Sá grunaði kom hins vegar aftur á hótelið stuttu síðar, þar sem hann var handtekinn af lögreglu. Að svo búnu var hann færður á lögreglustöð og tekin af honum skýrsla, áður en honum var sleppt á nýjan leik.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu um bókuð mál frá klukkan fimm í morgun til fimm nú síðdegis.
Þá hafði lögregla afskipti af ökumanni sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við nánari athugun kom svo í ljós að bifreiðin sem viðkomandi ók var stolin. Ökumaðurinn og farþegi hans voru handteknir og vistaðir í fangaklefa.