Lögreglumál Mönnunum sleppt úr haldi: Ekki grunur um morð Mennirnir tveir sem handteknir voru um helgina grunaðir um að hafa orðið konu á sextugsaldri að bana hefur verið sleppt úr haldi. Niðurstaða réttarmeinafræðings er sú að áverkar sem voru á hinni látnu hafi ekki leitt til andláts hennar. Innlent 10.10.2022 20:23 Aldrei fleiri alvarleg ofbeldisbrot Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Innlent 10.10.2022 19:38 Tekinn á 137 kílómetra hraða á Sæbraut Ökumaður var tekinn á 137 kílómetra á Sæbraut í dag og sviptur ökuréttindum á staðnum. Leyfilegur hámarkshraði á Sæbraut eru 60 kílómetrar á klukkustund. Innlent 10.10.2022 19:23 Hafði lögguna undir sem sagðist viss um að hann hefði verið í símanum Karlmaður sem sakaður var um að hafa talað í símann við akstur hafði lögreglu undir í héraðsdómi sem kveðinn var upp fyrir helgi. Lögreglunni tókst ekki að sýna fram á að hann hafi notað símann við akstur, gegn eindreginni neitun ökumannsins, og var hann því sýknaður. Innlent 10.10.2022 18:04 Höfuðið fannst fyrir tilviljun í heimahúsi Höfuð brjóstmyndar skáldsins Þorsteins Valdimarssonar, sem hvarf úr Hallormsstaðaskógi í sumar er komið í leitirnar. Lögregla fann höfuðið fyrir tilviljun í heimahúsi á Egilsstöðum. Innlent 10.10.2022 17:31 Flissaði í fyrstu áður en hún áttaði sig á alvarleika málsins Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa tekið því alvarlega til að byrja með þegar henni voru sýnd samskipti manna á samskiptaforriti sem hótuðu að drepa hana „einn daginn“. Innlent 10.10.2022 16:58 „Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. Innlent 10.10.2022 16:34 Ung hetja kom í veg fyrir að fleiri létust í harmleiknum á Ólafsfirði Telja má líklegt að rúmlega tvítugur karlmaður hafi komið í veg fyrir að karlmanni á fertugsaldri blæddi út af sárum sem hann hlaut í heimahúsi á Ólafsfirði fyrir viku. Karlmaðurinn ungi var fyrir tilviljun á rúntinum með vinkonu sinni umrædda nótt þegar óskað var eftir aðstoð hans. Innlent 10.10.2022 14:01 Styttu varðhald beggja manna um tæpa viku Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur karlmönnum sem lögregla grunar um skipulagningu hryðjuverka. Von er á úrskurði réttarins í tilvelli meints samverkamanns. Innlent 10.10.2022 13:49 Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. Innlent 10.10.2022 12:47 Hinir grunuðu og konan þekktust Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri. Innlent 10.10.2022 12:18 Komu í veg fyrir tjón á Djúpavogi Lögreglan á Austurlandi og björgunarsveitir fóru í útkall á Djúpavogi í gær þar sem stefndi í skemmdir á íbúðarhúsnæði sökum foks. Málið var afgreitt hratt og vel og náðist að koma í veg fyrir tjón. Innlent 10.10.2022 09:59 Gekk berserksgang og reyndi að kveikja í íbúð annars manns Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók mann sem hafði valdið töluverðu tjóni í íbúð annars manns og kastað til og skemmt innanstokksmuni. Innlent 10.10.2022 06:13 Tveir karlar grunaðir um að hafa orðið konu á sextugsaldri að bana Tveir karlar á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglu vegna gruns um manndráp í Laugardalnum í Reykjavík. Hin látna er kona á sextugsaldri. Innlent 9.10.2022 21:50 Handtekinn fyrir framan fimmtán ára son sinn: „Þetta var ekki rétt“ Leigusali karlmanns sem var handtekinn fyrir að skjóta hest með boga var handtekinn fyrir framan fimmtán ára son sinn í aðgerðum sérsveitarinnar á aðfararnótt laugardags. Feðgarnir gagnrýna vinnubrögð lögreglu en þeir þurftu báðir að dvelja á lögreglustöðinni á Selfossi langt fram á nótt. Innlent 9.10.2022 20:55 Telst ekki eðlilegt í dag að beðið var í margar vikur með skýrslutökur í Óshlíðarmálinu Réttarlæknir hefur skilað skýrslu um niðurstöður krufningar á líki manns sem fórst í bílveltu í Óshlíð árið 1973. Jarðneskar leifar hans voru grafnar upp af lögreglu í maímánuði eftir að ósk um endurupptöku barst frá fjölskyldu hans. Innlent 9.10.2022 14:20 Líkfundur á Gróttu Lík fannst í fjörunni við Gróttu á Seltjarnarnesi á ellefta tímanum í dag. Vakthafandi lögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Gangandi vegfarendur sem komu auga á líkið höfðu samband við lögreglu. Innlent 9.10.2022 12:03 Afþakkaði aðstoð lögreglu eftir líkamsárás Maður sem ráðist var á í miðborg Reykjavíkur laust fyrir klukkan eitt í nótt afþakkaði aðstoð lögreglu og sjúkraliðs. Líkamsárásin var talin minniháttar af lögreglu. Innlent 9.10.2022 07:13 Vaknaði við innbrotsþjófa sem hlupu á brott Íbúi í Hafnarfirði vaknaði við innbrotsþjófa í morgun en þeir höfðu farið inn um ólæstar dyr á húsi hans. Íbúinn kallaði að þjófunum tveimur sem hlupu út og skildu eftir hluti sem þeir eru taldir hafa ætlað að stela úr íbúðinni. Mennirnir voru á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang. Innlent 8.10.2022 17:20 Róleg nótt að baki hjá lögreglunni Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má dagbók hennar í morgun. Þegar dagbókarfærslan barst klukkan fimm höfðu aðeins þrjátíu og þrjú mál verið skráð frá miðnætti en níutíu í heildina frá klukkan fimm síðdegis í gær. Innlent 8.10.2022 07:12 Eiginkona mannsins sem stunginn var til bana laus úr haldi Einn sakborninga í máli manns sem var stunginn til bana á Ólafsfirði á mánudag var sleppt úr haldi lögreglu í dag. Innlent 7.10.2022 18:37 Tilkynntu tölvuleikjaspilara til lögreglu Í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um öskur og læti frá íbúð í Kópavogi. Lögregla mætti á vettvang en í ljós kom að öskrin komu frá manni sem var að spila tölvuleiki. Hann lofaði lögreglu að róa sig niður. Innlent 7.10.2022 06:24 Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum. Innlent 6.10.2022 16:47 Fallist á kröfu um einangrun yfir hinum manninum líka Héraðsdómur Reykjavíkur féllst nú síðdegis á kröfu héraðssaksóknara um tveggja vikna áframhaldandi einangrun í tilfelli karlmanns á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um skipulagningu hryðjuverkaárásar. Héraðssaksóknari segir rannsókn miða ágætlega. Innlent 6.10.2022 15:55 Fallist á kröfu um áframhaldandi einangrun Karlmaður á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi var á tólfta tímanum úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun til tveggja vikna. Innlent 6.10.2022 12:04 Óska eftir vitnum að umferðarslysi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á í gærmorgun. Ökumönnum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa er slysið varð. Innlent 6.10.2022 10:31 Vildi fá greitt fyrir óumbeðna heimsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna manns sem var að sparka í rúður og hurðir í miðborg Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu, þar sem fjallað er um verkefni lögreglu í gærkvöldi og í nótt, segir að hann hafi verið handtekinn fyrir eignarspjöll og vistaður í fangageymslu lögreglu. Innlent 6.10.2022 06:14 Ákærður vegna skotárásarinnar við Miðvang Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna skotárásar við Miðvang í Hafnarfirði í lok júní. Tveir brotaþolar í málinu krefjast átta milljóna króna í miskabætur. Innlent 5.10.2022 21:25 Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir mönnunum tveimur Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem eru í varðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á meintri skipulagningu hryðjuverka. Innlent 5.10.2022 11:55 Fjórtán ára flúði lögreglu á ofsahraða á Holtavörðuheiði Fjórtán ára unglingur er grunaður um að hafa ekið á ofsahraða yfir Holtavörðuheiði á föstudag. Málið var tilkynnt til barnaverndar. Innlent 5.10.2022 10:16 « ‹ 98 99 100 101 102 103 104 105 106 … 279 ›
Mönnunum sleppt úr haldi: Ekki grunur um morð Mennirnir tveir sem handteknir voru um helgina grunaðir um að hafa orðið konu á sextugsaldri að bana hefur verið sleppt úr haldi. Niðurstaða réttarmeinafræðings er sú að áverkar sem voru á hinni látnu hafi ekki leitt til andláts hennar. Innlent 10.10.2022 20:23
Aldrei fleiri alvarleg ofbeldisbrot Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Innlent 10.10.2022 19:38
Tekinn á 137 kílómetra hraða á Sæbraut Ökumaður var tekinn á 137 kílómetra á Sæbraut í dag og sviptur ökuréttindum á staðnum. Leyfilegur hámarkshraði á Sæbraut eru 60 kílómetrar á klukkustund. Innlent 10.10.2022 19:23
Hafði lögguna undir sem sagðist viss um að hann hefði verið í símanum Karlmaður sem sakaður var um að hafa talað í símann við akstur hafði lögreglu undir í héraðsdómi sem kveðinn var upp fyrir helgi. Lögreglunni tókst ekki að sýna fram á að hann hafi notað símann við akstur, gegn eindreginni neitun ökumannsins, og var hann því sýknaður. Innlent 10.10.2022 18:04
Höfuðið fannst fyrir tilviljun í heimahúsi Höfuð brjóstmyndar skáldsins Þorsteins Valdimarssonar, sem hvarf úr Hallormsstaðaskógi í sumar er komið í leitirnar. Lögregla fann höfuðið fyrir tilviljun í heimahúsi á Egilsstöðum. Innlent 10.10.2022 17:31
Flissaði í fyrstu áður en hún áttaði sig á alvarleika málsins Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa tekið því alvarlega til að byrja með þegar henni voru sýnd samskipti manna á samskiptaforriti sem hótuðu að drepa hana „einn daginn“. Innlent 10.10.2022 16:58
„Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. Innlent 10.10.2022 16:34
Ung hetja kom í veg fyrir að fleiri létust í harmleiknum á Ólafsfirði Telja má líklegt að rúmlega tvítugur karlmaður hafi komið í veg fyrir að karlmanni á fertugsaldri blæddi út af sárum sem hann hlaut í heimahúsi á Ólafsfirði fyrir viku. Karlmaðurinn ungi var fyrir tilviljun á rúntinum með vinkonu sinni umrædda nótt þegar óskað var eftir aðstoð hans. Innlent 10.10.2022 14:01
Styttu varðhald beggja manna um tæpa viku Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur karlmönnum sem lögregla grunar um skipulagningu hryðjuverka. Von er á úrskurði réttarins í tilvelli meints samverkamanns. Innlent 10.10.2022 13:49
Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. Innlent 10.10.2022 12:47
Hinir grunuðu og konan þekktust Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri. Innlent 10.10.2022 12:18
Komu í veg fyrir tjón á Djúpavogi Lögreglan á Austurlandi og björgunarsveitir fóru í útkall á Djúpavogi í gær þar sem stefndi í skemmdir á íbúðarhúsnæði sökum foks. Málið var afgreitt hratt og vel og náðist að koma í veg fyrir tjón. Innlent 10.10.2022 09:59
Gekk berserksgang og reyndi að kveikja í íbúð annars manns Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók mann sem hafði valdið töluverðu tjóni í íbúð annars manns og kastað til og skemmt innanstokksmuni. Innlent 10.10.2022 06:13
Tveir karlar grunaðir um að hafa orðið konu á sextugsaldri að bana Tveir karlar á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglu vegna gruns um manndráp í Laugardalnum í Reykjavík. Hin látna er kona á sextugsaldri. Innlent 9.10.2022 21:50
Handtekinn fyrir framan fimmtán ára son sinn: „Þetta var ekki rétt“ Leigusali karlmanns sem var handtekinn fyrir að skjóta hest með boga var handtekinn fyrir framan fimmtán ára son sinn í aðgerðum sérsveitarinnar á aðfararnótt laugardags. Feðgarnir gagnrýna vinnubrögð lögreglu en þeir þurftu báðir að dvelja á lögreglustöðinni á Selfossi langt fram á nótt. Innlent 9.10.2022 20:55
Telst ekki eðlilegt í dag að beðið var í margar vikur með skýrslutökur í Óshlíðarmálinu Réttarlæknir hefur skilað skýrslu um niðurstöður krufningar á líki manns sem fórst í bílveltu í Óshlíð árið 1973. Jarðneskar leifar hans voru grafnar upp af lögreglu í maímánuði eftir að ósk um endurupptöku barst frá fjölskyldu hans. Innlent 9.10.2022 14:20
