Stj.mál Útvegurinn úti frýs Hörpudiskurinn veiðist ekki lengur í Breiðafirði. Rækjan er horfin úr innfjörðum og flóum. Hún veiðist lítið í úthafinu. Kolmunninn finnst ekki. Loðnan er týnd. Samherjaskipum hefur verið breytt í frystigeymslur fyrir síld sem selst ekki í Austur-Evrópu vegna eitraðrar samkeppni við Norðmenn. Olíuverðið er í hæðum. Svo er um gengi íslensku krónunnar, sterkasta gjaldmiðils Evrópu. Hundruð starfa hafa tapast í sjávarútvegi. Innlent 19.11.2005 17:36 Björn Ingi ætlar í fyrsta sæti Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, hefur lýst yfir framboði sínu til fyrsta sætis í væntanlegu prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Alfreð Þorsteinsson, oddviti flokksins í borginni, er að hverfa til annarra starfa. Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi hefur þegar lýst yfir framboð sínu í fyrsta sæti. Innlent 19.11.2005 23:09 Tapar fylgi til vinstri-grænna Fylgi Sjálfstæðisflokks hefur ekki verið meira síðan í september 2003. Fylgi Samfylkingar hefur minnkað um tæp fimm prósentustig síðan Ingibjörg Sólrún tók við sem formaður. Vinstri grænir bæta við sig fylgi sem bendir til að Samfylking sé að tapa fylgi á vinstri kanti stjórnmálanna. Innlent 19.11.2005 23:08 Samfylkingin tapar fylgi Vinstri grænir bæta við sig nokkru fylgi í nýrri könnun Fréttablaðsins, að því er virðist á kostnað Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir telur ekki að formannsskiptin í flokknum skýri tapið. Innlent 19.11.2005 23:08 Haraldur Þór sigraði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði Haraldur Þór Ólason leiðir lista sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningum í vor en hann sigraði í prófkjöri í Sjálfstæðisflokksins þar í bæ sem fram fór í dag. Haraldur hlaut 921 atkvæði í 1. sæti en keppinautur hans um forystusætið, Valgerður Sigurðardóttir, hlaut 791 atkvæði í 1.-2. sætið. Rósa Guðbjartsdóttir varð í þriðja sæti en hún hlaut 783 í 1.-3. sæti og flest atkvæði allra. Innlent 19.11.2005 23:05 Haraldur Þór efstur í Hafnarfirði Haraldur Þór Ólason hefur forystu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði þegar ríflega helmingur atkvæða, eða þúsund, hafa verið talin. Haraldur Þór hefur fengið 505 atkvæði í fyrsta sæti en keppninautur hans um annað sætið, Valgerður Sigurðardóttir, hefur fengið 453 atkæði í 1. - 2. sæti. Innlent 19.11.2005 21:09 Kjörsókn sögð góð í prófkjöri í Hafnarfirði Prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði fer senn að ljúka og hefur kjörsókn verið góð samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn. Um klukkan fimm höfðu um 1300 manns neytt atkvæðisréttar síns og eru þar með talin utankjörfundaratkvæði. Innlent 19.11.2005 18:01 Íhugar að sækjast eftir fyrsta sæti Óskar Bergsson, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, íhugar að gefa kost á sér í efsta sæti á lista framsóknarmanna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, en prófkjör flokksins fer fram snemma á næsta ári. Í samtali við NFS sagði Óskar að fjölmargir hefðu komið að máli sig og hvatt hann til að gefa kost á sér, en Óskar starfaði innan Reykjavíkurlistans á árunum 1994-2002. Innlent 19.11.2005 17:04 Utanríkisráðherra opnaði listahátíð í Köln Geir H. Haarde utanríkisráðherra opnaði listahátíðina "Islandbilder" í Köln í gær. Um er að ræða stærstu og fjölbreyttustu kynningu á íslenskri nútímalist og menningu sem fram hefur farið í Þýskalandi. Kynningin, sem stendur fram í janúar, nær til myndlistar, ljósmyndunar, kvikmynda, bókmennta, tónlistar og hönnunar en rúmlega 100 íslenskir listamenn eru í Köln og kynna verk sín. Innlent 