Stj.mál

Fréttamynd

Valgerður segir Kristin H. vera andstæðing sinn

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar stilla þingmönnum í sífellu upp við vegg, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Viðskipta- og iðnaðarráðherra, flokksystir Kristins, kallar hann andstæðing í pistli á heimasíðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Ósáttir við frumvarp um starfsmannaleigur

Stjórnarandstæðingar fögnuðu frumvarpi félagsmálaráðherra um starfsmannaleigur á Alþingi, sem mælt var fyrir í dag, en töldu ekki nægilega langt gengið. Formaður vinstri - grænna sagðist ennfremur ekki sannfærður um að íslenska þjóðin þyrfti yfirhöfuð að sætta sig við slíkt fyrirbæri á íslenskum vinnumarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Fær 500 milljónir á ári hverju

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskólans, undirrituðu í dag nýjan samning um rekstur listmenntunar á háskólastigi og uppbyggingu þekkingar á sviðum lista. Samningurinn gildir til fjögurra ára og samkvæmt honum greiðir ráðuneytið um 500 milljónir á ári til reksturs Listaháskólans.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarp um starfsmannaleigur þarf að vinna betur

Frumvarp að lögum um starfsmannaleigur sætti harðri gagnrýnir sjórnarandstöðunnar í dag. Þingmenn gerðu miklar athugasemdir við flestar greinar frumvarpsins, sem Árni Magnússon félagsmálaráðherra lagði fram í dag. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fullyrti að verkalýðshreyfiingin væri óánægð með ýmis atriði frumvarpsins og hann vildi láta fara betur yfir það. Aðrir þingmenn tóku í sama streng og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði margt í frumvarpinu bæði kauðskt og óskiljanlegt, til að mynda elleftu grein frumvarpsins þar sem fjallað er um hugsanleg lögbrot starfsmannaleiga. Steingrímur sagði vanta skýrari laga- og refsiramma í þá grein.

Innlent
Fréttamynd

Hart tekist á um fjárlög næsta árs á Alþingi

Stjórnarliðar hrósuðu sér af meiri fjárlagaafgangi en flestar Evrópuþjóðir gætu státað af meðan stjórnarandstæðingar sögðu væntanleg fjárlög þýða útgjaldaþenslu og aukið misrétti í samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Íhuga nýtt framboð í Eyjum

Nýtt framboð gæti bæst í flóruna í Vestmannaeyjum fyrir bæjarstjórnarkosningar næsta vor. Fréttavefurinn Eyjar.net greinir frá því að um tíu manns hafi komið saman til fundar í gær til að ræða framtíðarsýn Vestmannaeyja og hugsanlegt framboð við næstu bæjarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Allar tillögur meirihlutans samþykktar

Þingmenn samþykktu allar breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarp næsta árs á þingfundi í dag en öllum tillögum stjórnarandstöðunnar var hafnað. Eins og fjárlagafrumvarpið lítur út núna verður nær tuttugu milljarða króna afgangur á rekstri ríkissjóðs á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Vilja aðgerðir vegna olíusamráðs

Árni Mathiesen fjármálaráðherra var borinn þungum sökum við upphaf þingfundar í dag þegar hver stjórnarandstæðingurinn á fætur öðrum fór í ræðustól og gagnrýndi hann fyrir að vera ekki búinn að taka ákvörðun um málshöfðun á hendur olíufélögunum fyrir samráð þeirra. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, hóf umræðuna.

Innlent
Fréttamynd

Samkeppniseftirlitið skoði lyfjamarkaðinn

Það að tvö fyrirtæki stjórni 85% prósentum af smásölumarkaði lyfja og vísbendingar hafa komið fram um ólögmæta skiptingu á markaðnum gefur ástæðu til að hvetja Samkeppniseftirlitið til að hefja skoðun á þessu segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, í pistli á heimasíðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýnir Valgerði fyrir aðgerðaleysi

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknar, gagnrýnir Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðarráðherra og flokkssystur sína, harðlega fyrir aðgerðaleysi í málefnum Byggðastofnunar. Hann segir að ljóst hafi verið um síðustu áramót að stofnunin kynni að þurfa að hætta lánveitingum á árinu vegna lakrar eiginfjárstöðu en að iðnaðarráðherra hafi ekkert gert.

