Lögreglumál

Fréttamynd

Beltislaus í framsætinu með sjö mánaða barn í fanginu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið um kvöldmatarleytið í gærkvöldi þar sem farþegi í framsæti hélt á ungabarni í fanginu. Þar voru á ferð foreldrar með sjö mánaða gamalt barn, sem þau sögðu hafa grátið mikið í bílstól sínum.

Innlent
Fréttamynd

Telja sig vita hver hlut­deildar­maðurinn er

Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu og eru fjórtán aðilar með réttarstöðu sakbornings. Rannsókn lögreglu snýr einnig að mögulegum hefndaraðgerðum gegn þeim sem liggja undir grun í málinu. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð.

Innlent
Fréttamynd

Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu

Einstaklingur í haldi hefur játað að hafa banað fertugum albönskum karlmanni þann 13. febrúar síðastliðinn. Lögregla telur játninguna passa við gögn og kenningar lögreglu. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu eftir hádegið. 

Innlent
Fréttamynd

Sau­tján ára á 123 kíló­metra hraða

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði um klukkan 22 í gærkvöldi ökumann í hverfi 105 þar sem hann ók á 123 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraðinn er 80.

Innlent
Fréttamynd

Gossvæðinu lokað í kvöld

Svæðinu við eldgosið í Geldingadal hefur verið lokað í kvöld vegna versnandi veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum á níunda tímanum.

Innlent
Fréttamynd

Tveir úrskurðaðir í tíu vikna farbann

Tveir voru úrskurðaðir í tíu vikna farbann í Héraðsdómi Reykjavíkur að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna manndrápsins við Rauðagerði í síðasta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið

Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp.

Innlent
Fréttamynd

Búið að handtaka eltihrellinn

Karlmaður á þrítugsaldri, sem meðal annars er grunaður um frelsissviptingu og ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, var handtekinn í dag. Hann hafði áður verið handtekinn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar 17. mars en sleppt eftir að héraðsdómur féllst ekki á að úrskurða hann í gæsluvarðhald.

Innlent
Fréttamynd

Bílastæðavandi við gönguleiðina: „Þetta er ekki Kringlan“

Björgunarsveitarmaður í svæðisstjórn björgunarsveitanna á Suðurnesjum mælir eindregið með því að fólk fari stikuðu leiðina að gosstöðvunum. Þannig sé best að ná til fólks ef eitthvað kemur upp á. Gríðarlegur bílastæðavandi blasir við í dag en hann biðlar til fólks að vanda sig við að leggja því viðbragðsaðilar verði alltaf að hafa greiða leið.

Innlent
Fréttamynd

Eltihrellirinn ekki gefið sig fram við lögreglu

Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær hefur ekki gefið sig fram við lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Eltihrellirinn í gæsluvarðhald eftir allt saman

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í þriggja og hálfs vikna gæsluvarðhald til 15. apríl. Karlmaðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda

„Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki.

Innlent
Fréttamynd

Tilkynnt um þjófnað á tveimur heimilum á höfuðborgarsvæðinu

Tilkynnt hefur verið um þjófnað á tveimur heimilum í umdæmi lögreglustöðvarinnar á höfuðborgarsvæðinu við Hverfisgötu í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en ekki er tekið fram nákvæmlega um hvaða hverfi er að ræða. Umdæmið nær til miðborgarinnar, austur- og vesturbæjar og Seltjarnarness.

Innlent
Fréttamynd

Sluppu með skrekkinn eftir harðan þriggja bíla árekstur

Nokkuð harður þriggja bíla árekstur varð á mörkum Reykjanesbrautar og Sæbrautar skammt frá Súðavogi síðdegis í dag. Tilkynning barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um klukkan 17:20 í dag en samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni voru tveir aðilar fluttir á slysadeild til aðhlynningar.

Innlent
Fréttamynd

Morðvopnið í Rauðagerðismálinu fundið

Lögregla hefur lagt hald á byssu sem talið er að hafi verið notuð til að bana albönskum karlmanni í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi.

Innlent