Bandaríkin

Fréttamynd

Trump ó­sáttur við bón biskups um miskunn

Donald Trump nýkjörinn forseti Bandaríkjanna gaf lítið fyrir bón biskups í Washington DC þess efnis að Trump sýndi fólki um öll Bandaríkin miskunn. Trump gaf lítið fyrir messuna að henni lokinni og sagði biskupinn róttækan vinstrisinnaðan Trump-hatara.

Erlent
Fréttamynd

MrBeast gerir til­boð í TikTok

YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Í­hugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist nú vera að íhuga að leggja tíu prósent viðbótartoll á allar vörur frá Kína frá og með næstu mánaðarmótum. Í ræðu sinni á setningarathöfninni í fyrradag fór fremur lítið fyrir tollatali en hann talaði fjálglega um tolla í kosningabaráttunni.

Erlent
Fréttamynd

Fjár­festa í gervi­greind fyrir 70 billjónir

Donald Trump hefur tilkynnt um stofnun Stargate, nýs bandarísks fyrirtækis, sem er samstarfsverkefni fyrirtækjanna OpenAI, Softbank og Oracle, og áform þeirra um stórfellda uppbyggingu gagnavera fyrir gervigreind. Stefnt er að fjárfestingu upp á að minnsta kosti 500 milljarða bandaríkjadollara, sem samsvarar um 70 billjónum íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Yfir­maður strandgæslunnar látinn fjúka

Linda Fagan, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, hefur verið látin taka pokann sinn. Í uppsagnarbréfinu er sagt að henni hafi mistekist að tryggja öryggi á landamærunum og að framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar samrýmist ekki áherslum hennar á fjölbreytileika og inngildingu. Trump segir að til standi að reka fleiri en þúsund embættismenn frá fyrri ríkisstjórn á næstu dögum.

Erlent
Fréttamynd

Til­nefning Hegseths sam­þykkt úr nefnd

Tilnefning sjónvarpsmannsins Petes Hegseth til embættis varnarmálaráðherra var samþykkt úr nefnd í öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi. Atkvæðagreiðslan fylgdi flokkslínum, 14-13, og er búist við miklum deilum þegar tilnefningin fer fyrir öldungadeildina í heild.

Erlent
Fréttamynd

Náðaði fólk sem beitti lög­reglu­þjóna of­beldi

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður.

Erlent
Fréttamynd

Segir Hitler-samanburð þreyttan

Elon Musk, auðugasti maður heims, segir árásir Demókrata gegn sér vera orðnar þreyttar. Þeir þurfi að finna ný „óþrifabrögð“ því að það sé orðið þreytt að kalla fólk nasista eða Adolf Hitler.

Erlent
Fréttamynd

Musk sakaður um að heilsa „að nas­istasið“

Auðjöfurinn Elon Musk sætir gagnrýni vegna handahreyfinga sem hann gerði á samkomu Repúblikana í tilefni innsetningar Donalds Trump Bandaríkjaforseta í kvöld. Hreyfingar hans eru sagðar minna á nasistakveðju. 

Erlent
Fréttamynd

Vopna­hlé skref í rétta átt en varan­legur friður ekki í sjón­máli

Tæplega 90 palestínskum föngum í Ísrael var sleppt úr Ofer fangelsinu í Ramallah í morgunsárið. Í gær var þremur ísraelskum gíslum sleppt úr haldi Hamas vegna vopnahlés sem samið var um á dögunum. Prófessor í hagfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskólann á Akureyri segir vopnahlé skref í rétta átt en að engin varanleg pólitísk lausn sé í sjónmáli.

Erlent
Fréttamynd

Heimur hins sterka og ó­vissan fram­undan

Donald Trump er kominn í Hvítahúsið sem forseti Bandaríkjanna öðru sinni. Undanfarnar vikur hefur hann látið ýmislegt flakka t.d. að talað um yfirtöku á Grænlandi og Panama skurðinum og að gera Canada í fylki í Bandaríkjunum.

Skoðun
Fréttamynd

Heitir um­fangs­mestu brott­vísunum í sögu Banda­ríkjanna

Umfangsmiklar brottvísanir útlendinga, stórfelldur niðurskurður umhverfisreglugerða, stórsókn í gervigreindarmálum, og stofnun hagræðingarráðuneytis eru meðal áforma sem Donald Trump útlistaði í ræðu sem hann hélt fyrir stuðningsmenn sína í kvöld. Hann verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Opna fyrir Tiktok á nýjan leik

Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta.

Erlent