Gossvæðinu lokað í kvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2021 21:38 Björgunarsveitarmenn við störf á gosstöðvunum. Vísir/Vilhelm Svæðinu við eldgosið í Geldingadal hefur verið lokað í kvöld vegna versnandi veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum á níunda tímanum. Þar segir að veður hafi farið versnandi á svæðinu í kvöld og aðstæður séu erfiðar. Staðan verði metin aftur í fyrramálið. Vegna versnandi veðurs og erfiðra aðstæðna á gossvæðið hefur verið tekin ákvörðun um að loka svæðinu fyrir kvöldið. Ástandið verður endurmetið í fyrramálið.Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Fimmtudagur, 25. mars 2021 „Í kvöld og nótt er alls ekkert útivistarveður á svæðinu við gosstöðina í Geldingardal og því hefur verið ákveðið að loka gönguleiðinni. Í nótt sem leið voru þrír sjúkraflutningar frá svæðinu þar sem ofkæling og meiðsli voru á fólki. Mikil hálka er á gönguleiðinni og hún því erfið yfirferðar, myrkrið gerir aðstæður ekki betri,“ segir í tilkynningu frá almannavörnum nú í kvöld. Veðurspáin í kvöld og í nótt við gosstöðvarnar geri ráð fyrir norðlægri átt, 18-23 m/s með snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni. Snemma í fyrramálið dragi úr vindi og ofankomu og upp úr hádegi verði norðlæg átt 10-15 m/s og úrkomulaust. „Vert er að geta þess að í norðanáttunum berst gasmengun frá gosinu til suðurs yfir Suðurstrandaveg,“ segir í tilkynningu almannavarna. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum síðustu daga. Í dag var stikuð varaleið meðfram Borgarfjalli eftir að vindur úr norðaustri feykti gasmekki yfir upprunalegu gönguleiðina. Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður á Suðurnesjum sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að mögulega verði svæðinu lokað undir kvöld vegna óveðurs. Hann biðlaði jafnframt til fólks að hafa í huga að fleiri hættur steðji að en eitraðar gastegundir. Fólk verði að virða nýjar sóttvarnarreglur vegna kórónuveirunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. 25. mars 2021 20:57 Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56 Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Þar segir að veður hafi farið versnandi á svæðinu í kvöld og aðstæður séu erfiðar. Staðan verði metin aftur í fyrramálið. Vegna versnandi veðurs og erfiðra aðstæðna á gossvæðið hefur verið tekin ákvörðun um að loka svæðinu fyrir kvöldið. Ástandið verður endurmetið í fyrramálið.Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Fimmtudagur, 25. mars 2021 „Í kvöld og nótt er alls ekkert útivistarveður á svæðinu við gosstöðina í Geldingardal og því hefur verið ákveðið að loka gönguleiðinni. Í nótt sem leið voru þrír sjúkraflutningar frá svæðinu þar sem ofkæling og meiðsli voru á fólki. Mikil hálka er á gönguleiðinni og hún því erfið yfirferðar, myrkrið gerir aðstæður ekki betri,“ segir í tilkynningu frá almannavörnum nú í kvöld. Veðurspáin í kvöld og í nótt við gosstöðvarnar geri ráð fyrir norðlægri átt, 18-23 m/s með snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni. Snemma í fyrramálið dragi úr vindi og ofankomu og upp úr hádegi verði norðlæg átt 10-15 m/s og úrkomulaust. „Vert er að geta þess að í norðanáttunum berst gasmengun frá gosinu til suðurs yfir Suðurstrandaveg,“ segir í tilkynningu almannavarna. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum síðustu daga. Í dag var stikuð varaleið meðfram Borgarfjalli eftir að vindur úr norðaustri feykti gasmekki yfir upprunalegu gönguleiðina. Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður á Suðurnesjum sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að mögulega verði svæðinu lokað undir kvöld vegna óveðurs. Hann biðlaði jafnframt til fólks að hafa í huga að fleiri hættur steðji að en eitraðar gastegundir. Fólk verði að virða nýjar sóttvarnarreglur vegna kórónuveirunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. 25. mars 2021 20:57 Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56 Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. 25. mars 2021 20:57
Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56
Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15