Sund

Fréttamynd

Þau bestu synda í Laugardalnum

Íslandsmeistaramótið í sundi í 50 metra laug hófst í sundmiðstöðinni í Laugardal í morgun. 132 bestu sundmenn landsins mæta til keppni ásamt erlendum gestum.

Sport
Fréttamynd

Gullsöfnun í Eindhoven

Jón Margeir Sverrisson setti fimm Íslandsmet og vann til fjögurra gullverðlauna á Swimcup í Eindhoven í Hollandi en mótinu lauk í gær.

Sport
Fréttamynd

Lance Armstrong hættur við - FINA kvartaði

Lance Armstrong mun ekki keppa á Masters South Central Zone sundmótinu sem fer fram í Texas um næstu helgi. Vísir sagði frá þátttöku hans fyrr í dag en þessi fyrrum hjólreiðakappi er nú hættur við eftir kvartanir frá Alþjóðasundsambandinu.

Sport
Fréttamynd

Jón Margeir í metaham á fyrsta degi

Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson byrjar vel á Swim Cup mótinu í Eindhoven í Hollandi því hann setti tvö Íslandsmet á fyrsta degi mótsins sem stendur fram á sunnudag.

Sport
Fréttamynd

Lance Armstrong farinn að keppa í sundi

Lance Armstrong, fyrrum hjóleiðakappi og nú svarti sauðurinn í heimi íþróttanna eftir lyfjahneykslismálið margfræga, er ekki hættur að keppa. Nú ætlar hann að reyna fyrir sér í sundinu.

Sport
Fréttamynd

Eygló Ósk bætti Íslandsmetið

Eygló Ósk Gústafsdóttir, 18 ára sundkona úr Ægi, setti nýtt Íslandsmet og tryggði sér sigur í 100 metra baksundi á danska meistaramótinu í 50 metra laug sem fer nú fram í Bellahöj í Kaupmannahöfn.

Sport
Fréttamynd

Fimmtán Íslandsmet í sundi fatlaðra

Reykjavíkurmótinu í sundi lauk í dag en alls féllu fimmtán Íslandsmet í flokki fatlaðra á mótinu. Jón Margeir Sverrisson bætti Íslandsmet í alls sjö greinum.

Sport
Fréttamynd

Jón Margeir í sérklassa í Svíþjóð - vann sjö gull

Á heimasíðu sænska sambandsins fyrir íþróttir fatlaðra þá fær íslenski sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson mikið hrós fyrir frammistöðu sína á opna Malmö-sundmótinu sem fram fór um helgina. Í frétt um mótið er talað um á íslenski gullverðlaunahafinn frá ÓL í London hafi verið í sérklassa á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Kolbrún Alda fékk að eiga Sjómannabikarinn

Kolbrún Alda Stefánsdóttir frá Firði/SH vann Sjómannabikarinn þriðja árið í röð á Nýárssundmóti Íþróttasambands fatlaðra sem fór fram í Laugardalslauginni í dag. Kolbrún Alda vann því bikarinn til eignar og er hún fjórði sundmaðurinn sem nær því.

Sport
Fréttamynd

Yfirlýsing frá Hrafnhildi: Rann til í matvörubúð í Frakklandi

Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir hefur ákveðið að koma fram og segja frá því hvernig hún meiddi sig skömmu fyrir Ólympíuleikana í London í sumar. Meiðslin þýddu að hún sleppti fyrstu keppnisgrein sínum á leikunum og þurfti að synda þjáð í þeim greinum sem hún tók þátt í á leikunum.

Sport
Fréttamynd

Íris Ósk Norðurlandameistari unglinga

Íris Ósk Hilmarsdóttir úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar vann til gullverðlauna og setti Íslandsmet í telpnaflokki í 200 metra baksundi á Norðurlandamóti unglinga sem lauk í Finnlandi um helgina.

Sport
Fréttamynd

Anton Sveinn með tvö Íslandsmet í sama sundinu

Anton Sveinn Mckee úr Ægi setti í dag tvö Íslandsmet í sama sundinu þegar hann keppti í 1500 metra skriðsundi á Heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Istanbul í Tyrklandi. Anton Sveinn setti þar með þrjú Íslandsmet á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Orri Freyr undir 50 sekúndurnar - Hrafnhildur í 18. sæti

Orri Freyr Guðmundsson, sundmaður í SH, varð aðeins annar Íslendingurinn til að synda 100 metra skriðsund undir 50 sekúndum þegar hann keppti í undanrásum í greininni á Heimsmeistaramótinu í í 25 metra laug í Istanbul í Tyrklandi. Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í 18. sæti í 200 metra bringusundi.

Sport
Fréttamynd

Setti heimsmet tvo daga í röð

Bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte hefur verið í miklum ham á HM í sundi í 25 metra laug í Istanbul í Tyrklandi en hann hefur nú sett heimsmet tvo daga í röð auk þess að vinna fjögur gull.

Sport
Fréttamynd

Mig dreymir um að ná afrekum Arnar

Anton Sveinn McKee úr Ægi bætti tíu ára gamalt Íslandsmet Arnar Arnarsonar í 400 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Istanbúl í gær. Sundkappinn nítján ára segir reynslu af þátttöku í mótum erlendis vera að skila sér.

Sport
Fréttamynd

Ellefu Íslandsmet á seinni deginum í Ásvallalaug

Íslandsmóti fatlaðra í sundi í 25 metra laug lauk í Ásvallalaug í Hafnarfirði í dag. Ellefu Íslandsmet voru sett á síðari degi mótsins en alls voru sett þrjátíu Íslandsmet á keppnisdögunum tveimur.

Sport
Fréttamynd

Verð alltaf Íslendingur innst inni

Sindri Þór Jakobsson gerðist norskur ríkisborgari fyrir tveimur árum og hann er nú þegar fremsti flugsundsmaður Norðmanna. Skagamaðurinn tók sér frí frá sundinu eftir að æfingafélagi hans féll frá með sviplegum hætti. Sindri var sá fyrsti sem kom að Alexander Dale Oen þar sem hann lá meðvitundarlaus á hótelherbergi í Bandaríkjunum.

Sport
Fréttamynd

Eygló Ósk í 13. sæti í 200 metra baksundi

Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Sundfélaginu Ægi varð með þrettánda besta tímann í undanrásum í 200 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í sundi í Chartres í Frakklandi í morgun en það voru bara átta bestu sundkonurnar sem komust áfram.

Sport
Fréttamynd

Ingibjörg í 15. sæti og Inga Elín með Íslandsmet

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH náði 15. sæti í 50 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem fer fram í Chartres í Frakklandi. Skagastúlkan Inga Elín Cryer setti Íslandsmet í 400 metra skriðsundi.

Sport
Fréttamynd

Eygló Ósk í undanúrslit á EM

Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi komst í morgun í undanúrslit í 100 metra baksundi á Evrópumeistaramóti í 25 metra laug sem hófst í morgun í Chartres í Frakklandi. Eygló var næstsíðust inn í undanúrslitin en undanúrslitasundið fer fram í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Inga Elín bætti met Hrafnhildar | Metin féllu í Ásvallalaug

Inga Elín Cryer, sundkona af Akranesi, setti Íslandsmet í 400 metra fjórsundi á lokadegi Íslandsmeistaramótsins í sundi í 25 metra laug í Ásvallalaug í dag. Inga Elín kom í mark á tímanum 4:47.21 mínútur og bætti met Hrafnhildar Lúthersdóttur úr SH árið 2010 um 37/100 úr sekúndu.

Sport