Hlaut alvarlega áverka í andliti eftir flugeld við Hallgrímskirkju Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2019 10:16 Alisa Kreynes gagnrýnir viðbrögð yfirvalda en málið telst óupplýst hjá lögreglu. Bandarísk kona hlaut töluverða áverka á andliti eftir að flugeldur sprakk í hópi sem var staddur við Hallgrímskirkju í Reykjavík á gamlárskvöldi árið 2017. Fjallað er um mál Alisu Kreynes á vef DV þar sem rætt er við hana og birt tölvupóstsamskipti hennar við embætti ríkislögreglustjóra og Reykjavíkurborg þar sem hún gagnrýnir viðbrögð yfirvalda vegna málsins. Kreynes heldur því fram að ókunnugur maður hafi skotið flugeld að henni og fimm vinum hennar. Vinir hennar hlutu bruna á fatnaði og hári en Alisa varð fyrir skaða í andliti og hlaut alvarlega brunasár á eyrum nefni og augum. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið hafi verið rannsakað af lögreglu. Engar vísbendingar fundust um hver hefði verið að verki. Lögreglan hafði til hliðsjónar myndbandsupptöku af óhappinu en þar sást ekki hver það var sem skaut flugeldinum sem sprakk hjá hópnum. Lögreglan auglýsti eftir vitnum að atvikinu í fjölmiðlum en enginn gaf sig fram. Rannsókn málsins er lokið af hálfu lögreglu og telst málið óupplýst og lítur lögreglan svo á að um slys sé að ræða úr því að ekkert kom út úr rannsókninni. Ef einhver þó gefur sig fram með upplýsingar þá mun lögregla taka málið upp aftur. Í DV kemur fram að Kreynes vilji að heimurinn fái að vita hversu óábyrg íslensk yfirvöld eru og gagnrýnir að lítið sé gert til að vernda ferðamenn, sem eru þjóðarbúinu afar mikilvægir. Hún segist hafa þurft að greiða rúmar 100 þúsund krónur fyrir heimsókn á Landspítalann og þá hafi heildar lækniskostnaður hennar vegna atviksins verið um 3.000 dollarar, en hún þurfti að leita til lýtalæknis vegna áverkanna. Ferðamennska á Íslandi Flugeldar Lögreglumál Hallgrímskirkja Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Bandarísk kona hlaut töluverða áverka á andliti eftir að flugeldur sprakk í hópi sem var staddur við Hallgrímskirkju í Reykjavík á gamlárskvöldi árið 2017. Fjallað er um mál Alisu Kreynes á vef DV þar sem rætt er við hana og birt tölvupóstsamskipti hennar við embætti ríkislögreglustjóra og Reykjavíkurborg þar sem hún gagnrýnir viðbrögð yfirvalda vegna málsins. Kreynes heldur því fram að ókunnugur maður hafi skotið flugeld að henni og fimm vinum hennar. Vinir hennar hlutu bruna á fatnaði og hári en Alisa varð fyrir skaða í andliti og hlaut alvarlega brunasár á eyrum nefni og augum. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið hafi verið rannsakað af lögreglu. Engar vísbendingar fundust um hver hefði verið að verki. Lögreglan hafði til hliðsjónar myndbandsupptöku af óhappinu en þar sást ekki hver það var sem skaut flugeldinum sem sprakk hjá hópnum. Lögreglan auglýsti eftir vitnum að atvikinu í fjölmiðlum en enginn gaf sig fram. Rannsókn málsins er lokið af hálfu lögreglu og telst málið óupplýst og lítur lögreglan svo á að um slys sé að ræða úr því að ekkert kom út úr rannsókninni. Ef einhver þó gefur sig fram með upplýsingar þá mun lögregla taka málið upp aftur. Í DV kemur fram að Kreynes vilji að heimurinn fái að vita hversu óábyrg íslensk yfirvöld eru og gagnrýnir að lítið sé gert til að vernda ferðamenn, sem eru þjóðarbúinu afar mikilvægir. Hún segist hafa þurft að greiða rúmar 100 þúsund krónur fyrir heimsókn á Landspítalann og þá hafi heildar lækniskostnaður hennar vegna atviksins verið um 3.000 dollarar, en hún þurfti að leita til lýtalæknis vegna áverkanna.
Ferðamennska á Íslandi Flugeldar Lögreglumál Hallgrímskirkja Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira