Lögreglumál

Fréttamynd

Lögreglan hefur áhyggjur af stöðu fólks í geðrofi

Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það allt of oft koma fyrir að fólk, sem lögregla telur að sé geðrofi, gisti fangageymslu þar sem það fái ekki innlögn á geðdeild. Lögreglan geti ekki haldið fólkinu lengur en lög heimila og eru nokkrir einstaklingar, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér eða öðrum, lausir úti í samfélaginu þar sem ekkert úrræði er í boði.

Innlent
Fréttamynd

Fór ránshendi um Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Lögreglumenn í flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum höfðu um helgina hendur í hári erlends karlmanns sem hafði farið ránshendi um fríhafnarverslanir í Þýskalandi, Finnlandi, Írlandi og Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Innlent