19.11.2005 15:59 Anna fagnar framboði Björns Inga Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, fagnar því að Björn Ingi Hrafnsson skuli bjóða sig fram til forystu fyrir Framsóknarflokkinn í borginni, en hún hefur sjálf lýst því yfir að hún stefni á efsta sæti hjá flokknum fyrir kosningar í vor. Anna segist enn fremur vona að fleiri bjóði sig fram og það skapist áhugi og stemmning fyrir prófkjöri framsóknarmanna á næsta ári. Innlent 19.11.2005 14:37 Björn Ingi vill leiða framsóknarmenn í borginni Björn Ingi Hrafsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, tilkynnti fyrir stundu í beinni útsendingu á NFS að hann hygðist sækjast eftir að leiða lista framsóknarmanna í borginni. Innlent 19.11.2005 14:15 Fjölgað mikið í sjálfstæðisfélaginu í Hafnarfirði fyrir prófkjör Búist er við harðri baráttu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosningar á næsta ári sem fram fer í dag. Haraldur Þór Ólason og Valgerður Sigurðardóttur bjóða sig fram til fyrsta sætis en alls slást 16 frambjóðendur um átta efstu sætin á lista sjálfstæðismanna. Innlent 19.11.2005 12:09 Harka hlaupin í prófkjörið Nokkur harka er hlaupin í slaginn um fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer í dag. Haraldur Þór Ólason segir mótframbjóðanda sinn, Valgerði Sigurðardóttur, tengjast gömlu ættarveldi í hafnfirskri pólitík, Mathiesen-ættinni, og finnst tími kominn fyrir nýtt blóð í forystu. Innlent 19.11.2005 10:08 Greiddu fyrir Brim með leigu veiðiheimilda Kaupin Guðmundar Kristjánsson útgerðarmanns á útgerðarfélaginu Brimi í ársbyrjun 2004 voru fjármögnuð með því að leigja og selja burt veiðiheimildir í sameign þjóðarinnar segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingar. Innlent 18.11.2005 21:20 Íbúasamtök vilja Sundabraut á öðrum stað Íbúasamtök Grafarvogs og Laugardals hafa gagnrýnt borgaryfirvöld harðlega fyrir skort á samráði við íbúa um málefni Sundabrautar og fyrir að setja íbúum afarkosti um skipulag. Gagnrýni íbúa kemur formanni skipulagsnefndar borgarinnar á óvart, samráð hafi verið haft og enn liggi engin ákvörðun fyrir. Innlent 18.11.2005 19:57 Alfreð hættur í stjórnmálum Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn í áratugi og núverandi formaður Orkuveitu Reykjavíkur, hefur ákveðið að hætta í stjórnmálum næsta vor. Það verða því leiðtogaskipti hjá flokknum í borginni í borgarstjórnarkosningunum næsta vor. Innlent 18.11.2005 17:58 Heilbrigðisráðherra skipar framkvæmdanefnd Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur skipað framkvæmdanefnd um byggingu nýs Landspítala sem á að hafa yfirumsjón með undirbúningi framkvæmda og mannvirkjagerð á lóð spítalans. Þetta var ákveðið eftir að ríkisstjórnin tilkynnti að 18 milljörðum af söluandvirði Símans yrði varið til byggingar nýs spítala. Innlent 18.11.2005 15:03 ÖBÍ fagnar samþykkt ríkisstjórnar um eingreiðslu Öryrkjabandalag Íslands fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að öryrkjar, ellilífeyrisþegar og fólk á atvinnuleysisskrá fái eingreiðslu í samræmi við það sem um var samið á almennum vinnumarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Innlent 18.11.2005 14:59 Stjórnarandstaða Kanada vill fella stjórnina Stjórnarandstaðan í Kanada mun að öllum líkindum fella frjálslynda minnihlutastjórn Paul Martin og koma af stað nýjum kosningum. Samkvæmt samkomulagi sem Íhaldsflokkurinn hefur gert við tvo aðra stjórnarandstöðuflokka verður forsætisráðherrann, Paul Martin, beðinn um að leysa upp þingið í janúar og hafa kosningar í febrúar. Verði hann ekki við þessari beiðni mun stjórnarandstaðan lýsa yfir vantrausti á stjórnina. Forsætisráðherrann