Breyttu gönguleiðinni til að forðast gasmökk úr norðaustri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. mars 2021 14:45 Tæplega fimm hundruð manns lögðu leið sína að eldstöðvunum í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Vísir/Vilhelm Í ljósi þess vindur úr norðaustri feykir gasmekki yfir nýstikaða gönguleið að eldstöðvunum í dag hafa viðbragðsaðilar stikað nýja varaleið fyrir þá sem áhugasamir eru um að berja eldgosið augum. Lögreglumaður á Suðurnesjum segir að mögulega verði svæðinu lokað undir kvöld vegna óveðurs en hann biðlar til fólks að hafa í huga að fleiri hættur steðji að en eitraðar gastegundir. Fólk verði að virða nýjar sóttvarnarreglur vegna kórónuveirunnar. Í morgun kvartaði göngufólk yfir óþægindum vegna mengunar á gönguleiðinni að Geldingadal. Hjálmar Hallgrímsson er lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. „Við erum búin að gera breytingu á gönguleiðinni. Hún er nú tekin með fram Borgarfjalli og aðeins vestar og á öðrum stað er farið upp á Fagradalsfjall til þess að vera ekki í beinni línu við reykinn. Þetta voru svona síðustu aðgerðir hjá okkur.“ Stranglega er bannað að vera nærri gígnum. „Við erum með fólk sem sinnir gæslu þarna. Þeir sem eru að labba upp eftir eru beðnir um að hlíða björgunarsveitarfólki og lögreglumönnum og vera á tryggu svæði. Þetta er staðan eins og hún er núna.“ Í kvöld skellur á norðanhvassviðri. Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur rýnir í veðrið. „Það er vaxandi norðan og norðaustanátt á svæðinu og það mun þykkna upp síðdegis. Búast má við því að það fari að snjóa. Í kvöld og í nótt verður norðanhvassviðri með snjókomu og lélegu skyggni. Þá verður ekkert útivistarveður,“ sagði Helga. Hjálmar segir að sökum þessa gæti komið til lokunar í kvöld. Fjölmenni er á svæðinu og bílastæðavandi hefur skapast. Í gær lögðu tæplega fimm þúsund manns leið sína að gosinu samkvæmt talningu Ferðamálstofu. Hjálmar segir að hópsýkingar breska afbrigðisins og nýjar sóttvarnarreglur flæki málin. „Ég vil biðja fólk um að virða tveggja metra regluna þó það sé undir berum himni. Um að virða reglur um hópmyndun og annað. Það sækir að okkur hætta á fleiri stöðum en gasinu. Fólk verður að hafa COVID í huga líka.“ Hópur manna frá neyðarlínunni er á gosstöðvunum og mun í samvinnu við fjarskiptafyrirtækin tryggja fjarskipti á gossvæðinu. Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gasmengun leggur yfir stikuðu gönguleiðina Guðmundur Eyjólfsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ráðleggur fólki að bíða með að leggja af stað í átt að gosstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar sem leggur yfir stikuðu gönguleiðina. 25. mars 2021 06:50 Geta ekki fylgst með hvort sóttkvíarbrjótar sæki gosstöðvarnar heim Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki sérstaklega augun á því hvort fólk sem sækir gosstöðvarnar í Geldingadal heim eigi að vera í sóttkví. 25. mars 2021 06:44 Gasútstreymið „hættuleg og sterk blanda“ lífshættulegra gastegunda „Nú er orðið ljóst að gasútstreymi frá eldstöðvunum er ekkert í líkingu við það sem við höfum séð áður. Þar er einstaklega hættuleg og sterk blanda CO2 og CO, sem eru lífshættuleg gös.