Segir atvik augljós í undarlegu máli Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2023 12:25 Björn Leví segir lýsingu í dagbók lögreglunnar ekki eiga við um Arndísi Önnu. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, varaþingflokksformaður Pírata, segir mál Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur þingmanns flokksins, sem var handtekin á skemmtistaðnum Kíki við Klapparstíg um helgina, vera sérstakt. Hennar hafi ekki verið getið í dagbók lögreglunnar um ofurölvi einstakling umrædda nótt. „Þetta er mjög undarlegt þegar allt kemur til alls. Þetta eru mjög hörð viðbrögð hjá dyravörðum, en annað er tiltölulega eðlilegt,“ segir Björn í samtali við Vísi aðspurður um hvernig málið blasi við sér. Hann segir að rætt hafi verið um málið innan þingflokksins, en telur ekki að það muni hafa afleiðingar. „Þetta er mjög vel útskýrt og öll málsatriði augljós og útskýranleg, nema kannski viðbrögð dyravarðanna,“ segir Björn um atvikið. Arndís Anna sagði í samtali við Vísi í gær að hún hafi verið lengi inni á salerni staðarins þegar dyraverðir hafa bankað upp á. „Mér fannst þetta óttalega harkalegt og niðurlægjandi. Ég var auðvitað með kjaft líka,“ sagði Arndís sem viðurkenndi að það hafi sennilega verið ástæðan fyrir því að henni hafi verið hent út á endanum. Píratar skemmtu sér saman fyrr um kvöldið Þingflokkur Pírata hafði verið að skemmta sér fyrr þetta sama kvöld, nánar tiltekið fóru þau í karókí saman á Pablo Discobar við Ingólfstorg. Björn segist ekki vita til þess að aðrir úr hópi Pírata hafi farið með Arndísi Önnu á skemmtistaðinn Kíki. Sjálfur hafi hann að minnsta kosti verið farinn heim. Arndís ekki „ofurölvi“ í dagbók lögreglu Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem greint var frá atburðum aðfaranætur laugardags, er sagt frá atviki þar sem dyraverðir á skemmtistað hafi óskað eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja ofurölvi aðila af staðnum. „Dyraverðir á skemmtistað í miðbænum óska eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja ofurölvi aðila af staðnum. Aðilinn fluttur á lögreglustöð en í þá kom í ljós að engar kröfur voru á hendur honum og aðilinn því laus,“ segir í dagbók lögreglu, en umrætt atvik á að hafa átt sér stað þegar klukkan var að ganga fimm. Í umfjöllun Nútímans um málið segir að þarna sé Arndís til umræðu. Björn segir við Vísi að svo sé ekki. „Nei, þetta er eitthvað annað mál.“ Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki kannast við nein dæmi þess efnis að þingmaður hefði verið handtekinn áður. Alþingi Píratar Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
„Þetta er mjög undarlegt þegar allt kemur til alls. Þetta eru mjög hörð viðbrögð hjá dyravörðum, en annað er tiltölulega eðlilegt,“ segir Björn í samtali við Vísi aðspurður um hvernig málið blasi við sér. Hann segir að rætt hafi verið um málið innan þingflokksins, en telur ekki að það muni hafa afleiðingar. „Þetta er mjög vel útskýrt og öll málsatriði augljós og útskýranleg, nema kannski viðbrögð dyravarðanna,“ segir Björn um atvikið. Arndís Anna sagði í samtali við Vísi í gær að hún hafi verið lengi inni á salerni staðarins þegar dyraverðir hafa bankað upp á. „Mér fannst þetta óttalega harkalegt og niðurlægjandi. Ég var auðvitað með kjaft líka,“ sagði Arndís sem viðurkenndi að það hafi sennilega verið ástæðan fyrir því að henni hafi verið hent út á endanum. Píratar skemmtu sér saman fyrr um kvöldið Þingflokkur Pírata hafði verið að skemmta sér fyrr þetta sama kvöld, nánar tiltekið fóru þau í karókí saman á Pablo Discobar við Ingólfstorg. Björn segist ekki vita til þess að aðrir úr hópi Pírata hafi farið með Arndísi Önnu á skemmtistaðinn Kíki. Sjálfur hafi hann að minnsta kosti verið farinn heim. Arndís ekki „ofurölvi“ í dagbók lögreglu Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem greint var frá atburðum aðfaranætur laugardags, er sagt frá atviki þar sem dyraverðir á skemmtistað hafi óskað eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja ofurölvi aðila af staðnum. „Dyraverðir á skemmtistað í miðbænum óska eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja ofurölvi aðila af staðnum. Aðilinn fluttur á lögreglustöð en í þá kom í ljós að engar kröfur voru á hendur honum og aðilinn því laus,“ segir í dagbók lögreglu, en umrætt atvik á að hafa átt sér stað þegar klukkan var að ganga fimm. Í umfjöllun Nútímans um málið segir að þarna sé Arndís til umræðu. Björn segir við Vísi að svo sé ekki. „Nei, þetta er eitthvað annað mál.“ Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki kannast við nein dæmi þess efnis að þingmaður hefði verið handtekinn áður.
Alþingi Píratar Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira