L-listinn í Skeiða og Gnúpverjahreppi leysist upp 26. janúar 2006 14:31 L-listinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, listi áhugafólks um farsæla sameiningu, býður ekki fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram á fréttavef Suðurlands, sudurland.net. L-listinn fékk hreinan meirihluta í síðustu sveitarstjórnarkosningum, fékk fjóra fulltrúa en A-listi framfarasinna fékk 3. Langvinn deila um skólamál í hreppnum er ein aðalskýring þessarar ákvörðunar fulltrúa L-listans. Samkvæmt frétt í Glugganum, héraðsfréttablaði á Selfossi, hefur Aðalsteinn Guðmundsson oddviti og leiðtogi L- listans í Skeiða og Gnúpverjahreppi ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í hreppsnefnd. Fréttavefur Suðurlands, sudurland.net hefur eftir Matthildi E. Vilhjálmsdóttur, Hrafnhildi Ágústsdóttur, og Tryggva Steinarssyni, sem öll skipa sæti L- listans í hreppsnefnd Skeiða og Gnúpverjahrepps, að þau hyggist einnig draga sig í hlé frá hreppsnefndarstörfum að loknu þessu kjörtímabili. Hrafnhildur Ágústsdóttir, sem hefur starfað í hreppsnefnd 12 ár, segir í viðtali við sudurland.net að ástæður þess að hún gefi ekki kost á sér til áframhaldandi setu séu persónulegar. Jafnframt segir Hranfhildur að skólamálin hafi valdið hatrömmum og langvinnum deilum í hreppnum, sem skipt hafi íbúum í tvær andstæðar fylkingar. Það sé illt í svo litlu samfélagi. Tryggvi Steinsson vildi ekki tilgreina ástæðu fyrir afstöðu sinni en tók undir að deila sveitunganna um skólamálin væri vond deila í litlu en annars góðu samfélagi. Hann taldi sig leggja þann skilning í afstöðu annarra á listanum, þ.m.t. varamanna L- listans, að þeir hyggðust ekki halda þessari baráttu áfram. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
L-listinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, listi áhugafólks um farsæla sameiningu, býður ekki fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram á fréttavef Suðurlands, sudurland.net. L-listinn fékk hreinan meirihluta í síðustu sveitarstjórnarkosningum, fékk fjóra fulltrúa en A-listi framfarasinna fékk 3. Langvinn deila um skólamál í hreppnum er ein aðalskýring þessarar ákvörðunar fulltrúa L-listans. Samkvæmt frétt í Glugganum, héraðsfréttablaði á Selfossi, hefur Aðalsteinn Guðmundsson oddviti og leiðtogi L- listans í Skeiða og Gnúpverjahreppi ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í hreppsnefnd. Fréttavefur Suðurlands, sudurland.net hefur eftir Matthildi E. Vilhjálmsdóttur, Hrafnhildi Ágústsdóttur, og Tryggva Steinarssyni, sem öll skipa sæti L- listans í hreppsnefnd Skeiða og Gnúpverjahrepps, að þau hyggist einnig draga sig í hlé frá hreppsnefndarstörfum að loknu þessu kjörtímabili. Hrafnhildur Ágústsdóttir, sem hefur starfað í hreppsnefnd 12 ár, segir í viðtali við sudurland.net að ástæður þess að hún gefi ekki kost á sér til áframhaldandi setu séu persónulegar. Jafnframt segir Hranfhildur að skólamálin hafi valdið hatrömmum og langvinnum deilum í hreppnum, sem skipt hafi íbúum í tvær andstæðar fylkingar. Það sé illt í svo litlu samfélagi. Tryggvi Steinsson vildi ekki tilgreina ástæðu fyrir afstöðu sinni en tók undir að deila sveitunganna um skólamálin væri vond deila í litlu en annars góðu samfélagi. Hann taldi sig leggja þann skilning í afstöðu annarra á listanum, þ.m.t. varamanna L- listans, að þeir hyggðust ekki halda þessari baráttu áfram.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira