Innlent

Áfram í gæsluvarðhaldi og rannsókn langt komin

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá vettvangi á Egilsstöðum í ágúst.
Frá vettvangi á Egilsstöðum í ágúst. Guðmundur Hjalti Stefánsson

Rannsókn á meintum brotum karlmanns sem lögreglumenn skutu á Egilsstöðum í ágúst er langt á veg komin. Maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald í síðustu viku.

Lögreglumenn skutu karlmanninn í kviðinn eftir að hann hafði skotið að húsum í Dalseli á Egilsstöðum 26. ágúst. Hann er grunaður um tilraun til manndráps, brot gegn valdstjórninni, líkamsárás, hótanir, almannahættubrot og brot gegn vopna- og barnaverndarlögum.

Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir að rannsókn málsins sé langt komin. Enn sé þó beðið niðurstaðna úr tæknirannsókn. Maðurinn hafi verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í síðustu viku.

Þegar maðurinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald í ágúst var það á grundvelli rannsóknarhagsmuna og til að verja aðra fyrir árásum hans




Fleiri fréttir

Sjá meira


×