Innlent

Haraldur Þór sigraði í Hafnarfirði

MYND/Stefán

Haraldur Þór Ólason leiðir lista sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningum í vor en hann sigraði í prófkjöri í Sjálfstæðisflokksins þar í bæ sem fram fór í gær. Haraldur hlaut 921 atkvæði í fyrsta sæti en keppinautur hans um forystusætið, Valgerður Sigurðardóttir, hlaut 791 atkvæði í 1.-2. sætið. Rósa Guðbjartsdóttir varð í þriðja sæti en hún hlaut 783 atkvæði í 1.-3. sæti og flest atkvæði allra. Í fjórða sæti varð Almar Grímsson, María Kristín Gylfadóttir í því fimmta og Bergur Ólafsson í sjötta sæti. Alls tóku 1856 þátt í prófkjörinu, eða 55 prósent þeirra sem voru á kjörskrá, en athygli vekur að nýskráningar í flokkinn fyrir prófkjörið voru á þrettánda hundrað, eða nær tvöfalt fleiri en tóku þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrr í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×