Innlent

Sameinað framboð til Samfylkingar og Framsóknarflokks í Reykjanesbæ

Frá Keflavík
Frá Keflavík Mynd/GVA

Upp úr hádegi í dag mun koma í ljós hvort verði af sameiginlegu framboði Samfylkingarmanna og Framsóknarmanna til bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. Félagsfundir beggja flokka fóru fram í gærkvöldi og var fyrirfram búist við því að félagsmenn myndu samþykkja tillögu um sameiginlegt framboð flokkana en lítill málefnaágreiningur var á milli þeirra. Framsóknarmenn eiga einn mann í bæjarstjórn Reykjanesbæjar og Samfylking fjóra og sitja saman í minnihluta í sveitarfélaginu. Sjálfstæðismenn halda þar um stjórnartaumana með meirihluta, eða sex bæjarfulltrúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×