Líkfundur á Gróttu Lík fannst í fjörunni við Gróttu á Seltjarnarnesi á ellefta tímanum í dag. Vakthafandi lögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Gangandi vegfarendur sem komu auga á líkið höfðu samband við lögreglu. Innlent 9.10.2022 12:03
Afþakkaði aðstoð lögreglu eftir líkamsárás Maður sem ráðist var á í miðborg Reykjavíkur laust fyrir klukkan eitt í nótt afþakkaði aðstoð lögreglu og sjúkraliðs. Líkamsárásin var talin minniháttar af lögreglu. Innlent 9.10.2022 07:13
Vaknaði við innbrotsþjófa sem hlupu á brott Íbúi í Hafnarfirði vaknaði við innbrotsþjófa í morgun en þeir höfðu farið inn um ólæstar dyr á húsi hans. Íbúinn kallaði að þjófunum tveimur sem hlupu út og skildu eftir hluti sem þeir eru taldir hafa ætlað að stela úr íbúðinni. Mennirnir voru á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang. Innlent 8.10.2022 17:20
Róleg nótt að baki hjá lögreglunni Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má dagbók hennar í morgun. Þegar dagbókarfærslan barst klukkan fimm höfðu aðeins þrjátíu og þrjú mál verið skráð frá miðnætti en níutíu í heildina frá klukkan fimm síðdegis í gær. Innlent 8.10.2022 07:12
Eiginkona mannsins sem stunginn var til bana laus úr haldi Einn sakborninga í máli manns sem var stunginn til bana á Ólafsfirði á mánudag var sleppt úr haldi lögreglu í dag. Innlent 7.10.2022 18:37
Tilkynntu tölvuleikjaspilara til lögreglu Í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um öskur og læti frá íbúð í Kópavogi. Lögregla mætti á vettvang en í ljós kom að öskrin komu frá manni sem var að spila tölvuleiki. Hann lofaði lögreglu að róa sig niður. Innlent 7.10.2022 06:24
Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum. Innlent 6.10.2022 16:47
Fallist á kröfu um einangrun yfir hinum manninum líka Héraðsdómur Reykjavíkur féllst nú síðdegis á kröfu héraðssaksóknara um tveggja vikna áframhaldandi einangrun í tilfelli karlmanns á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um skipulagningu hryðjuverkaárásar. Héraðssaksóknari segir rannsókn miða ágætlega. Innlent 6.10.2022 15:55
Fallist á kröfu um áframhaldandi einangrun Karlmaður á þrítugsaldri sem lögreglu grunar um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi var á tólfta tímanum úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun til tveggja vikna. Innlent 6.10.2022 12:04
Óska eftir vitnum að umferðarslysi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á í gærmorgun. Ökumönnum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa er slysið varð. Innlent 6.10.2022 10:31
Vildi fá greitt fyrir óumbeðna heimsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna manns sem var að sparka í rúður og hurðir í miðborg Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu, þar sem fjallað er um verkefni lögreglu í gærkvöldi og í nótt, segir að hann hafi verið handtekinn fyrir eignarspjöll og vistaður í fangageymslu lögreglu. Innlent 6.10.2022 06:14
Ákærður vegna skotárásarinnar við Miðvang Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna skotárásar við Miðvang í Hafnarfirði í lok júní. Tveir brotaþolar í málinu krefjast átta milljóna króna í miskabætur. Innlent 5.10.2022 21:25
Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir mönnunum tveimur Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem eru í varðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á meintri skipulagningu hryðjuverka. Innlent 5.10.2022 11:55
Fjórtán ára flúði lögreglu á ofsahraða á Holtavörðuheiði Fjórtán ára unglingur er grunaður um að hafa ekið á ofsahraða yfir Holtavörðuheiði á föstudag. Málið var tilkynnt til barnaverndar. Innlent 5.10.2022 10:16