýsingum heilbirgðisstétta og heilbrigðisstofnana úrelt og vill að slíkar auglýsingar verði heimilaðar til þess að upplýsa almenning betur um heilbrigðisþjónustuna. Hann óttast ekki að óljós mörk verði milli upplýsingagjafar og mikils markaðsstarfs í geirum og segir bæði samkeppnislög og siðareglur félaga setja kvaðir á menn. Innlent 28.1.2006 14:00 350 búnir að kjósa í prófkjöri Framsóknar á hádegi Góð mæting hefur verið á kjörstað í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík í morgun og voru 350 manns búnir að kjósa á hádegi. Formaður kjörstjórnar segir þetta stóran dag í sögu flokksins en þetta er fyrsta prófkjör Framsóknarflokksins í borginni í sextán ár. Innlent 28.1.2006 12:30 Skipar starfshóp vegna nýrra framhaldsskóla Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara og meta fýsileika þeirra kosta sem til staðar eru varðandi byggingu nýrra framhaldsskóla. Fram kemur á heimasíðu ráðuneytisins að starfshópurinn muni skoða sérstaklega kosti á höfuðborgarsvæðinu og við utanverðan Eyjafjörð. Innlent 28.1.2006 09:58 Segir áhrifahóp vilja ráða hver leiði lista Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að áhrifamikill hópur innan flokksins vilji ráða því hverjir leiði lista Framsóknarflokksins í Reykjavík og hafi beitt sér hart í þeim efnum fyrir prófkjör sem fram fer í dag. Innlent 28.1.2006 09:55 Siglfirðingar og Ólafsfirðingar kjósa um sameiningu Siglfirðingar og Ólafsfirðingar greiða um það atkvæði í dag hvort sameina beri sveitarfélögin, en íbúar beggja sveitarfélaga samþykktu tillögu um sameiningu allra sveitarfélaga við Eyjafjörð þann 8. október. Kjörstaðir voru opnaðir nú klukkan tíu og þeir verða opnir til klukkan átta í kvöld. Innlent 28.1.2006 09:52 Framsóknarmenn í Reykjavík ganga til prófkjörs Framsóknarmenn í Reykjavík velja í dag sex efstu fulltrúa sína á lista fyrir borgarstjórnarkosningar í vor með prófkjöri sem fram fer í anddyri Laugardalshallarinnar. Það hefst nú klukkan tíu og lýkur klukkan sex. Innlent 28.1.2006 09:49 Þúsund hafa kosið utan kjörstaðar í prófkjöri framsóknarmanna Um þúsund manns hafa kosið utan kjörstaðar fyrir prófkjör framsóknarmanna í borginni sem fram fer á morgun. Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir frá því á mánudag en henni lauk nú klukkan fimm. Innlent 27.1.2006 17:57 Starfsmenn heilbrigðisstétta fái að auglýsa þjónustu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram tillögu á Alþingi um að læknum, tannlæknum, öðrum heilbrigðisstéttum og heilbrigðisstofnunum verði framvegis heimilt að auglýsa þjónustu sína. Innlent 27.1.2006 10:22 Íslandsmet í skattpíningu Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í utandagskrárumræðum á Alþingi í dag um breytingar á skattbyrði, að þrír síðustu fjármálaráðherrar Íslands ættu Íslandsmet í skattpíningu á almenningi. Þá vísaði hún í grein Stefáns Ólafssonar prófessors þess efnis að skattbyrði hefði aukist hjá heimilum með lágar og meðaltekjur eða hjá 90 prósentum heimila. Innlent 26.1.2006 22:22 Sökuð um að ganga erinda Bandaríkjamanna Íslensk stjórnvöld voru sökuð um að ganga erinda bandaríska landvarnaráðuneytisins í stað þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar í skeleggum umræðum um fangaflug á Alþingi í dag. Innlent 26.1.2006 20:36 Dómarar fresta ákvörðun um málsókn Félagar í Dómarafélagi Íslands ákváðu í dag að fresta ákvörðun um hvort þeir höfði mál á hendur stjórnvöldum vegna lagasetningar þar sem launahækkanir samkvæmt kjaradómi voru felldar úr gildi. Þess í stað verður óskað viðræðna við stjórnvöld. Innlent 26.1.2006 17:55 Hágæsluaðstaða fyrir börn til skoðunar Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sagði í dag, í svari við fyrirspurn Gunnars Örlygssonar, að fjöldi bráðveikra barna hefði aukist, að þörf þeirra fyrir þjónustu færi vaxandi og að börnin sem lægju á Barnaspítala Hringsins væru