Innlent
Fréttamynd

Lítt kristilegt hugarfar Þjóðkirkjunnar

Það ber ekki vott um kristilegt hugarfar kirkjunnar manna að Þjóðkirkjan sé ekki reiðubúin að gefa saman samkynhneigð pör segir Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, í pistli á heimasíðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Kröfðust frestunar vegna fjarveru ráðherra

Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess að umræðum um fjárlagafrumvarpið yrði frestað í dag þar sem þrír ráðherrar voru erlendis og tveir fjarverandi af öðrum orsökum. Sérstaka reiði vakti að menntamálaráðherra væri í Senegal.

Innlent
Fréttamynd

Íbúðalánasjóður óskar eftir skjótum viðbrögðum stjórnvalda

Íbúðalánasjóður hefur skrifað félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra og óskað eftir skjótum viðbrögðum stjórnvalda við frétt í kvöldfréttum NFS í gær. Þar var haft eftir Lánasýslu ríkisins að ekki væri hægt að mæla með ríkisábyrgð á lántökum sjóðsins upp á áttatíu og átta milljarða króna, eins og fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir, nema ráðist verði í úttekt á fjárhagsstöðu sjóðsins, eins og samkomulag ráðherra fjármála og félagsmála kvað á um í júní.

Innlent
Fréttamynd

Ellefu manna fjármálanefnd hefur verið skipuð

Forsætisráðherra hefur skipað ellefu manna nefnd til að fjalla um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi á Íslandi og samkeppnishæfni landsins á því sviði. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum næsta vor.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt varðskip væntanlega á árinu 2008

Tilboða verður leitað í nýtt varðskip fyrir Landhelgisgæsluna eftir áramót, að sögn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, en yngsta varðskipið sem nú er í notkun, er komið á fertugsaldur. Nokkrar skipasmíðastöðvar á Evrópska efnahagssvæðinu fá að bjóða í verkið, að uppfylltum vissum skilyrðum og gangi allt eftir, ætti skipið að komast í þjónustu Gæslunnar árið 2008.

Innlent
Fréttamynd

Dómsmálaráðherra ráðstafar einn átta milljónum til mannréttindamála

Dómsmálaráðherra verður nú einn að ráðstafa átta milljónum til mannréttindamála eftir breytingar á fjárlagafrumvarpinu í meðförum fjárlaganefndar. Fjórar milljónir á forræði utanríkisráðherra færast á hendur Björns Bjarnasonar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þetta ekki djarfmannlegt af nýjum formanni Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

5-10 aðilar fá að bjóða í smíði nýs varðskips

Farið verður í forval á skipasmíðastöðvum sem uppfylltu ákveðin skilyrði m.t.t. rekstrarstöðu og reynslu af sambærilegum verkefnum vegna smíði nýs varðskips fyrir Landhelgisgæslu Íslands. Þetta tilkynnti Björn Bjarnason á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í kjölfar forvals verða valdir 5-10 aðilar sem síðan fá að bjóða í smíði á nýju fjölnota varðskipi.

Innlent
Fréttamynd

Heiðurslaun til 27 listamanna á næsta ári

27 listamenn munu fá heiðurslaun á næsta ári samkvæmt tillögu menntamálanefndar sem lögð hefur verið fram. Hver listamaður fær 1,6 milljónir króna og því nema launin samtals 43,2 milljónum.

Innlent
Fréttamynd

Byggðastofnun ekki forystuafl

Byggðastofnun er ekki það forystuafl í uppbyggingu atvinnustarfssemi á landsbyggðinni sem ætla mætti og sinnir ýmsum grundvallarhlutverkum ekki nægilega vel.

Innlent
Fréttamynd

Valgerður tekur ekki sæti á listanum

Valgerður Sigurðardóttir, sem sóttist eftir fyrsta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í gær en tókst ekki ætlunarverk sitt, ætlar ekki að taka sæti á listanum.

Innlent
Fréttamynd

Haraldur Þór sigraði í Hafnarfirði

Haraldur Þór Ólason leiðir lista sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningum í vor en hann sigraði í prófkjöri í Sjálfstæðisflokksins þar í bæ sem fram fór í gær. Haraldur hlaut 921 atkvæði í fyrsta sæti en keppinautur hans um forystusætið, Valgerður Sigurðardóttir, hlaut 791 atkvæði í 1.-2. sætið.

Innlent
Fréttamynd

Þær horfa til Evrópu

Í umræðu á Alþingi um utanríkismál leynast forvitnilegar yfirlýsingar. Framsóknarflokkurinn gæti verið að hallast að Evrópusambandinu og Samfylkingin að nýjum lausnum ef upp úr varnarsamstarfi slitnar við Bandaríkjamenn.

Innlent