er ekki andsnúinn kosningum en vill fremur hafa þær í apríl í þeirri von að reiði almennings vegna hneykslis er varðar misnotkun stjórnarflokksins á almannafé hafi rénað. Erlent 16.11.2005 22:59 Varnarviðræður í lausu lofti Varnarviðræður Íslands og Bandaríkjanna eru í lausu lofti og ekki hefur enn verið boðað til næsta samningafundar. Á fundi með blaðamönnum í dag sagði forsætisráðherra að síðasta útspil Bandaríkjamanna hafi komið á óvart og verið með öllu óviðunandi. Innlent 16.11.2005 18:42 Nær fjórðungur fyrrum ráðherrar Sex fyrrum ráðherrar hafa verið skipaðir sendiherrar frá árinu 1995. Meirihluti sendiherra á þessu tímabili kemur þó úr störfum innan utanríkisþjónustunnar, eða fimmtán af 27 sendiherrum. Innlent 16.11.2005 18:07 Sameinað framboð til Samfylkingar og Framsóknarflokks í Reykjanesbæ Upp úr hádegi í dag mun koma í ljós hvort verði af sameiginlegu framboði Samfylkingarmanna og Framsóknarmanna til bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. Innlent 16.11.2005 09:19 Bókhaldsbrella segir minnihlutinn Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir of langt seilst ofan í vasa skattborgara í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins segir bókhaldsbrellu gera það að verkum að skuldir borgarsjóðs hafa lækkað. Innlent 15.11.2005 18:32 Ríkisstjórnin tilbúin að greiða fyrir samningum Ríkisstjórnin lýsir sig reiðubúna til samstarfs við Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins um leiðir sem, auk aðgerða á vettvangi lífeyrissjóðanna sjálfra, draga úr vaxandi örorkubyrði lífeyrissjóða og jafna stöðuna milli einstakra sjóða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá henni. Innlent 15.11.2005 17:40 Sjálfstæðismenn ósáttir við fjárhagsáætlun Sjálfstæðismenn eru ákaflega óánægðir með fjárhagsáætlun R-listans sem lögð var fyrir í dag og segja þar seilst djúpt í vasa launafólks með skattahækkunum og að áætlunin beri einkenni glundroða. Innlent 15.11.2005 16:42 Hyggjast lækka fasteignaskatta og holræsagjöld Fasteignaskattur og holræsagjöld í Reykjavík verða lækkuð samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Hreinar skuldir borgarsjóðs eiga samt að lækka um fimmtung og rekstrarafgangur að verða 1,4 milljarðar króna. Innlent 14.11.2005 18:31 Er herinn að fara? Hvaða skilaboð fólust í orðum forsætisráðherra um varnarsamstarfið fyrir helgi? Er verið að búa þjóðina undir að samningar um varnir landsins takist ekki? Formaður Samfylkingarinnar vildi fá svör við þessum spurningum á Alþingi í dag. Innlent 14.11.2005 20:16 Allt kapp lagt á að bjarga kjarasamningum Allt kapp er nú lagt á að bjarga kjarasamningum á vinnumarkaði áður en ögurstund rennur upp á morgun. Fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins stefna á kvöldfund og ríkisstjórnin er tilbúin að funda með aðilum. Innlent 14.11.2005 20:01 Íslendingar greiði viðbótarkostnað Bandaríska sendiráðið hér á landi segist ekki hafa upplýsingar um það að svo stöddu hvort bandaríska varnarmálaráðuneytið vilji að Íslendingar standi straum af öllum viðbótarkostnaði vegna veru varnarliðsins hér á landi. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í gær að hún hefði heimildir fyrir því að Bandaríkjamenn færu fram á að Íslendingar greiddu allan umframkostnað sem hlytist sérstaklega af vörnum þeirra hér. Innlent 14.11.2005 12:00 Íbúðalánasjóður hækki vextina líka Guði sé lof fyrir vaxtahækkunina, segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra í pistli á heimasíðu sinni og vísar þar til þess að Landsbanki Íslands hækkaði vexti á íbúðalánum síðasta föstudag. Innlent 13.11.2005 14:16 « ‹ 54 55 56 57 58 59 60 61 62 … 187 ›