“ 25. mars 2021 00:06 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Lögreglumaður á Suðurnesjum segir að mögulega verði svæðinu lokað undir kvöld vegna óveðurs en hann biðlar til fólks að hafa í huga að fleiri hættur steðji að en eitraðar gastegundir. Fólk verði að virða nýjar sóttvarnarreglur vegna kórónuveirunnar. Í morgun kvartaði göngufólk yfir óþægindum vegna mengunar á gönguleiðinni að Geldingadal. Hjálmar Hallgrímsson er lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. „Við erum búin að gera breytingu á gönguleiðinni. Hún er nú tekin með fram Borgarfjalli og aðeins vestar og á öðrum stað er farið upp á Fagradalsfjall til þess að vera ekki í beinni línu við reykinn. Þetta voru svona síðustu aðgerðir hjá okkur.“ Stranglega er bannað að vera nærri gígnum. „Við erum með fólk sem sinnir gæslu þarna. Þeir sem eru að labba upp eftir eru beðnir um að hlíða björgunarsveitarfólki og lögreglumönnum og vera á tryggu svæði. Þetta er staðan eins og hún er núna.“ Í kvöld skellur á norðanhvassviðri. Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur rýnir í veðrið. „Það er vaxandi norðan og norðaustanátt á svæðinu og það mun þykkna upp síðdegis. Búast má við því að það fari að snjóa. Í kvöld og í nótt verður norðanhvassviðri með snjókomu og lélegu skyggni. Þá verður ekkert útivistarveður,“ sagði Helga. Hjálmar segir að sökum þessa gæti komið til lokunar í kvöld. Fjölmenni er á svæðinu og bílastæðavandi hefur skapast. Í gær lögðu tæplega fimm þúsund manns leið sína að gosinu samkvæmt talningu Ferðamálstofu. Hjálmar segir að hópsýkingar breska afbrigðisins og nýjar sóttvarnarreglur flæki málin. „Ég vil biðja fólk um að virða tveggja metra regluna þó það sé undir berum himni. Um að virða reglur um hópmyndun og annað. Það sækir að okkur hætta á fleiri stöðum en gasinu. Fólk verður að hafa COVID í huga líka.“ Hópur manna frá neyðarlínunni er á gosstöðvunum og mun í samvinnu við fjarskiptafyrirtækin tryggja fjarskipti á gossvæðinu.
Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gasmengun leggur yfir stikuðu gönguleiðina Guðmundur Eyjólfsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ráðleggur fólki að bíða með að leggja af stað í átt að gosstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar sem leggur yfir stikuðu gönguleiðina. 25. mars 2021 06:50 Geta ekki fylgst með hvort sóttkvíarbrjótar sæki gosstöðvarnar heim Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki sérstaklega augun á því hvort fólk sem sækir gosstöðvarnar í Geldingadal heim eigi að vera í sóttkví. 25. mars 2021 06:44 Gasútstreymið „hættuleg og sterk blanda“ lífshættulegra gastegunda „Nú er orðið ljóst að gasútstreymi frá eldstöðvunum er ekkert í líkingu við það sem við höfum séð áður. Þar er einstaklega hættuleg og sterk blanda CO2 og CO, sem eru lífshættuleg gös.“ 25. mars 2021 00:06 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Gasmengun leggur yfir stikuðu gönguleiðina Guðmundur Eyjólfsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, ráðleggur fólki að bíða með að leggja af stað í átt að gosstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar sem leggur yfir stikuðu gönguleiðina. 25. mars 2021 06:50
Geta ekki fylgst með hvort sóttkvíarbrjótar sæki gosstöðvarnar heim Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki sérstaklega augun á því hvort fólk sem sækir gosstöðvarnar í Geldingadal heim eigi að vera í sóttkví. 25. mars 2021 06:44
Gasútstreymið „hættuleg og sterk blanda“ lífshættulegra gastegunda „Nú er orðið ljóst að gasútstreymi frá eldstöðvunum er ekkert í líkingu við það sem við höfum séð áður. Þar er einstaklega hættuleg og sterk blanda CO2 og CO, sem eru lífshættuleg gös.“ 25. mars 2021 00:06