Þetta staðfestir Garðar Már Garðarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Hann segir að fyrirtækið hafi kallað aðra rútu til og farþegarnir hafi verið fluttir yfir í nýju rútuna. Engin frekari hætta sé á ferðum.
Ekki er vitað hvort rútan hafi verið fjarlægð.
Teitur Torkelsson, leiðsögumaður sem átti leið hjá, segir að akstursskilyrði á svæðinu séu varasöm vegna sterkra vindhviða, slabbs og hálku.
Hann segir að rútan hafi verið á austurleið þegar hún rennur yfir á rangan vegarhelming og hafnar utan vegar.
Sem betur fer hafi enginn verið að aka í gagnstæða átt.