Hálka og slæm færð á leið að gosinu: „Mannbroddafæri þarna upp að“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. mars 2021 11:32 Sigvaldi er yfirvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann ítrekar að leiðin að gossvæðinu geti verið erfið yfirferðar. Vísir/Samsett Áætlað er að þúsundir hafi verið saman komnar í gærkvöldi og í nótt við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Eitthvað hefur verið um slys á svæðinu. Fólk hefur snúið sig eða dottið, enda afar hált á svæðinu og það erfitt yfirferðar. Sigvaldi Arnar Lárusson, yfirvarðstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, segir hafa verið margt um manninn á svæðinu í gær. Þá var talsverð umferð um svæðið í morgun og á þriðja hundrað bílar á Suðurstrandarvegi á tíunda tímanum. „Mér sýnist svona við talningu sem er gerð fyrir ekki löngu síðan, þá er 251 bíll á Suðurstrandarveginum,“ sagði Sigvaldi við fréttastofu í morgun. Lokað fyrir umferð klukkan eitt Lokað verður fyrir umferð að gossvæðinu klukkan eitt í dag. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tók ákvörðun um það eftir samráðsfund með viðbragðsaðilum. Samkvæmt upplýsingum frá Davíð Má Bjarnsyni, upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg, er ástæðan versnandi veðurskilyrði á svæðinu. Í kjölfar lokunarinnar verður ráðist í að rýma svæðið við gosstöðvarnar. Fólk taki nesti, vasaljós og batterí Sigvaldi hvetur fólk sem hyggst ferðast í Geldingadali á næstunni að vera vel búið. Um sé að ræða fjallgöngu að vetrarlagi, en ekki léttan göngutúr. „Þetta er náttúrulega bara fjalllendi og fólk þarf að vera mjög vel búið. Það þýðir ekkert að ætla sér að taka bara einhverja síðdegisgöngu upp að þessu eftir ísrúntinn. Þetta er bara vetrarfærð og í gærkvöldi var þetta bara til dæmis mannbroddafæri þarna upp að.“ Sigvaldi ítrekar fyrir fólki að taka með sér nesti, vasaljós og jafnvel auka hleðslu fyrir síma sína. Lögregla leitaði í nótt að konu á svæðinu sem hafði orðið viðskila við gönguhóp sinn laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Að sögn Sigvalda var konan köld og í geðshræringu þegar hún fannst á fimmta tímanum í nótt. Hún hafi þó, sem betur fer, komið í leitirnar. „Það er svo mikið myrkur að vasaljós er bara nauðsynlegt þarna. Það er mikið myrkur og veðrið breytist fljótt. Það er mjög auðvelt að tapa áttum,“ segir Sigvaldi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Birta þrívíddarlíkan af eldgosinu Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni. 25. mars 2021 22:37 Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01 Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. 25. mars 2021 20:57 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Sigvaldi Arnar Lárusson, yfirvarðstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, segir hafa verið margt um manninn á svæðinu í gær. Þá var talsverð umferð um svæðið í morgun og á þriðja hundrað bílar á Suðurstrandarvegi á tíunda tímanum. „Mér sýnist svona við talningu sem er gerð fyrir ekki löngu síðan, þá er 251 bíll á Suðurstrandarveginum,“ sagði Sigvaldi við fréttastofu í morgun. Lokað fyrir umferð klukkan eitt Lokað verður fyrir umferð að gossvæðinu klukkan eitt í dag. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tók ákvörðun um það eftir samráðsfund með viðbragðsaðilum. Samkvæmt upplýsingum frá Davíð Má Bjarnsyni, upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg, er ástæðan versnandi veðurskilyrði á svæðinu. Í kjölfar lokunarinnar verður ráðist í að rýma svæðið við gosstöðvarnar. Fólk taki nesti, vasaljós og batterí Sigvaldi hvetur fólk sem hyggst ferðast í Geldingadali á næstunni að vera vel búið. Um sé að ræða fjallgöngu að vetrarlagi, en ekki léttan göngutúr. „Þetta er náttúrulega bara fjalllendi og fólk þarf að vera mjög vel búið. Það þýðir ekkert að ætla sér að taka bara einhverja síðdegisgöngu upp að þessu eftir ísrúntinn. Þetta er bara vetrarfærð og í gærkvöldi var þetta bara til dæmis mannbroddafæri þarna upp að.“ Sigvaldi ítrekar fyrir fólki að taka með sér nesti, vasaljós og jafnvel auka hleðslu fyrir síma sína. Lögregla leitaði í nótt að konu á svæðinu sem hafði orðið viðskila við gönguhóp sinn laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Að sögn Sigvalda var konan köld og í geðshræringu þegar hún fannst á fimmta tímanum í nótt. Hún hafi þó, sem betur fer, komið í leitirnar. „Það er svo mikið myrkur að vasaljós er bara nauðsynlegt þarna. Það er mikið myrkur og veðrið breytist fljótt. Það er mjög auðvelt að tapa áttum,“ segir Sigvaldi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Birta þrívíddarlíkan af eldgosinu Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni. 25. mars 2021 22:37 Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01 Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. 25. mars 2021 20:57 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Birta þrívíddarlíkan af eldgosinu Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni. 25. mars 2021 22:37
Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01
Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. 25. mars 2021 20:57