veikari en áður. Sagði hann hágæsluaðstöðu fyrir börn vera til skoðunar. Innlent 26.1.2006 16:09 Jakob hættir í bæjarmálunum Jakob Björnsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti framsóknarmanna á Akureyri, hættir í afskiptum af stjórnmálum að loknu þessu kjörtímabili í vor. Innlent 26.1.2006 15:54 L-listinn í Skeiða og Gnúpverjahreppi leysist upp L-listinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, listi áhugafólks um farsæla sameiningu, býður ekki fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram á fréttavefnum sudurland.net. L-listinn fékk hreinan meirihluta í síðustu sveitarstjórnarkosningum, fékk fjóra fulltrúa en A-listi framfarasinna 3. Langvinn deila um skólamál í hreppnum er ein aðalskýring þessarar ákvörðunar fulltrúa L-listans. Innlent 26.1.2006 14:31 Sjálfstæðisflokkurinn með mesta fylgið Tæp 44% Reykvíkinga segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði boðað til Alþingiskosninga núna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, en kjörfylgi flokksins í Reykjavík var 37% í síðustu kosningum. Innlent 26.1.2006 07:30 Krónan helsta útflutningsvaran Krónan er orðin helsta útflutningsvara Íslands, segir Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, sem óttast að frekari vaxtahækkanir Seðlabankans á morgun geri stöðu útflutningsatvinnugreina enn erfiðari en hún er þegar orðin. Innlent 25.1.2006 21:39 Best að sitja sem fastast Kristinn H. Gunnarsson segist ekki á þeim buxunum að segja af sér þingmennsku þrátt fyrir harða gagnrýni Gunnars Braga Sveinssonar, sveitarstjórnarmanns og miðstjórnarmanns í Framsóknarflokknum, sem segir réttast að Kristinn láti af þingmennsku. Innlent 25.1.2006 17:03 Fækkar sveitarfélögum enn? Atkvæðagreiðsla um sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar í eitt sveitarfélag fer fram næstkomandi laugardag. Íbúar sveitarfélaganna tveggja samþykktu tillögu um sameiningu allra sveitarfélaga við Eyjafjörð í október 2005 og því verður kosið aftur í sveitarfélögunum tveimur. Samþykki íbúar þeirra sameiningu verður til nýtt sveitarfélag með 2.300 íbúa. Við það mun sveitarfélögum í landinu enn fækka og verða þau þá 85 er gengið verður til sveitarstjórnarkosninga í vor. Innlent 25.1.2006 16:49 Kristinn kommi og María mey Fulltrúi í miðstjórn og sveitarstjórnarmaður Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar vill að Kristinn H. Gunnarsson, samflokksmaður hans, segi af sér þingmennsku. Mælirinn sé einfaldlega fullur. Sveitarstjórnarfulltrúinn kallar Kristin komma, en líkir honum jafnframt við Maríu mey. Innlent 25.1.2006 12:02 Stefnt að mikilli uppbyggingu umhverfis Hlemm Íbúum á svæðum umhverfis Hlemm gæti fjölgað um allt að þrjú þúsund á næstu árum ef nýtt deiliskipulag verður að veruleika. Fyrstu reitirnir koma að öllum líkindum til uppbyggingar strax á þessu ári. Innlent 25.1.2006 00:03 Frambjóðendur njóta góðs af valdamiklum stuðningsmönnum Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að valdahópur á landsvísu í flokknum, hafi óeðlileg áhrif á afstöðu framsóknarmanna til prófkjörs flokksins í Reykjavík. Innlent 23.1.2006 11:35 Björn segir verið að reyna að koma höggi á sig Björn Ingi Hrafnsson, frambjóðandi í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík, segir það enga tilviljun að sögusagnir af því að stuðningsmenn hans hafi veitt unglingum áfengi séu blásnar upp svo skömmu fyrir prófkjör. Björn sakar stuðningsmenn annars frambjóðanda um að reyna að koma höggi á sig. Innlent 23.1.2006 12:05 Pólitískur styrkur mismikill meðal stuðningsmanna Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að valdahópur innan flokksins sé búinn að setja stuðningsmenn Önnu Kristinsdóttur og Óskars Bergssonar í prófkjöri flokksins í Reykjavík í þá aðstöðu, að ganga gegn vilja valdamikilla manna í flokknum á landsvísu. Innlent 23.1.2006 08:00 Kanna hvort ungmennum