Einn ofurölvi í Kolaportinu og annar með hafnaboltakylfu á barnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. janúar 2019 07:34 Það var nóg að gera hjá lögreglu í miðborginni í nótt. Vísir/vilhelm Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt og tengdust mörg verkefnin ölvun. Lögregla var þrisvar kölluð til vegna slagsmála og þá var töluvert um ófrið á börum og skemmtistöðum borgarinnar. Þannig var manns vitjað sem mundaði hafnaboltakylfu á bar og þá var kona handtekin fyrir að hafa ekið ölvuð á kyrrstæða bifreið. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var lögregla kölluð til á bar í miðbænum vegna manns sem var þar inni með hafnaboltakylfu. Maðurinn var ekki að ógna gestum staðarins með kylfunni en í dagbók lögreglu er hegðunin samt sem áður ekki sögð „eðlileg“. Rætt var við manninn og kylfan þvínæst gerð upptæk. Um klukkustund síðar var lögregla kölluð til að Gistiskýlinu þar sem maður var að berja húsið að utan. Honum var gert að yfirgefa svæðið sem hann gerði. Á þriðja tímanum í nótt var svo kona handtekin grunuð um að hafa ekið ölvuð á kyrrstæða bifreið og valdið tjóni. Konan var handtekin og vistuð í fangaklefa vegna málsins.Ofurölvi í Kolaportinu Þrisvar var lögregla kölluð út vegna slagsmála. Á fjórða tímanum var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna „mikils æsings í hópi fólks“ og voru viðstaddir hræddir um að þar myndu brjótast út slagsmál. Ekki liggja fyrir upplýsingar um frekari vendingar mála. Skömmu eftir klukkan fimm í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu við skemmtistað í miðbænum en þar voru menn að slást. Einn leitaði á slysadeild vegna meiðsla. Þá var einnig óskað eftir aðstoð lögreglu á þriðja tímanum vegna slagsmála en ekki fengust nánar upplýsingar um málið í dagbók lögreglu. Þá fjarlægði lögregla mann úr Kolaportinu síðdegis í gær en maðurinn var þar til vandræða. Hann er sagður hafa verið ofurölvi og var honum komið heim til sín. Fleiri slík verkefni komu á borð lögreglu í gær og í nótt en atvikin má öll rekja til ölvunar. Í einu tilviki var maður handtekinn og vistaður í fangaklefa sökum ástands en hann hafði látið ófriðlega á veitingastað. Veski stolið af bensínstöðvarstarfsmanni Skömmu eftir miðnætti var lögregla kölluð til að íbúðarhúsi í höfuðborginni þar sem maður var að berja húsið að utan. Maðurinn hafði farið húsavillt og var honum leiðbeint í rétta átt. Einnig var lögregla kölluð út á bensínstöð í Reykjavík á öðrum tímanum í nótt en þar hafði veski verið stolið frá starfsmanni.Þá voru fjölmargir ökumenn stöðvaður í gær og í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Nokkrir óku einnig réttindalausir og þá var einn á stolinni bifreið. Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt og tengdust mörg verkefnin ölvun. Lögregla var þrisvar kölluð til vegna slagsmála og þá var töluvert um ófrið á börum og skemmtistöðum borgarinnar. Þannig var manns vitjað sem mundaði hafnaboltakylfu á bar og þá var kona handtekin fyrir að hafa ekið ölvuð á kyrrstæða bifreið. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var lögregla kölluð til á bar í miðbænum vegna manns sem var þar inni með hafnaboltakylfu. Maðurinn var ekki að ógna gestum staðarins með kylfunni en í dagbók lögreglu er hegðunin samt sem áður ekki sögð „eðlileg“. Rætt var við manninn og kylfan þvínæst gerð upptæk. Um klukkustund síðar var lögregla kölluð til að Gistiskýlinu þar sem maður var að berja húsið að utan. Honum var gert að yfirgefa svæðið sem hann gerði. Á þriðja tímanum í nótt var svo kona handtekin grunuð um að hafa ekið ölvuð á kyrrstæða bifreið og valdið tjóni. Konan var handtekin og vistuð í fangaklefa vegna málsins.Ofurölvi í Kolaportinu Þrisvar var lögregla kölluð út vegna slagsmála. Á fjórða tímanum var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna „mikils æsings í hópi fólks“ og voru viðstaddir hræddir um að þar myndu brjótast út slagsmál. Ekki liggja fyrir upplýsingar um frekari vendingar mála. Skömmu eftir klukkan fimm í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu við skemmtistað í miðbænum en þar voru menn að slást. Einn leitaði á slysadeild vegna meiðsla. Þá var einnig óskað eftir aðstoð lögreglu á þriðja tímanum vegna slagsmála en ekki fengust nánar upplýsingar um málið í dagbók lögreglu. Þá fjarlægði lögregla mann úr Kolaportinu síðdegis í gær en maðurinn var þar til vandræða. Hann er sagður hafa verið ofurölvi og var honum komið heim til sín. Fleiri slík verkefni komu á borð lögreglu í gær og í nótt en atvikin má öll rekja til ölvunar. Í einu tilviki var maður handtekinn og vistaður í fangaklefa sökum ástands en hann hafði látið ófriðlega á veitingastað. Veski stolið af bensínstöðvarstarfsmanni Skömmu eftir miðnætti var lögregla kölluð til að íbúðarhúsi í höfuðborginni þar sem maður var að berja húsið að utan. Maðurinn hafði farið húsavillt og var honum leiðbeint í rétta átt. Einnig var lögregla kölluð út á bensínstöð í Reykjavík á öðrum tímanum í nótt en þar hafði veski verið stolið frá starfsmanni.Þá voru fjölmargir ökumenn stöðvaður í gær og í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Nokkrir óku einnig réttindalausir og þá var einn á stolinni bifreið.
Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira