Lögreglumál

Fréttamynd

Sautján ára tekinn á 140 kílómetra hraða

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði sautján ára ökumann á Hafnarfjarðarvegi í gær. Hraði ökumannsins mældist 140 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetra hraði á klukkustund. Foreldrar ökumannsins voru látnir vita auk Barnaverndar.

Innlent
Fréttamynd

Börn á íþróttaæfingu áreitt tvo daga í röð

Um klukkan 17.30 í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að maður væri að áreita krakka sem voru á íþróttaæfingu. Var hann farinn þegar lögreglu bar að en sams konar tilkynning barst einnig í fyrradag.

Innlent
Fréttamynd

Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot

Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. 

Innlent
Fréttamynd

Hand­tekinn þegar hann sneri aftur á vett­vang glæpsins

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í dag tilkynningu um þjófnað og eignaspjöll á hóteli í Reykjavík. Fram kemur í dagbók lögreglu að legið hafi fyrir hver var þar að verki, en viðkomandi hafi verið farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Innlent
Fréttamynd

Tólf ára stúlkan fundin

Tólf ára gömul stúlka sem Lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir á Facebook fyrir stuttu er fundin og komin heim til sín. 

Innlent
Fréttamynd

Ástandið sagt stigmagnast í miðbænum

Því lengur sem opið er inn í nóttina því verra verður ástandið, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Fimm líkamsárásarmál eru til rannsóknar hjá lögreglunni eftir afar erilsama nótt. 

Innlent
Fréttamynd

Stöðvuðu hópslags­mál á veitinga­stað

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að skerast í leikinn á veitingastað í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um hópslagsmál. Þar tókust á um átta til tíu manns, en engan sakaði og lögregla leysti málið á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Pól­verji í átján ára út­­legð frá Ís­landi

Pólskum manni hefur verið meinuð endurkoma til Íslands næstu átján ár. Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis nýverið. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu.

Innlent
Fréttamynd

Tvær líkamsárásir og þrenn hópslagsmál í nótt

Tilkynnt var um tvær líkamsárásir og þrenn hópslagsmál til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Talsverður erill var hjá lögreglu í nótt og mikið um tilkynningar sem snerust að ölvunarlátum í miðbæ Reykjavíkur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Innlent
Fréttamynd

Skotvopnið var eftirlíking af MP5 vélbyssu

Skotvopnið sem lögregla lagði hald á við Síðumúla í dag reyndist vera eftirlíking af vélbyssu. Maðurinn sem var handtekinn vegna málsins er hins vegar ekki grunaður um refsivert athæfi og er laus úr haldi.

Innlent
Fréttamynd

Hættustigi aflétt í Útkinn

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra hefur ákveðið að aflétta hættustigi sem verið hefur í gildi í Útkinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu.

Innlent
Fréttamynd

Fundu mikið magn kannabisefna í geymslu

Lögreglan á Suðurnesjum fann mikið magn kannabisefna í geymslu íbúðarhúss í umdæmi lögreglunnar í vikunni. Efnin fundust þegar húsleit var gerð að fenginni heimild en einnig fundust í geymslunni tól sem notuð eru til fíkniefnasölu.

Innlent
Fréttamynd

Kona handtekin fyrir að hrækja á lögreglumann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti margskonar verkefnum í gærkvöldi og nótt. Sex voru vistaðir í fangageymslum vegna rannsóknar ýmissa mála og þá var kona handtekinn fyrir að hafa hrækt á lögreglumann.

Innlent
Fréttamynd

Aðstæður erfiðar á vettvangi rútuslyssins og búið að loka veginum

Átta farþegar smárútu sem fór út af vegi og valt við Dyrhólaey á Suðurlandi eru komnir í skjól á Volcano Hotel skammt frá vettvangi. Þrír eru taldir slasaðir en ekkert er um alvarleg meiðsli. Búið er að loka fyrir umferð um Suðurlandsveg milli Seljalandsfoss og Víkur vegna slæms veðurs.

Innlent