hafi verið veitt áfengi Lögregla rannsakar nú hvort stuðningsmenn Björns Inga Hrafnssonar, frambjóðanda í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík, hafi veitt unglingum undir lögaldri áfengi. Innlent 22.1.2006 18:03 Árangurinn kom Ásthildi á óvart Gunnsteinn Sigurðsson vann baráttu fjögurra einstaklinga um annað sætið á framboðslista Sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Einna mesta athygli í prófkjöri þeirra í gær vekur þó árangur nýliðans Ásthildar Helgadóttur sem segir árangurinn hafa komið sér á óvart. Innlent 22.1.2006 12:14 Sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa Sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa af fimmtán í Reykjavík ef gengið væri til kosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Frjálslyndi flokkurinn næði inn borgarfulltrúa. Innlent 22.1.2006 12:03 Uppnám meðal Frjálslyndra demókrata Uppnám ríkir í Frjálslynda demókrataflokknum í Bretlandi eftir að dagblaðið News of the World birti í morgun fréttir þess efnis að Mark Oaten, sem fer með innanríkismál í skuggaráðuneyti frjálslyndra, hefði ítrekað greitt 23 ára manni fyrir kynlíf. Innlent 22.1.2006 10:43 Íhaldsmaður sigurstranglegastur Forsetakosningar fara fram í Portúgal í dag. Búist er við að íhaldsmaðurinn Anibal Cavaco Silva fái flest atkvæði, þó ekki svo mörg að hann hreppi forsetastólinn í fyrstu atrennu. Erlent 22.1.2006 10:45 Sameining samþykkt Íbúar fjögurra sveitafélaga í Þingeyjasýslu samþykktu sameiningu í gærkveldi og tekur sameiningin gildi við sveitarstjórnarkosningar í vor. Innlent 22.1.2006 10:32 Gunnsteinn vann baráttuna um annað sætið Gunnsteinn Sigurðsson vann baráttuna um að skipa annað sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Þrír karlmenn skipa efstu sætin eftir prófkjör í gær og konur urðu í næstu sjö sætunum. Innlent 22.1.2006 10:29 « ‹ 45 46 47 48 49 50 51 52 53 … 187 ›
Vill afnema bann á auglýsingum heilbrigðisstétta Varaformaður Samfylkingarinnar segir lög um bann við auglýsingum heilbirgðisstétta og heilbrigðisstofnana úrelt og vill að slíkar auglýsingar verði heimilaðar til þess að upplýsa almenning betur um heilbrigðisþjónustuna. Hann óttast ekki að óljós mörk verði milli upplýsingagjafar og mikils markaðsstarfs í geirum og segir bæði samkeppnislög og siðareglur félaga setja kvaðir á menn. Innlent 28.1.2006 14:00
350 búnir að kjósa í prófkjöri Framsóknar á hádegi Góð mæting hefur verið á kjörstað í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík í morgun og voru 350 manns búnir að kjósa á hádegi. Formaður kjörstjórnar segir þetta stóran dag í sögu flokksins en þetta er fyrsta prófkjör Framsóknarflokksins í borginni í sextán ár. Innlent 28.1.2006 12:30
Skipar starfshóp vegna nýrra framhaldsskóla Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara og meta fýsileika þeirra kosta sem til staðar eru varðandi byggingu nýrra framhaldsskóla. Fram kemur á heimasíðu ráðuneytisins að starfshópurinn muni skoða sérstaklega kosti á höfuðborgarsvæðinu og við utanverðan Eyjafjörð. Innlent 28.1.2006 09:58
Segir áhrifahóp vilja ráða hver leiði lista Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að áhrifamikill hópur innan flokksins vilji ráða því hverjir leiði lista Framsóknarflokksins í Reykjavík og hafi beitt sér hart í þeim efnum fyrir prófkjör sem fram fer í dag. Innlent 28.1.2006 09:55
Siglfirðingar og Ólafsfirðingar kjósa um sameiningu Siglfirðingar og Ólafsfirðingar greiða um það atkvæði í dag hvort sameina beri sveitarfélögin, en íbúar beggja sveitarfélaga samþykktu tillögu um sameiningu allra sveitarfélaga við Eyjafjörð þann 8. október. Kjörstaðir voru opnaðir nú klukkan tíu og þeir verða opnir til klukkan átta í kvöld. Innlent 28.1.2006 09:52
