Skroll-Lífið

Fréttamynd

Þarna var sko tryllt stuð

Í vikunni voru haldnir upphitunartónleikar fyrir Iceland Airwaves í boði Símans. Tónleikarnir voru haldnir á efri hæðinni á Faktorý þar sem hljómsveitirnar Sykur, Berndsen og RetRoBot trylltu gesti sem voru glaðir.Ekki spillti fyrir að frítt var á tónleikana. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð Símans á Faktorý. Næsta miðvikudag, 24. október, munu Hljómsveitin Ég, Stafrænn Hákon og Tilbury troða upp og má búast við góðri stemningu.

Lífið
Fréttamynd

Magnaðir minningartónleikar Ellýjar Vilhjálms

Meðfylgjandi myndir voru teknar á minningartónleikum Ellýjar Vilhjálms fyrir troðfullu húsi - í Laugardalshöllinni á laugardaginn var. Gríðarlega góð stemning var í höllinni og tónleikagestir skemmtu sér konunglega. Stórsöngvarar Íslands sáu um að rifja upp feril Ellýjar og fjölmiðlakonan Margrét Blöndal var frábær sem kynnir sýningarinnar en Margrét skrifaði einnig ævisögu Ellýjar sem gefin er út af Senu - lesa meira um bókina hér.

Tónlist
Fréttamynd

Fríður fjallahópur í góðum gír

Meðfylgjandi myndir tón Jóhann Smári á árshátíð félagsskapar sem var stofnaður í kringum Þorstein Jakobsson og göngur hans fyrir Ljósið sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein.

Lífið
Fréttamynd

Ásdís Rán og Samantha Fox trekkja að

"Ég var að árita í Tequila klúbbnum þar sem Samanta Fox var að troða upp. Það var mjög skemmtilegt þar sem hún var idolið mitt þegar ég var lítil stelpa og ég var með plaköt af henni upp á veggjum. Hún lítur ótrúlega vel út ennþá þrátt fyrir aldur," segir Ásdís Rán.

Lífið
Fréttamynd

Schwarzenegger mætti á svæðið

"Já meðan ég var að bíða eftir að fá að hitta Kai Green þá mætti Arnold sjálfur á svæðið og var bara við hliðina á mér allt í einu. Hann var umkringdur öryggisvörðum sem ýttu mér fljótlega frá. Það varð allt brjálað þegar hann mætti," segir Margrét Gnarr sem stödd er á Spáni.

Menning
Fréttamynd

Innlit til Lóu Pind

Fréttakonan Lóa Pind býr í fallegu skandinavísku húsi í Góugötu í litla Skerjafirði í Reykjavík ásamt eiginmanni og tveimur sonum. Sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason heimsótti Lóu í þættinum Heimsókn sem er í opinni dagskrá á laugardögum strax á eftir kvöldfréttum.

Lífið
Fréttamynd

Þarna var svakalegt stuð

Meðfylgjandi myndir voru teknar á tónleikum sem Gogoyoko.com og Heineken stóðu fyrir á Slippbarnum á fimmtudaginn var en tilefnið var upphaf nýrrar tónleikaseríu, Heineken Music, sem verður í gangi einu sinni í mánuði í vetur.

Lífið
Fréttamynd

Fjölmennt á Ellý Vilhjálms

Minningartónleikar þar sem einstakur ferill Ellýjar Vilhjálms var rifjaður upp í máli og myndum, tónlist og myndskeiðum, fóru fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Þéttsetið var í salnum og gríðarlega góð stemning þar sem gestir fengu að hverfa aftur til 7. áratugarins þessa einu kvöldstund þar sem helstu söngvarar landsins fluttu lögin sem Ellý söng. Meðfylgjandi myndir voru teknar af glæsilegum gestunum á tónleikunum.

Lífið
Fréttamynd

Síðasta rennsli fyrir Ellý Vilhjálms

Eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni var góð stemning á meðal tónlistarfólksins sem kemur fram á minningartónleikum Ellýjar Vilhjálms í Laugardalshöllinni í kvöld þegar síðasta rennslið fór fram í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Fallega fólkið mætti

Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær þegar nýir eigendur veitingastaðarins UNO buðu til veglegrar veislu. Leifur Welding hönnuður staðarins er búinn að breyta hluta staðarins í glæsilega setustofu. Þá var nýr matseðill kynntur. Eins og sjá má var margt um manninn á þessum glæsilega stað í miðborginni.

Lífið
Fréttamynd

Bláa Lónið fær alþjóðlega viðurkenningu

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Bláfáninn var dreginn að húni í Bláa Lóninu í tíunda sinn En Bláa Lónið hefur nú flaggað fánanum árlega frá árinu 2003. Bláfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem veitt er til að stuðla að verndun umhverfis smábátahafna og baðstranda. Í ár er honum flaggað á 3850 stöðum í 46 löndum. Leikskólabörn frá leikskólanum Króki í Grindavík aðstoðuðu við athöfnina en leikskólinn hefur hlotið umhverfisviðurkenninguna Grænfánann. Við athöfnina sungu börnin Grænfánalagið og einnig Hafið Bláa Hafið.

Lífið
Fréttamynd

Lokaæfing fyrir Ellý Vilhjálms

Gríðarlega góð stemning var á lokakvöldæfingu fyrir minningartónleika Ellýjar Vilhjálms sem fram fara annað kvöld í Laugardalshöllinni sem verður breytt í tímavél þar sem gestir munu eiga kost á því að hverfa aftur til 7. áratugarins eina kvöldstund. Eins og sjá má á myndunum var fjör á æfingunni.

Lífið
Fréttamynd

Kíkt í heimsókn til Lóu Pind

Fréttakonan Lóa Pind fréttakona býr í fallegu, skandinavísku húsi í Góugötu í litla Skerjafirði í Reykjavík ásamt eiginmanni og tveimur sonum. Lóa leggur mikla áherslu á að heimilið sé þægilegt og vill sem minnst af styttum og öðrum fínum hlutum í kringum sig. Sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason heimsækir Lóu í þættinum Heimsókn sem er í opinni dagskrá strax að loknum kvöldfréttum á Stöð 2 annað kvöld.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Frægir fjölmenntu í þetta partý

Það var glatt á hjalla í glæsilegu hófi sem haldið var í Eymundsson Austurstræti þegar ný bók Magnúsar Orra Schram alþingismanns, sem ber heitið Á tímamótum, kom út. Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga lét sjá sig eins og sjá má í myndasafni.

Lífið
Fréttamynd

Ég þurfti að klípa mig

Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hönnuður og framkvæmdastjóri Gyðju fékk veitt Golden Quill verðlaun við hátíðlega athöfn á Golden Gala verðlaunaafhendingu metsöluhöfunda núna fyrir stuttu sem haldin var í Hollywood. Sigrún fékk verðlaunin fyrir The Success Secret sem hún skrifaði með goðsögninni Jack Canfield ásamt fleiri sérfræðingum úr viðskiptalífinu. Bókin kom út í Bandaríkjunum í ágúst s.l. og skaust strax ofarlega á sjö metsölulista vestanhafs og alla leið í annað sætið á metsölulista bóksölurisans amazon.com. Þetta er í annað sinn sem Sigrún Lilja hlýtur verðlaun á árlegri hátíð metsöluhöfunda en fyrsta bók hennar The Next Big Thing sem kom út í mars 2011 í Bandaríkjunum skaust strax ofarlega á metsölulista netverslunarinnar Amazon. Einstakt að standa á sviðinu ,,Þetta var virkilega vel heppnað kvöld og það var einstakt að standa á sviðinu með Jack Canfield sem er ein af mínum stæðstu fyrirmyndum og hefur verið lengi og fá veitt verðlaun fyrir bók sem við skrifuðum saman. Ég þurfti að klípa mig þegar þetta var afstaðið og sérstaklega þegar ég hugsa til baka að fyrir nokkrum árum horfði ég á hann í myndinni “The Secret” sem gjörbreytti mínum hugsunarhætti og í kjölfarið mínu lífi. Ég er gríðarlega stolt og þakklát fyrir að hafa fengið þennan mikla heiður að fá veitt mín önnur verðlaun fyrir metsölubók. Í kjölfar verðlaunanna hafa komið uppá borð hjá mér nokkur spennandi verkefni sem ég er að skoða vandlega með mínu fólki” segir Sigrún. Metsöluhöfundur Jack Canfield sem er best þekktur fyrir bókaseríu sína Chicken Soup for the Soul og hlutverk sitt í bíómyndinni The Secret fékk einnig verðlaun fyrir ævistarf sitt á verðlaunaafhendingunni sem fór fram á hinu margrómaða Roosevelt hóteli sem er í hjarta Hollywood. Kjóllinn íslenskur ,,Það var mjög ánægjulegt að fá tækifæri til að skarta íslenskri hönnun frá toppi til táar. En það var fremur skammur tími til undirbúnings. Ég og stílistinn minn, Margrét Björnsdóttir, byrjuðum strax að huga að klæðnaði og skartinu sem ég bar á verðlaunaafhendingunni” segir Sigrún Lilja sem vakti mikla athygli gesta á hátíðinni þegar hún klæddist sérgerðum gulum kjól sem hún hannaði sjálf en það var kjóla og klæðskerinn Sigrún Elsa Stefánsdóttir sem er með íslenska merkið núrgiS sem saumaði kjólin frá grunni. ,,Við Sigrún Elsa þróuðum kjólin svo saman með hverri mátun og hann tók á sig loka myndina morgunin sem ég fór út. Sigrún Elsa vinnur mikið með sérsaum á brúðar- og samkvæmiskjólum.” segir Sigrún. Skór úr laxaroði Sigrún Lilja fékk Jóhannes Ottóson gullsmið sem er með skartgripamerkið Nox til liðs við sig en hann sérhannaði skartgripi fyrir viðburðinn en hún var með hárskraut úr gulli, hring og nælu á kjólnum í stíl. Skórnir sem hún klæddist voru að sjálfsögðu frá Gyðju Collection en þeir bera nafnið Ásdís og voru skórnir úr gylltu laxaroði. Sigrún bauð með sér á verðlaunaafhendinguna vinkonu sinni Berglindi Magnúsdóttir sem á hárgreiðslustofuna Control en hún er einnig hennar persónulega förðunar- og hárgreiðslukona. Gyðja á Facebook.

Lífið
Fréttamynd

Vigdís gaf aðdáendum Gaga góðan tíma

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Hörpu í gær þegar Yoko Ono afhenti fimm alþjóðlegum friðarsinnum viðurkenningu úr LENNONONO-friðarsjóðnum. Fyrir utan Norðurljósarsalinn þar sem verðlaunin voru afhent beið hópur stúlkna í von um að fá að sjá söngkonuna.

Lífið
Fréttamynd

Stórstjörnur æfa fyrir Ellý Vilhjálms

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var fjör á æfingunni sem fram fór í gær fyrir stórtónleika Ellýjar Vilhjálms á laugardaginn. Stórstjörnurnar skemmtu sér vel - það sést svo sannarlega á myndunum. Allar helstu söngkonur landsins koma fram á tónleikunum. Allar helstu söngkonur landsins koma fram á tónleikunum. Meðal þeirra stjarna sem stíga á svið eru: Andrea Gylfadóttir, Diddú, Eivör, Ellen Kristjánsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Lay Low, Ragga Gísla og Sigga Beinteins.

Lífið
Fréttamynd

1.700 hundruð manns í Viðey

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá Yoko Ono sem mætti ásamt fylgdarliði út í Viðey í kvöld og var viðstödd þegar kveikt var á Friðarsúlunni í sjötta sinn. Samkvæmt upplýsingum frá Höfuðborgarstofu voru tæplega 1700 manns viðstaddir athöfnina.

Lífið
Fréttamynd

Glæsilegir gestir Yoko Ono í Hörpu

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Hörpu í dag þegar Yoko Ono afhenti fimm alþjóðlegum friðarsinnum viðurkenningu úr LENNONONO-friðarsjóðnum / LENNONONO GRANT FOR PEACE. Um er að ræða viðurkenningu sem veitt er annað hvert ár í Reykjavík og er þetta í fjórða sinn sem athöfnin fer fram hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

Margrét Gnarr æfir eins og skepna

Dóttir Jóns Gnarr borgarstjórans í Reykjavík, Margrét Edda Gnarr, komst ekki á verðlaunapall á IFBB heismeistarmótinu í fitness sem fram fór í Póllandi síðustu helgi. Nú er hún stödd í Madríd þar sem hún keppir í Arnold Classic keppninni næstu helgi...

Lífið
Fréttamynd

Stjörnusminka fagnar með stæl

Kristín H. Friðriksdóttir förðunarmeistari sem hefur farðað stjörnur Íslands hvorki meira né minna en 27 ár og er enn að - hélt upp á fimmtugsafmælið sitt með stæl í sal Karlakórs Fóstbræðra. Fjöldi gesta fagnaði með Stínu eins og hún er ávallt kölluð. Eins og myndirnar sýna leiddist engum í afmælisveislunni og veitingarnar voru aldeilis ekki af verri endanum.

Lífið
Fréttamynd

Stuðmenn fá fullt hús stiga

Það ríkti mikil gleði í Hörpu á föstudags- og laugardagskvöld þegar Stuðmenn fögnuðu þrjátíu ára afmæli myndarinnar Með allt á hreinu og það var vægast sagt áberandi á samskiptasíðunni Facebook um helgina að fólk var almennt ánægt með tónleikana. Friðrik Ómar, Ólafur Páll og Selma Björns lifa og hrærast í tónlistarbransanum - þetta var það sem þau sögðu um Stuðmannatónleikana:

Tónlist
Fréttamynd

Margrét Gnarr ekki á verðlaunapall

"Þá er minni þátttöku lokið á Heimsmeistaramótinu:) Ég komst ekki í úrslit sem var soldið leiðinlegt og ég hef ekki ennþá fengið að vita af hverju en mig grunar að það sé vegna þess ég var ekki nógu skorin. Mitt markmið á þessu móti var að fá reynsluna og standa mig vel á sviðinu sem ég tel mig hafa gert og ég er sátt með það:) Næsta mót er Arnold Classic Europe í Madríd næstu helgi!!:)" skrifaði Margrét Edda Gnarr, dóttir borgarstjórans í Reykjavík, sem er stödd í Póllandi á heimsmeistaramóti í módelfitness. Margrét gengur sátt frá keppni þrátt fyrir að hafa ekki komist í úrslitin á mótinu. Nú horfir hún bjartsýn fram á við en næsti viðkomustaður hennar er Spánn þar sem hún keppir á Arnold Classic Europe mótinu eins en þar ætlar hún sér stóra hluti.

Lífið
Fréttamynd

Auglýsingabransinn eins og hann leggur sig

Gríðarlegur áhuginn var á ráðstefnu um Krossmiðlun, sem fyrirtækin í Kaaberhusinu, Fíton, Kansas, Skapalón, Miðstræti og Auglýsingamiðlun, stóðu að í gærdag. Hátt í 500 atvinnumenn í markaðsmálum fylltu norðurljósa-sal Hörpunnar. Meðal fyrirlesara voru fulltrúar frá Google, Huge Inc., Timgu og Dominos. Þeir kynntu mikilvægi þess að hugsa markaðsmál sem heild og á hvernig vefur, samfélagsmiðlar og snjallasímar skipa ríkan sess í markaðssetningu, vöru og þjónustu ásamt hefðbundnum miðlum. Skoða myndir frá ráðstefnunni HÉR.

Lífið
Fréttamynd

Katrín opnar stærstu bókabúð landsins

Í gær opnaði Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, formlega stærstu bókabúð landsins að viðstöddum helstu bókaútgefendum Íslands. Á eBækur.is fást allar helstu rafbækur sem gefnar hafa verið út á íslensku auk hundruða þúsunda erlendra bókatitla. Bæði er um rafbækur og hljóðbækur að ræða. Samhliða vefnum bjóða eBækur upp á fyrsta íslenska rafbóka-appið til að fullkomna séríslenska lestrarupplifun í spjaldtölvum og snjallsímum. Hægt er að nálgast eBóka appið á App Store og Play Store.eBækur eru samstarfsaðili Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO og í tilefni af Lestrarhátíð í október gefa eBækur rafbókina Vögguvísu eftir Elías Mar.Í tilefni opnunar eBóka býðst notendum 30% afsláttur af fyrstu kaupum auk fimm sérvaldra bóka án endurgjalds við skráningu. Með tilkomu spjaldtölva og snjallsíma hefur útgáfa og notkun hljóð- og rafbóka tekið stökk á stuttum tíma. Fyrirsjáanleg er útgáfa stöðugt fleiri titla og rafbókin mun jafnvel taka við af þeirri prentuðu í einhverjum tilvikum.

Lífið
Fréttamynd

Stoltir hundaeigendur ganga Laugaveginn

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Hljómskálagarðinum eftir árlega göngu niður Laugaveginn sem Hundaræktarfélag Íslands stóð fyrir. Gengið var frá Hlemmi niður að tjörn. Skólahljómsveit Kópavogs sló taktinn með stoltum hundaeigendum. Vísir fangaði stemninguna með því að mynda nokkra hunda og eigendur þeirra eins og sjá má HÉR. Hundaræktarfélag Íslands - heimasíða.

Lífið
Fréttamynd

Fjölmennt í Fíton fögnuði

Í gærkvöldi hélt auglýsingastofan Fíton árlegt partí í Kaaberhúsinu þar sem Auglýsingamiðlun, Skapalón, Miðstræti og Kansas, fögnuðu útgáfu Fítonblaðsins með viðskiptavinum og fjölda gesta sem skemmtu sér greinilega mjög vel eins og meðfylgjandi myndir sem Sigurjón Ragnar tók sýna. Skoða myndir HÉR.

Lífið
Fréttamynd

Þarna leiddist engum

Verslunin Kastanía sem er í turninum Höfðatorgi fagnaði haustkomu á fimmtudagskvöldið. Fjöldi gesta mætti, skoðaði klútana, veskin, fatnaðinn og skartið samhliða því að njóta veitinga sem boðið var upp á...

Lífið