Útvegurinn úti frýs Hörpudiskurinn veiðist ekki lengur í Breiðafirði. Rækjan er horfin úr innfjörðum og flóum. Hún veiðist lítið í úthafinu. Kolmunninn finnst ekki. Loðnan er týnd. Samherjaskipum hefur verið breytt í frystigeymslur fyrir síld sem selst ekki í Austur-Evrópu vegna eitraðrar samkeppni við Norðmenn. Olíuverðið er í hæðum. Svo er um gengi íslensku krónunnar, sterkasta gjaldmiðils Evrópu. Hundruð starfa hafa tapast í sjávarútvegi. Innlent 19.11.2005 17:36
Björn Ingi ætlar í fyrsta sæti Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, hefur lýst yfir framboði sínu til fyrsta sætis í væntanlegu prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Alfreð Þorsteinsson, oddviti flokksins í borginni, er að hverfa til annarra starfa. Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi hefur þegar lýst yfir framboð sínu í fyrsta sæti. Innlent 19.11.2005 23:09
Tapar fylgi til vinstri-grænna Fylgi Sjálfstæðisflokks hefur ekki verið meira síðan í september 2003. Fylgi Samfylkingar hefur minnkað um tæp fimm prósentustig síðan Ingibjörg Sólrún tók við sem formaður. Vinstri grænir bæta við sig fylgi sem bendir til að Samfylking sé að tapa fylgi á vinstri kanti stjórnmálanna. Innlent 19.11.2005 23:08
Samfylkingin tapar fylgi Vinstri grænir bæta við sig nokkru fylgi í nýrri könnun Fréttablaðsins, að því er virðist á kostnað Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir telur ekki að formannsskiptin í flokknum skýri tapið. Innlent 19.11.2005 23:08
Haraldur Þór sigraði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði Haraldur Þór Ólason leiðir lista sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningum í vor en hann sigraði í prófkjöri í Sjálfstæðisflokksins þar í bæ sem fram fór í dag. Haraldur hlaut 921 atkvæði í 1. sæti en keppinautur hans um forystusætið, Valgerður Sigurðardóttir, hlaut 791 atkvæði í 1.-2. sætið. Rósa Guðbjartsdóttir varð í þriðja sæti en hún hlaut 783 í 1.-3. sæti og flest atkvæði allra. Innlent 19.11.2005 23:05
Haraldur Þór efstur í Hafnarfirði Haraldur Þór Ólason hefur forystu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði þegar ríflega helmingur atkvæða, eða þúsund, hafa verið talin. Haraldur Þór hefur fengið 505 atkvæði í fyrsta sæti en keppninautur hans um annað sætið, Valgerður Sigurðardóttir, hefur fengið 453 atkæði í 1. - 2. sæti. Innlent 19.11.2005 21:09
Kjörsókn sögð góð í prófkjöri í Hafnarfirði Prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði fer senn að ljúka og hefur kjörsókn verið góð samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn. Um klukkan fimm höfðu um 1300 manns neytt atkvæðisréttar síns og eru þar með talin utankjörfundaratkvæði. Innlent 19.11.2005 18:01
Íhugar að sækjast eftir fyrsta sæti Óskar Bergsson, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, íhugar að gefa kost á sér í efsta sæti á lista framsóknarmanna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, en prófkjör flokksins fer fram snemma á næsta ári. Í samtali við NFS sagði Óskar að fjölmargir hefðu komið að máli sig og hvatt hann til að gefa kost á sér, en Óskar starfaði innan Reykjavíkurlistans á árunum 1994-2002. Innlent 19.11.2005 17:04
Utanríkisráðherra opnaði listahátíð í Köln Geir H. Haarde utanríkisráðherra opnaði listahátíðina "Islandbilder" í Köln í gær. Um er að ræða stærstu og fjölbreyttustu kynningu á íslenskri nútímalist og menningu sem fram hefur farið í Þýskalandi. Kynningin, sem stendur fram í janúar, nær til myndlistar, ljósmyndunar, kvikmynda, bókmennta, tónlistar og hönnunar en rúmlega 100 íslenskir listamenn eru í Köln og kynna verk sín. Innlent 19.11.2005 15:59
