Lögreglumál

Fréttamynd

Engin vitni að banaslysinu í Hafnar­firði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með skýra mynd af atburðarásinni þegar átta ára drengur lést nálægt vinnusvæði í Hafnarfirði á mánudaginn. Engin vitni urðu að slysinu. 

Innlent
Fréttamynd

Fjögurra bif­reiða á­rekstur

Sjúkralið og lögregla voru kölluð til í dag vegna fjögurra bifreiða áreksturs í umdæmi lögreglustöðvar tvö, sem þjónustar Hafnarfirði og Garðabæ í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Af­brota­varnir í þágu öruggs sam­fé­lags

Skýrar vísbendingar hafa komið fram á síðustu árum um að umfang og eðli skipulagðrar brota­starfsemi hafi tekið verulegum breytingum hér á landi til hins verra. Hópar innlendra jafnt sem erlendra aðila hafa það að atvinnu að fremja fjölda afbrota með skipulegum hætti, þar á meðal alvarleg ofbeldisbrot, þjófnað, fjársvik, fíkniefnabrot og peningaþvætti.

Skoðun
Fréttamynd

Stúlkan er fundin

Sautján ára stúlka, sem saknað hafði verið síðan á föstudag, er komin í leitirnar.

Innlent
Fréttamynd

Ó­hæfir em­bættis­menn valdi skatt­greið­endum fjár­hags­tjóni

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sverris Einars Eiríkssonar, annars eiganda skemmtistaðarins B, telur lögreglu hafa farið algjöru offari þegar kom að eftirliti á staðnum og sakar hana um valdníðslu. Þá telur hann að sýslumaður hafi brotið meginreglur stjórnsýslulaga með þeirri ákvörðun að svipta staðinn tímabundnu rekstrarleyfi. 

Innlent
Fréttamynd

Þrjár konur slógust og hrækt í andlit lögregluþjóns

Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt, ef marka má dagbók lögreglunnar í morgun. Samkvæmt henni var mikil ölvun í miðbænum og annarsstaðar og bárust margar tilkynningar um hávær samkvæmi og voru alls áttatíu mál skráð hjá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Teknir við ó­lög­legar veiðar í Elliða­ám

Lögreglunni barst í dag tilkynning um þrjá erlenda einstaklinga við veiðar í Elliðaám. Þegar lögregla kom á vettvang og ræddi við veiðimennina kom í ljós að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir veiðibrotinu. Lögregla vísaði mönnunum af vettvangi, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaður með skot­vopn í bílnum

Lögregla fann haglabyssu auk annars skotvopns og nokkurs magns skotfæra í bifreið manns í neðra Breiðholti í Reykjavík í gærkvöldi. Vopnin fundust þegar lögregla hafði afskipti af manninum vegna ölvunar.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­­­leyfi skemmti­staðarins B aftur­­­kallað

Skemmtistaðnum B verður lokað tímabundið, frá og með deginum í dag. Lokunin stendur yfir í sex vikur. Sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins vegna tilkynninga frá lögreglu um að á staðnum hafi á tilteknum dögum verið of margir gestir. Þá hafi ungmenni undir aldri verið meðal gesta. Eigendur ætla í skaðabótamál.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður fíkni­efna­sali reyndist dvelja ó­lög­lega á Ís­landi

Lögregla fékk tilkynningu um mann sem var að selja fíkniefni í Háaleiti í Reykjavík í dag og við nánari skoðun kom í ljós að maðurinn dvaldi ólöglega hér á landi. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Braust inn vopnaður hníf og skar hús­ráðanda

Maður braust inn í gistiaðstöðu starfsmanna á veitingastaðnum Erbil kebab á Selfossi í morgun vopnaður hníf. Hann var enn á staðnum þegar lögregla kom á vettvang og húsráðandi sem ætlaði að stöðva för mannsins hlaut skurðsár á hönd.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert bendi til þess að bandaríski auðkýfingurinn sé ökuníðingur

Ekkert bendir til þess að sjötugur bandarískur karlmaður, sem olli alvarlegu bílslysi í Ölfusi sumarið 2021, hafi keyrt of hratt eða óvarlega. Vitni að slysinu segir slysið hafa verið byggt á misskilningi á umferðarreglum. Sá bandaríski hafi ekki verið á hraðferð eins og fullyrt er í skaðabótakröfu.

Innlent
Fréttamynd

Fara fram á fjögurra vikna gæslu­varð­hald

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á að gæsluvarðhald yfir konu, sem handtekin var í tengslum við andlát karlmanns í Bátavogi í lok september, verði lengt um fjórar vikur. Gæsluvarðhaldskröfuna er nú verið að taka fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Innlent