Framsóknarmenn í Reykjavík ganga til prófkjörs Framsóknarmenn í Reykjavík velja í dag sex efstu fulltrúa sína á lista fyrir borgarstjórnarkosningar í vor með prófkjöri sem fram fer í anddyri Laugardalshallarinnar. Það hefst nú klukkan tíu og lýkur klukkan sex. Innlent 28.1.2006 09:49
Þúsund hafa kosið utan kjörstaðar í prófkjöri framsóknarmanna Um þúsund manns hafa kosið utan kjörstaðar fyrir prófkjör framsóknarmanna í borginni sem fram fer á morgun. Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla hefur staðið yfir frá því á mánudag en henni lauk nú klukkan fimm. Innlent 27.1.2006 17:57
Starfsmenn heilbrigðisstétta fái að auglýsa þjónustu sína Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram tillögu á Alþingi um að læknum, tannlæknum, öðrum heilbrigðisstéttum og heilbrigðisstofnunum verði framvegis heimilt að auglýsa þjónustu sína. Innlent 27.1.2006 10:22
Íslandsmet í skattpíningu Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í utandagskrárumræðum á Alþingi í dag um breytingar á skattbyrði, að þrír síðustu fjármálaráðherrar Íslands ættu Íslandsmet í skattpíningu á almenningi. Þá vísaði hún í grein Stefáns Ólafssonar prófessors þess efnis að skattbyrði hefði aukist hjá heimilum með lágar og meðaltekjur eða hjá 90 prósentum heimila. Innlent 26.1.2006 22:22
Sökuð um að ganga erinda Bandaríkjamanna Íslensk stjórnvöld voru sökuð um að ganga erinda bandaríska landvarnaráðuneytisins í stað þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar í skeleggum umræðum um fangaflug á Alþingi í dag. Innlent 26.1.2006 20:36
Dómarar fresta ákvörðun um málsókn Félagar í Dómarafélagi Íslands ákváðu í dag að fresta ákvörðun um hvort þeir höfði mál á hendur stjórnvöldum vegna lagasetningar þar sem launahækkanir samkvæmt kjaradómi voru felldar úr gildi. Þess í stað verður óskað viðræðna við stjórnvöld. Innlent 26.1.2006 17:55
Hágæsluaðstaða fyrir börn til skoðunar Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sagði í dag, í svari við fyrirspurn Gunnars Örlygssonar, að fjöldi bráðveikra barna hefði aukist, að þörf þeirra fyrir þjónustu færi vaxandi og að börnin sem lægju á Barnaspítala Hringsins væru veikari en áður. Sagði hann hágæsluaðstöðu fyrir börn vera til skoðunar. Innlent 26.1.2006 16:09
Jakob hættir í bæjarmálunum Jakob Björnsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti framsóknarmanna á Akureyri, hættir í afskiptum af stjórnmálum að loknu þessu kjörtímabili í vor. Innlent 26.1.2006 15:54
L-listinn í Skeiða og Gnúpverjahreppi leysist upp L-listinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, listi áhugafólks um farsæla sameiningu, býður ekki fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram á fréttavefnum sudurland.net. L-listinn fékk hreinan meirihluta í síðustu sveitarstjórnarkosningum, fékk fjóra fulltrúa en A-listi framfarasinna 3. Langvinn deila um skólamál í hreppnum er ein aðalskýring þessarar ákvörðunar fulltrúa L-listans. Innlent 26.1.2006 14:31
Sjálfstæðisflokkurinn með mesta fylgið Tæp 44% Reykvíkinga segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði boðað til Alþingiskosninga núna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, en kjörfylgi flokksins í Reykjavík var 37% í síðustu kosningum. Innlent 26.1.2006 07:30
Krónan helsta útflutningsvaran Krónan er orðin helsta útflutningsvara Íslands, segir Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, sem óttast að frekari vaxtahækkanir Seðlabankans á morgun geri stöðu útflutningsatvinnugreina enn erfiðari en hún er þegar orðin. Innlent 25.1.2006 21:39
Best að sitja sem fastast Kristinn H. Gunnarsson segist ekki á þeim buxunum að segja af sér þingmennsku þrátt fyrir harða gagnrýni Gunnars Braga Sveinssonar, sveitarstjórnarmanns og miðstjórnarmanns í Framsóknarflokknum, sem segir réttast að Kristinn láti af þingmennsku. Innlent 25.1.2006 17:03
Fækkar sveitarfélögum enn? Atkvæðagreiðsla um sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar í eitt sveitarfélag fer fram næstkomandi laugardag. Íbúar sveitarfélaganna tveggja samþykktu tillögu um sameiningu allra sveitarfélaga við Eyjafjörð í október 2005 og því verður kosið aftur í sveitarfélögunum tveimur. Samþykki íbúar þeirra sameiningu verður til nýtt sveitarfélag með 2.300 íbúa. Við það mun sveitarfélögum í landinu enn fækka og verða þau þá 85 er gengið verður til sveitarstjórnarkosninga í vor. Innlent 25.1.2006 16:49
Kristinn kommi og María mey Fulltrúi í miðstjórn og sveitarstjórnarmaður Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Skagafjarðar vill að Kristinn H. Gunnarsson, samflokksmaður hans, segi af sér þingmennsku. Mælirinn sé einfaldlega fullur. Sveitarstjórnarfulltrúinn kallar Kristin komma, en líkir honum jafnframt við Maríu mey. Innlent 25.1.2006 12:02
Stefnt að mikilli uppbyggingu umhverfis Hlemm Íbúum á svæðum umhverfis Hlemm gæti fjölgað um allt að þrjú þúsund á næstu árum ef nýtt deiliskipulag verður að veruleika. Fyrstu reitirnir koma að öllum líkindum til uppbyggingar strax á þessu ári. Innlent 25.1.2006 00:03
Frambjóðendur njóta góðs af valdamiklum stuðningsmönnum Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að valdahópur á landsvísu í flokknum, hafi óeðlileg áhrif á afstöðu framsóknarmanna til prófkjörs flokksins í Reykjavík. Innlent 23.1.2006 11:35
Björn segir verið að reyna að koma höggi á sig Björn Ingi Hrafnsson, frambjóðandi í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík, segir það enga tilviljun að sögusagnir af því að stuðningsmenn hans hafi veitt unglingum áfengi séu blásnar upp svo skömmu fyrir prófkjör. Björn sakar stuðningsmenn annars frambjóðanda um að reyna að koma höggi á sig. Innlent 23.1.2006 12:05
Pólitískur styrkur mismikill meðal stuðningsmanna Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að valdahópur innan flokksins sé búinn að setja stuðningsmenn Önnu Kristinsdóttur og Óskars Bergssonar í prófkjöri flokksins í Reykjavík í þá aðstöðu, að ganga gegn vilja valdamikilla manna í flokknum á landsvísu. Innlent 23.1.2006 08:00
Kanna hvort ungmennum hafi verið veitt áfengi Lögregla rannsakar nú hvort stuðningsmenn Björns Inga Hrafnssonar, frambjóðanda í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík, hafi veitt unglingum undir lögaldri áfengi. Innlent 22.1.2006 18:03
Árangurinn kom Ásthildi á óvart Gunnsteinn Sigurðsson vann baráttu fjögurra einstaklinga um annað sætið á framboðslista Sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Einna mesta athygli í prófkjöri þeirra í gær vekur þó árangur nýliðans Ásthildar Helgadóttur sem segir árangurinn hafa komið sér á óvart. Innlent 22.1.2006 12:14
Sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa Sjálfstæðismenn fengju níu borgarfulltrúa af fimmtán í Reykjavík ef gengið væri til kosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Frjálslyndi flokkurinn næði inn borgarfulltrúa. Innlent 22.1.2006 12:03
Uppnám meðal Frjálslyndra demókrata Uppnám ríkir í Frjálslynda demókrataflokknum í Bretlandi eftir að dagblaðið News of the World birti í morgun fréttir þess efnis að Mark Oaten, sem fer með innanríkismál í skuggaráðuneyti frjálslyndra, hefði ítrekað greitt 23 ára manni fyrir kynlíf. Innlent 22.1.2006 10:43
Íhaldsmaður sigurstranglegastur Forsetakosningar fara fram í Portúgal í dag. Búist er við að íhaldsmaðurinn Anibal Cavaco Silva fái flest atkvæði, þó ekki svo mörg að hann hreppi forsetastólinn í fyrstu atrennu. Erlent 22.1.2006 10:45
Sameining samþykkt Íbúar fjögurra sveitafélaga í Þingeyjasýslu samþykktu sameiningu í gærkveldi og tekur sameiningin gildi við sveitarstjórnarkosningar í vor. Innlent 22.1.2006 10:32
Gunnsteinn vann baráttuna um annað sætið Gunnsteinn Sigurðsson vann baráttuna um að skipa annað sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Þrír karlmenn skipa efstu sætin eftir prófkjör í gær og konur urðu í næstu sjö sætunum. Innlent 22.1.2006 10:29