Kosningar 2010

Fréttamynd

Flestir styðja Sjálfstæðisflokk

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkurinn og fengi 32 prósent atkvæða yrði gengið til kosninga nú. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Capacent Gallup sem sagt var frá í fréttum Sjónvarpsins í gær.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarstjórinn hvorki sár né reiður

„Ég á erfitt með að svara því. Aftur á móti er ég hvorki sár né reiður," segir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, spurður um úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu en hann var ekki meðal sex efstu. „Félagar mínir eru mun leiðari yfir þessu en ég."

Innlent
Fréttamynd

Tæplega 500 hafa kosið í Kópavogi

Tæplega 500 höfðu greitt atkvæði í prófkjöri framsóknarmanna í Kópavogi klukkan tvö. Þrír takast á um fyrsta sætið í prófkjörinu. „Það hefur verið jöfn og þétt þátttaka," segir Haukur Ingibergsson, formaður kjörstjórnar. Hann segir að fyrstu tölur verði lesnar skömmu eftir að kjörfundi lýkur klukkan 18.

Innlent
Fréttamynd

Útilokað að hafa tvo karla efsta

Ekki kemur til greina að hafa karla í tveimur efstu sætunum á lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, að mati oddvita flokksins, Jónasar Sigurðssonar.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkur á meiri eignir en áður

Framlög lögaðila til Sjálfstæðisflokksins árið 2008 námu 8,6 milljónum króna, samkvæmt ársreikningi flokksins. Þessi framlög námu tæpum 57 milljónum árið 2007. Á sama tíma fóru eignir flokksins úr því að vera tæpar 462 milljónir og í rúmar 705 milljónir króna. Eigið fé flokksins fer úr 386,3 milljónum og í 662,7 milljónir, sem er aukning um 71 prósent.

Innlent