„Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. október 2022 16:34 Tveir menn á þrítugsaldri voru handteknir fyrir þremur vikum grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Við húsleit fundust tugir skotvopna en hluti þeirra hafði verið prentaður með svonefndum þrívíddarprentara sem lögregla lagði einnig hald á. Nöfn þriggja Pírata eru sögð hafa verði látin falla í samtali mannanna tveggja í miður geðslegu samhengi. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. RÚV hefur heimildir fyrir því að Helgi Hrafn hafi verið boðaður í viðtal og Smári staðfestir í samtali við miðilinn að hann hafi einnig verið boðaður. Björn Leví staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hafi á miðvikudag í síðustu viku verið boðaður í skýrslutöku til að lesa skilaboð sem tveir menn, sem nú sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins, sendu sín á milli. „Þar sem mér voru sýnd samskipti milli tveggja aðila þar sem nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa,“ segir Björn Leví í samtali við fréttastofu. Hann bætir við að spjall mannanna hafi verið „samfélagsmiðlalegt“ og að hann hafi ekki skynjað mikla alvöru á bakvið ummælin. Af lestri skilaboðanna að dæma hafi þeir frekar haft ummælin í flimtingum. Björn Leví útskýrir að tilefni spjalls mannanna tveggja hafi verið ljósmynd meðal annars af manni úti í búð sem þeir hafi talið að væri af Birni sem var síðan ekki raunin. „Þeir virtust ekki einu sinni þekkja fólkið sem þeir töluðu um í sjón, sem er alveg merkilegt út af fyrir sig. Alvarleikinn í kringum það var kannski ekki eins mikill og maður myndi kannski halda. Maður getur í það minnsta ekki tekið þetta eins alvarlega þegar þeir vita ekki einu sinni hver er hvað. Þetta voru svona almennari ummæli, það er allavega tilfinningin sem maður fékk en að sjálfsögðu slær þetta mann.“ Alvarleikinn blasi við þegar ummæli sem þessi séu látin falla af mönnum sem hafi verið að sanka að sér skotvopnum. „Auðvitað hefur þetta áhrif á mann og það er mjög slæmt þegar maður reynir að telja sér trú um að maður sé að standa fyrir einmitt mannréttindum og borgararéttinum og að hjálpa til við það að allir hafi það gott og hafi ofan í sig og á. Maður reynir að vera hugrakkur og standa gegn ofríki og rasisma þá er lausnin að hóta manni ofbeldi? Þá er erfiðara að vera hugrakkur.“ Björn Leví segir að við sem samfélag þurfum nú að hugsa um leiðir til að fyrirbyggja að svona nokkuð geti gerst og að passa upp á að skilja engan eftir í samfélaginu. Nú þurfi að spyrja mikilvægra spurninga. „Hvers vegna fólk leiðist út í ofbeldi sem svar við einhverju? Það er aldrei eitthvað sem á að vera valmöguleiki. Við verðum að svara því og mennta okkur. Um leið og við erum farin að hugsa um ofbeldi sem einhvers konar lausn við einhverju sem við skynjum sem vandamál, þá er það vandamálið og þá þurfum við að leita okkur hjálpar.“ Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir báðum mönnunum og úrskurðaði um eins vikna varðhald og einangrun. Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Píratar Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Styttu varðhald beggja manna um tæpa viku Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur karlmönnum sem lögregla grunar um skipulagningu hryðjuverka. Von er á úrskurði réttarins í tilvelli meints samverkamanns. 10. október 2022 13:49 Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
RÚV hefur heimildir fyrir því að Helgi Hrafn hafi verið boðaður í viðtal og Smári staðfestir í samtali við miðilinn að hann hafi einnig verið boðaður. Björn Leví staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hafi á miðvikudag í síðustu viku verið boðaður í skýrslutöku til að lesa skilaboð sem tveir menn, sem nú sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins, sendu sín á milli. „Þar sem mér voru sýnd samskipti milli tveggja aðila þar sem nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa,“ segir Björn Leví í samtali við fréttastofu. Hann bætir við að spjall mannanna hafi verið „samfélagsmiðlalegt“ og að hann hafi ekki skynjað mikla alvöru á bakvið ummælin. Af lestri skilaboðanna að dæma hafi þeir frekar haft ummælin í flimtingum. Björn Leví útskýrir að tilefni spjalls mannanna tveggja hafi verið ljósmynd meðal annars af manni úti í búð sem þeir hafi talið að væri af Birni sem var síðan ekki raunin. „Þeir virtust ekki einu sinni þekkja fólkið sem þeir töluðu um í sjón, sem er alveg merkilegt út af fyrir sig. Alvarleikinn í kringum það var kannski ekki eins mikill og maður myndi kannski halda. Maður getur í það minnsta ekki tekið þetta eins alvarlega þegar þeir vita ekki einu sinni hver er hvað. Þetta voru svona almennari ummæli, það er allavega tilfinningin sem maður fékk en að sjálfsögðu slær þetta mann.“ Alvarleikinn blasi við þegar ummæli sem þessi séu látin falla af mönnum sem hafi verið að sanka að sér skotvopnum. „Auðvitað hefur þetta áhrif á mann og það er mjög slæmt þegar maður reynir að telja sér trú um að maður sé að standa fyrir einmitt mannréttindum og borgararéttinum og að hjálpa til við það að allir hafi það gott og hafi ofan í sig og á. Maður reynir að vera hugrakkur og standa gegn ofríki og rasisma þá er lausnin að hóta manni ofbeldi? Þá er erfiðara að vera hugrakkur.“ Björn Leví segir að við sem samfélag þurfum nú að hugsa um leiðir til að fyrirbyggja að svona nokkuð geti gerst og að passa upp á að skilja engan eftir í samfélaginu. Nú þurfi að spyrja mikilvægra spurninga. „Hvers vegna fólk leiðist út í ofbeldi sem svar við einhverju? Það er aldrei eitthvað sem á að vera valmöguleiki. Við verðum að svara því og mennta okkur. Um leið og við erum farin að hugsa um ofbeldi sem einhvers konar lausn við einhverju sem við skynjum sem vandamál, þá er það vandamálið og þá þurfum við að leita okkur hjálpar.“ Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir báðum mönnunum og úrskurðaði um eins vikna varðhald og einangrun.
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Píratar Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Styttu varðhald beggja manna um tæpa viku Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur karlmönnum sem lögregla grunar um skipulagningu hryðjuverka. Von er á úrskurði réttarins í tilvelli meints samverkamanns. 10. október 2022 13:49 Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Styttu varðhald beggja manna um tæpa viku Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur karlmönnum sem lögregla grunar um skipulagningu hryðjuverka. Von er á úrskurði réttarins í tilvelli meints samverkamanns. 10. október 2022 13:49
Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47