Anna fagnar framboði Björns Inga Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, fagnar því að Björn Ingi Hrafnsson skuli bjóða sig fram til forystu fyrir Framsóknarflokkinn í borginni, en hún hefur sjálf lýst því yfir að hún stefni á efsta sæti hjá flokknum fyrir kosningar í vor. Anna segist enn fremur vona að fleiri bjóði sig fram og það skapist áhugi og stemmning fyrir prófkjöri framsóknarmanna á næsta ári. Innlent 19.11.2005 14:37
Björn Ingi vill leiða framsóknarmenn í borginni Björn Ingi Hrafsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, tilkynnti fyrir stundu í beinni útsendingu á NFS að hann hygðist sækjast eftir að leiða lista framsóknarmanna í borginni. Innlent 19.11.2005 14:15
Fjölgað mikið í sjálfstæðisfélaginu í Hafnarfirði fyrir prófkjör Búist er við harðri baráttu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosningar á næsta ári sem fram fer í dag. Haraldur Þór Ólason og Valgerður Sigurðardóttur bjóða sig fram til fyrsta sætis en alls slást 16 frambjóðendur um átta efstu sætin á lista sjálfstæðismanna. Innlent 19.11.2005 12:09
Harka hlaupin í prófkjörið Nokkur harka er hlaupin í slaginn um fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer í dag. Haraldur Þór Ólason segir mótframbjóðanda sinn, Valgerði Sigurðardóttur, tengjast gömlu ættarveldi í hafnfirskri pólitík, Mathiesen-ættinni, og finnst tími kominn fyrir nýtt blóð í forystu. Innlent 19.11.2005 10:08
Greiddu fyrir Brim með leigu veiðiheimilda Kaupin Guðmundar Kristjánsson útgerðarmanns á útgerðarfélaginu Brimi í ársbyrjun 2004 voru fjármögnuð með því að leigja og selja burt veiðiheimildir í sameign þjóðarinnar segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingar. Innlent 18.11.2005 21:20
Íbúasamtök vilja Sundabraut á öðrum stað Íbúasamtök Grafarvogs og Laugardals hafa gagnrýnt borgaryfirvöld harðlega fyrir skort á samráði við íbúa um málefni Sundabrautar og fyrir að setja íbúum afarkosti um skipulag. Gagnrýni íbúa kemur formanni skipulagsnefndar borgarinnar á óvart, samráð hafi verið haft og enn liggi engin ákvörðun fyrir. Innlent 18.11.2005 19:57
Alfreð hættur í stjórnmálum Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn í áratugi og núverandi formaður Orkuveitu Reykjavíkur, hefur ákveðið að hætta í stjórnmálum næsta vor. Það verða því leiðtogaskipti hjá flokknum í borginni í borgarstjórnarkosningunum næsta vor. Innlent 18.11.2005 17:58
Heilbrigðisráðherra skipar framkvæmdanefnd Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur skipað framkvæmdanefnd um byggingu nýs Landspítala sem á að hafa yfirumsjón með undirbúningi framkvæmda og mannvirkjagerð á lóð spítalans. Þetta var ákveðið eftir að ríkisstjórnin tilkynnti að 18 milljörðum af söluandvirði Símans yrði varið til byggingar nýs spítala. Innlent 18.11.2005 15:03
ÖBÍ fagnar samþykkt ríkisstjórnar um eingreiðslu Öryrkjabandalag Íslands fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að öryrkjar, ellilífeyrisþegar og fólk á atvinnuleysisskrá fái eingreiðslu í samræmi við það sem um var samið á almennum vinnumarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Innlent 18.11.2005 14:59
Stjórnarandstaða Kanada vill fella stjórnina Stjórnarandstaðan í Kanada mun að öllum líkindum fella frjálslynda minnihlutastjórn Paul Martin og koma af stað nýjum kosningum. Samkvæmt samkomulagi sem Íhaldsflokkurinn hefur gert við tvo aðra stjórnarandstöðuflokka verður forsætisráðherrann, Paul Martin, beðinn um að leysa upp þingið í janúar og hafa kosningar í febrúar. Verði hann ekki við þessari beiðni mun stjórnarandstaðan lýsa yfir vantrausti á stjórnina. Forsætisráðherrann er ekki andsnúinn kosningum en vill fremur hafa þær í apríl í þeirri von að reiði almennings vegna hneykslis er varðar misnotkun stjórnarflokksins á almannafé hafi rénað. Erlent 16.11.2005 22:59
