Bandaríkin

Fréttamynd

Fundi for­setanna lokið: Ekkert sam­komu­lag um vopna­hlé

Fundi forseta Rússlands og forseta Bandaríkjanna er lokið. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir þá hafa komist að ákveðnum skilningi um málefni Úkraínu en engar nánari upplýsingar fengust um hvað fælist í þeim skilning. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ætla upplýsa evrópska leiðtoga, þar á meðal Úkraínuforseta, um hvað fór fram á fundinum.

Erlent
Fréttamynd

For­setarnir tveir funda

Bandaríkjaforseti og Rússlandsforseti eru báðir mættir til Alaskafylkis í Bandaríkjunum til að funda. 

Erlent
Fréttamynd

Obama blæs Demó­krötum byr í brjóst

Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stigið fram til að blása Demókrötum í Texas í brjóst en hann hefur hælt þingmönnum ríkisþingsins fyrir að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um breytta kjördæmaskipan.

Erlent
Fréttamynd

Pólitískur refur og samninga­maður mætast

Mikil eftirvænting ríkir fyrir leiðtogafund Bandaríkjanna og Rússlands sem hefst klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma. Krafa Rússa á fundinum lýtur í raun að því að Úkraína verði leppríki Rússlands, segir prófessor í sagnfræði. Óljóst sé hvort Úkraínumenn neyðist til að fallast á slíka niðurstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Mætti í sovét­bol til fundarins í Alaska

Utanríkisráðherra Rússlands mætti til fundarins með Bandaríkjaforseta í Alaska í dag klæddur í bol með skammstöfun Sovétríkjanna sálugu. Á fundinum á að ræða um stríðsrekstur Rússa í Úkraínu sem var eitt sinn hluti af Sovétríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Cruise af­þakkaði boð Trump

Tom Cruise hafnaði boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að vera heiðraður af Kennedy-listamiðstöðinni. Skýrðist það af því að tímasetningin stangaðist á við aðrar skuldbindingar leikarans. Cruise hefur ekki tjáð sig um málið.

Lífið
Fréttamynd

Hringdi í norskan ráð­herra til að ræða friðar­verð­laun Nóbels

„Eins og skrattinn úr sauðaleggnum, þegar Jens Stoltenberg fjármálaráðhera gekk um götur Óslóar, hringdi Donald Trump. Hann vildi friðarverðlaun Nóbels og ræða tolla.“ Svona hefst grein sem norski miðillinn Dagens Næringsliv birti í morgun þar sem greint var frá símtali við Bandaríkjaforseti átti með fjármálaráðherra Noregs í júlí.

Erlent
Fréttamynd

Vilja ekkert með á­fengi ná­granna sinna hafa

Bandarískir framleiðendur bjórs, víns og annarskonar áfengis, hafa tapað fúlgum fjár vegna mikils samdráttar á útflutningi til Kanada. Nágrannar þeirra í norðri vilja lítið sem ekkert með áfengi frá Bandaríkjunum hafa þessa dagana.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þel­dökku fólki

Maður sem skaut tíu til bana í matvöruverslun í Buffalo í New York og streymdi frá árásinni í beinni útsendingu, hefur krafist þess að ákærurnar gegn honum verði felldar niður. Hann segir of margt hvítt fólk hafa verið í ákærudómstólnum sem ákærði hann.

Erlent
Fréttamynd

Nýr talnaspekingur Trump við þing­húsið þegar ráðist var á það

Hagfræðingur hægrisinnaðrar hugveitu sem hefur verið tilnefndur sem sérfræðingur Hvíta hússins í vinnumarkaðstölfræði var í mannfjöldanum þegar hópur stuðningsmanna Donalds Trump réðst á bandaríska þinghúsið fyrir fjórum árum. Hvíta húsið segir að hann hafi aðeins verið „áhorfandi“.

Erlent
Fréttamynd

Starmer og Selenskí funda í dag

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti munu funda í Downing-stræti nú fyrir hádegi, í aðdraganda fundar Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vladimir Pútín Rússlandsforseta á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Melania Trump hótar lög­sókn á hendur Hunter Biden

Lögmenn Melaniu Trump, forsetafrúar Bandaríkjanna, hafa sent lögmanni Hunter Biden erindi þar sem þeir hóta lögsókn á hendur syni Joe Biden, fyrrverandi forseta, ef hann dregur ekki til baka og biðst afsökunar á ummælum sem hann lét falla um forsetafrúna.

Erlent
Fréttamynd

Gervi­greindin geti verið lykillinn að tolla­lækkun

Aukin viðskipti Íslendinga við bandarísk gervigreindarfyrirtæki gætu orðið lykillinn að því að fá bandaríska tolla á íslenskar vörur fellda niður eða lækkaða. Þetta segir sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, sem kallar eftir því að stjórnvöld skipi sérstaka sendinefnd með fulltrúum einkageirans og hins opinbera, til að semja við Bandaríkjastjórn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sprengingar eftir eldingu

Elding sem laust niður í rafmagnsstaur í Suður-Karólínu olli stórri sprengingu á mánudaginn. Eldingin var fönguð á myndband úr lögreglubíl sem verið var að aka í gegnum Mount Pleasant í Suður-Karólínu.

Erlent
Fréttamynd

Hall og Oates ná sáttum

Daryl Hall og John Oates, sem saman mynduðu popptvíeykið Hall & Oates en hafa undanfarin misseri eldað grátt silfur, hafa náð sáttum fyrir dómi.

Lífið
Fréttamynd

Fundað í hverju horni fyrir Alaska­hitting Trump og Pútín

Stíf fundarhöld í aðdraganda fundar forseta Bandaríkjanna og Rússlands í Alaska eru á dagskrá í dag. Forseti Úkraínu er í Berlín til að ræða við evrópska ráðamenn sem eiga einnig stefnumót við Bandaríkjaforseta gegnum fjarfundarbúnað.

Erlent
Fréttamynd

Lægri tollar á sam­keppnis­ríkin veiki stöðuna svo um munar

Framkvæmdastjóri hjá íslensku eldisfyrirtæki segir samkeppnishæfni gagnvart öðrum löndum sem flytji fisk til Bandaríkjanna nánast horfna, vegna 15 prósenta tolla á íslenskan innflutning. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skoða að stofna viðbragðssveit gegn upp­þotum í Banda­ríkjunum

Ráðamenn í Bandaríkjunum velta nú fyrir sér ætlunum um að stofna sérstaka hersveit innan þjóðvarðliðs Bandaríkjanna sem ætlað er að beita gegn almenningi þar í landi. Sveitinni yrði ætlað að bregðast við mótmælum, óeirðum og annars konar ólátum í borgum Bandaríkjanna með stuttum fyrirvara.

Erlent