Telja ekki að brunann í Hafnarfirði hafi borið að með saknæmum hætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. október 2021 11:03 Tæknideild lögreglunnar var að störfum á vettvangi í morgun. Vísir/Vilhelm Kona á sjötugsaldri lést í eldsvoða í miðbæ Hafnarfjarðar í nótt. Eldur kom upp í íbúð hennar rétt fyrir klukkan tvö í nótt og gerðu nágrannar, sem urðu varir við reyklykt, slökkviliði viðvart. Tveir dælubílar slökkviliðs voru kallaðir út og talsvert lögreglulið en greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn Rúnars Helgasonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það var ekki mikill eldur þegar slökkvilið kom á staðinn en það voru ákveðnar vísbendingar um að hann hafi verið búinn að krauma þarna í einhvern tíma,“ segir Rúnar í samtali við fréttastofu. Eldurinn kom upp í íbúð á miðhæð hússins en barst ekki í aðliggjandi íbúðir.vísir/vilhelm Konan var ein í íbúð sinni en nágrannar hennar voru heima sem tilkynntu eldinn. Talsverður reykur var í íbúðinni en að sögn Rúnars barst hann ekki mikið í aðliggjandi íbúðir. „Það kom smávægilegur reykur inn í aðrar íbúðir en það var ekki mikið.“ En var mikill reykur inni í íbúðinni sem eldurinn kviknaði í? „Já, það var töluverður reykur þar inni,“ segir Rúnar. Málið er nú til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu og tæknideild lögreglu. Að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild, er óvíst hvernig eldurinn kviknaði og hvernig konan lést. Það muni ekki liggja fyrir fyrr en niðurstaða krufningar berist, sem geti tekið nokkra mánuði. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin, segir ólíklegt að brunann í Hafnarfirði hafi borið að með saknæmum hætti. Kona á sjötugsaldri lést í brunanum. Vísir/Egill „Það er of snemmt að draga einhverjar ályktanir um það eins og er núna. Við erum bara með tæknideildinni að rannsaka vettvang, tala við vitni og ættingja og svona mynda okkur.. en við teljum ekki hins vegar að þetta hafi borið að með saknæmum hætti,“ segir Margeir. Tekið gæti nokkra mánuði að komast að dánarorsök konunnar. „Það er bara krufningin sem leiðir það í ljós sem liggur fyrir á síðari stigum. En það má alveg draga ályktun af því sem gerist að það hafi verið reykeitrun en þetta er bara eitthvað sem krufningsskýrsla kemur til með að skýra út.“ Starfsfólk Rauða krossins veitti sálrænan stuðning á vettvangi og aðstoðaði tvær fjölskyldur við að finna gistingu. Lögreglumál Slökkvilið Hafnarfjörður Tengdar fréttir Kona lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt Kona á sjötugsaldri lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt. 14. október 2021 06:44 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Tveir dælubílar slökkviliðs voru kallaðir út og talsvert lögreglulið en greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn Rúnars Helgasonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það var ekki mikill eldur þegar slökkvilið kom á staðinn en það voru ákveðnar vísbendingar um að hann hafi verið búinn að krauma þarna í einhvern tíma,“ segir Rúnar í samtali við fréttastofu. Eldurinn kom upp í íbúð á miðhæð hússins en barst ekki í aðliggjandi íbúðir.vísir/vilhelm Konan var ein í íbúð sinni en nágrannar hennar voru heima sem tilkynntu eldinn. Talsverður reykur var í íbúðinni en að sögn Rúnars barst hann ekki mikið í aðliggjandi íbúðir. „Það kom smávægilegur reykur inn í aðrar íbúðir en það var ekki mikið.“ En var mikill reykur inni í íbúðinni sem eldurinn kviknaði í? „Já, það var töluverður reykur þar inni,“ segir Rúnar. Málið er nú til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu og tæknideild lögreglu. Að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild, er óvíst hvernig eldurinn kviknaði og hvernig konan lést. Það muni ekki liggja fyrir fyrr en niðurstaða krufningar berist, sem geti tekið nokkra mánuði. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin, segir ólíklegt að brunann í Hafnarfirði hafi borið að með saknæmum hætti. Kona á sjötugsaldri lést í brunanum. Vísir/Egill „Það er of snemmt að draga einhverjar ályktanir um það eins og er núna. Við erum bara með tæknideildinni að rannsaka vettvang, tala við vitni og ættingja og svona mynda okkur.. en við teljum ekki hins vegar að þetta hafi borið að með saknæmum hætti,“ segir Margeir. Tekið gæti nokkra mánuði að komast að dánarorsök konunnar. „Það er bara krufningin sem leiðir það í ljós sem liggur fyrir á síðari stigum. En það má alveg draga ályktun af því sem gerist að það hafi verið reykeitrun en þetta er bara eitthvað sem krufningsskýrsla kemur til með að skýra út.“ Starfsfólk Rauða krossins veitti sálrænan stuðning á vettvangi og aðstoðaði tvær fjölskyldur við að finna gistingu.
Lögreglumál Slökkvilið Hafnarfjörður Tengdar fréttir Kona lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt Kona á sjötugsaldri lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt. 14. október 2021 06:44 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Kona lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt Kona á sjötugsaldri lést í eldsvoða í Hafnarfirði í nótt. 14. október 2021 06:44