Ástandsmat í sturtu Dr.Gunni skrifar 5. mars 2009 06:00 Ég hitti kunningja í sturtunni. Við þurrkuðum fagurlega skapaða líkama okkar og ræddum um (bætið við hryllingsáhrifamúsik í huganum) Ástandið. Maður var svaka áhugasamur fyrst og lá yfir öllum fréttatímum, sagði kunninginn, „en svo núna veigrar maður sér við að hafa kveikt á fréttunum. Fólk er alveg að missa sig í svartnættinu. Ekkert nema drungi og vonleysi. Maður vill bara vernda fjölskylduna sína fyrir þessu. Maður býður ekki krökkunum upp á kreppu allan sólarhringinn." Já, það hefur orðið algjör viðsnúningur," sagði ég. „Þjóðin er eins og geðhvarfasjúklingur. Fyrir stuttu var allt æðislegt. Bankar skiluðu skrilljón í hagnað á fyrsta ársfjórðungi, hús sem enginn myndi nota þutu upp um allt land, allir sáu framtíð sína í rósrauðum bjarma, en núna er allt í steik og fólk voða ánægt með launalækkun bara ef það heldur vinnunni. Af hverju þarf alltaf allt að vera annaðhvort í ökkla eða eyra hérna?" Óskiljanlegt," sagði kunninginn. „Hvernig væri að ná bara einhverjum jöfnum og góðum dampi?" bætti ég við. „Ég skil ekki hvernig við höfum getað fokkað málum okkar svona gjörsamlega upp. Ég meina, örfáar hræður á skeri fullu af náttúruauðlindum og meintri snilld fólksins, en samt erum við með allt niðrum okkur." Mmm-hmm," sagði kunninginn, sem var farinn að raka sig. Ég elti hann að vaskinum og hélt áfram að mala. „Fyrir nokkrum árum þegar Steingrímur Joð var með eitthvert stjórnarandstöðu svartsýnisraus á Alþingi skammaði Davíð Oddsson hann. Spurði hvort hann ætlaði að bera ábyrgð á því að „tala góðærið niður". Þá mátti ekki blása á spilaborgina." Æi, Davíð. Gimmí a breik," sagði kunninginn. „Já já," sagði ég. „En þetta er samt alveg satt sem karlinn sagði um að það vantaði einhvern til að blása þjóðinni stuði í brjóst. Og ekki með úreltu gildunum. Þjóðin var montin, gráðug og heimsk. Það þarf ný gildi. Ný markmið. Ekki einhverja steypu um að við eigum að vera „ríkasta þjóð í heimi". Við þurfum ekki einu sinni að vera eitthvað „í heimi". Það þarf bara að hamra á góðu gildunum. Jafnræðinu. Að við séum í þessu saman. Að þjóðfélagið sé metið út frá því hvernig sá aumasti hefur það, ekki sá sterkasti. Einn fyrir alla, allir fyrir einn!" Hei, rólegur á framboðsræðunni," sagði kunninginn og glotti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Ég hitti kunningja í sturtunni. Við þurrkuðum fagurlega skapaða líkama okkar og ræddum um (bætið við hryllingsáhrifamúsik í huganum) Ástandið. Maður var svaka áhugasamur fyrst og lá yfir öllum fréttatímum, sagði kunninginn, „en svo núna veigrar maður sér við að hafa kveikt á fréttunum. Fólk er alveg að missa sig í svartnættinu. Ekkert nema drungi og vonleysi. Maður vill bara vernda fjölskylduna sína fyrir þessu. Maður býður ekki krökkunum upp á kreppu allan sólarhringinn." Já, það hefur orðið algjör viðsnúningur," sagði ég. „Þjóðin er eins og geðhvarfasjúklingur. Fyrir stuttu var allt æðislegt. Bankar skiluðu skrilljón í hagnað á fyrsta ársfjórðungi, hús sem enginn myndi nota þutu upp um allt land, allir sáu framtíð sína í rósrauðum bjarma, en núna er allt í steik og fólk voða ánægt með launalækkun bara ef það heldur vinnunni. Af hverju þarf alltaf allt að vera annaðhvort í ökkla eða eyra hérna?" Óskiljanlegt," sagði kunninginn. „Hvernig væri að ná bara einhverjum jöfnum og góðum dampi?" bætti ég við. „Ég skil ekki hvernig við höfum getað fokkað málum okkar svona gjörsamlega upp. Ég meina, örfáar hræður á skeri fullu af náttúruauðlindum og meintri snilld fólksins, en samt erum við með allt niðrum okkur." Mmm-hmm," sagði kunninginn, sem var farinn að raka sig. Ég elti hann að vaskinum og hélt áfram að mala. „Fyrir nokkrum árum þegar Steingrímur Joð var með eitthvert stjórnarandstöðu svartsýnisraus á Alþingi skammaði Davíð Oddsson hann. Spurði hvort hann ætlaði að bera ábyrgð á því að „tala góðærið niður". Þá mátti ekki blása á spilaborgina." Æi, Davíð. Gimmí a breik," sagði kunninginn. „Já já," sagði ég. „En þetta er samt alveg satt sem karlinn sagði um að það vantaði einhvern til að blása þjóðinni stuði í brjóst. Og ekki með úreltu gildunum. Þjóðin var montin, gráðug og heimsk. Það þarf ný gildi. Ný markmið. Ekki einhverja steypu um að við eigum að vera „ríkasta þjóð í heimi". Við þurfum ekki einu sinni að vera eitthvað „í heimi". Það þarf bara að hamra á góðu gildunum. Jafnræðinu. Að við séum í þessu saman. Að þjóðfélagið sé metið út frá því hvernig sá aumasti hefur það, ekki sá sterkasti. Einn fyrir alla, allir fyrir einn!" Hei, rólegur á framboðsræðunni," sagði kunninginn og glotti.