Varnarviðræður í lausu lofti Varnarviðræður Íslands og Bandaríkjanna eru í lausu lofti og ekki hefur enn verið boðað til næsta samningafundar. Á fundi með blaðamönnum í dag sagði forsætisráðherra að síðasta útspil Bandaríkjamanna hafi komið á óvart og verið með öllu óviðunandi. Innlent 16.11.2005 18:42
Nær fjórðungur fyrrum ráðherrar Sex fyrrum ráðherrar hafa verið skipaðir sendiherrar frá árinu 1995. Meirihluti sendiherra á þessu tímabili kemur þó úr störfum innan utanríkisþjónustunnar, eða fimmtán af 27 sendiherrum. Innlent 16.11.2005 18:07
Sameinað framboð til Samfylkingar og Framsóknarflokks í Reykjanesbæ Upp úr hádegi í dag mun koma í ljós hvort verði af sameiginlegu framboði Samfylkingarmanna og Framsóknarmanna til bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. Innlent 16.11.2005 09:19
Bókhaldsbrella segir minnihlutinn Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir of langt seilst ofan í vasa skattborgara í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins segir bókhaldsbrellu gera það að verkum að skuldir borgarsjóðs hafa lækkað. Innlent 15.11.2005 18:32
Ríkisstjórnin tilbúin að greiða fyrir samningum Ríkisstjórnin lýsir sig reiðubúna til samstarfs við Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins um leiðir sem, auk aðgerða á vettvangi lífeyrissjóðanna sjálfra, draga úr vaxandi örorkubyrði lífeyrissjóða og jafna stöðuna milli einstakra sjóða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá henni. Innlent 15.11.2005 17:40
Sjálfstæðismenn ósáttir við fjárhagsáætlun Sjálfstæðismenn eru ákaflega óánægðir með fjárhagsáætlun R-listans sem lögð var fyrir í dag og segja þar seilst djúpt í vasa launafólks með skattahækkunum og að áætlunin beri einkenni glundroða. Innlent 15.11.2005 16:42
Hyggjast lækka fasteignaskatta og holræsagjöld Fasteignaskattur og holræsagjöld í Reykjavík verða lækkuð samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Hreinar skuldir borgarsjóðs eiga samt að lækka um fimmtung og rekstrarafgangur að verða 1,4 milljarðar króna. Innlent 14.11.2005 18:31
Er herinn að fara? Hvaða skilaboð fólust í orðum forsætisráðherra um varnarsamstarfið fyrir helgi? Er verið að búa þjóðina undir að samningar um varnir landsins takist ekki? Formaður Samfylkingarinnar vildi fá svör við þessum spurningum á Alþingi í dag. Innlent 14.11.2005 20:16
Allt kapp lagt á að bjarga kjarasamningum Allt kapp er nú lagt á að bjarga kjarasamningum á vinnumarkaði áður en ögurstund rennur upp á morgun. Fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins stefna á kvöldfund og ríkisstjórnin er tilbúin að funda með aðilum. Innlent 14.11.2005 20:01
Íslendingar greiði viðbótarkostnað Bandaríska sendiráðið hér á landi segist ekki hafa upplýsingar um það að svo stöddu hvort bandaríska varnarmálaráðuneytið vilji að Íslendingar standi straum af öllum viðbótarkostnaði vegna veru varnarliðsins hér á landi. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í gær að hún hefði heimildir fyrir því að Bandaríkjamenn færu fram á að Íslendingar greiddu allan umframkostnað sem hlytist sérstaklega af vörnum þeirra hér. Innlent 14.11.2005 12:00
Íbúðalánasjóður hækki vextina líka Guði sé lof fyrir vaxtahækkunina, segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra í pistli á heimasíðu sinni og vísar þar til þess að Landsbanki Íslands hækkaði vexti á íbúðalánum síðasta föstudag. Innlent 13.11.2005 14:16