„Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2025 19:27 Kristinn Máni Þorfinnsson er faðir leikskólabarns á Seltjarnarnesi. Vísir Foreldri leikskólabarns á Seltjarnarnesi finnst að kennarar ættu að fara í enn stærra verkfall til að auka slagkraftinn ef samningar nást ekki í dag. Engin niðurstaða liggur fyrir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Fundum var framhaldið milli deiluaðila í Karphúsinu klukkan tíu í morgun og hafa fundir staðið í nær allan dag. Verkfall er yfirvofandi í sjö grunnskólum og fjórtán leikskólum en ríkissáttasemjari hefur sagt að fundað verði svo lengi sem gagn er talið af. Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa samþykkt innanhússtillögu ríkissáttasemjara en Kennarasambandið hefur lagt til breytingar á þeirri tillögu sem karpað hefur verið um um helgina. Verkfall stóð yfir í Leikskóla Seltjarnarnes og víðar í nokkrar vikur fyrir áramót en að óbreyttu skella verkföll þar á að nýju í fyrramálið. „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið. Við erum náttúrlega búin að halda í vonina að það muni eitthvað þokast í þessari viðræðu og það er eiginlega ömurlegt að vera að hugsa til þess að vera að lenda í þessu aftur,“ segir Kristinn Máni Þorfinnsson, sem á barn í leikskóla á Seltjarnarnesi. Foreldrar leikskólabarna sem verkfallið snertir hafa ítrekað gert athugasemdir við aðferðarfræði verkfallanna sem bitni ekki jafnt á öllum börnum. Kristinn líkt og aðrir foreldrar sem verkfallið snertir hafi gert ráðstafanir. „Við erum auðvitað búin að tala við bakland okkar, aftur, og við erum búin að tala við vinnuveitendur okkar aftur og erum bara upp á náðir komnar þar,“ segir Kristinn. Hann ítrekar að hann skilji og styðji kröfur um bætt kjör kennara. „KÍ á og má fara í verkfall. En þeir eiga að fara í að okkar mati stærra verkfall þar sem slagkrafturinn er meiri,“ segir Kristinn. Best þætti honum þó ef það tækist að semja. „Það yrði mikill léttir held ég bara fyrir alla, og allt þjóðfélagið.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Seltjarnarnes Leikskólar Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Fundum var framhaldið milli deiluaðila í Karphúsinu klukkan tíu í morgun og hafa fundir staðið í nær allan dag. Verkfall er yfirvofandi í sjö grunnskólum og fjórtán leikskólum en ríkissáttasemjari hefur sagt að fundað verði svo lengi sem gagn er talið af. Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa samþykkt innanhússtillögu ríkissáttasemjara en Kennarasambandið hefur lagt til breytingar á þeirri tillögu sem karpað hefur verið um um helgina. Verkfall stóð yfir í Leikskóla Seltjarnarnes og víðar í nokkrar vikur fyrir áramót en að óbreyttu skella verkföll þar á að nýju í fyrramálið. „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið. Við erum náttúrlega búin að halda í vonina að það muni eitthvað þokast í þessari viðræðu og það er eiginlega ömurlegt að vera að hugsa til þess að vera að lenda í þessu aftur,“ segir Kristinn Máni Þorfinnsson, sem á barn í leikskóla á Seltjarnarnesi. Foreldrar leikskólabarna sem verkfallið snertir hafa ítrekað gert athugasemdir við aðferðarfræði verkfallanna sem bitni ekki jafnt á öllum börnum. Kristinn líkt og aðrir foreldrar sem verkfallið snertir hafi gert ráðstafanir. „Við erum auðvitað búin að tala við bakland okkar, aftur, og við erum búin að tala við vinnuveitendur okkar aftur og erum bara upp á náðir komnar þar,“ segir Kristinn. Hann ítrekar að hann skilji og styðji kröfur um bætt kjör kennara. „KÍ á og má fara í verkfall. En þeir eiga að fara í að okkar mati stærra verkfall þar sem slagkrafturinn er meiri,“ segir Kristinn. Best þætti honum þó ef það tækist að semja. „Það yrði mikill léttir held ég bara fyrir alla, og allt þjóðfélagið.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Seltjarnarnes Leikskólar Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent