Stelpurnar með öll Íslandsmetin og níu bestu sætin á HM í sundi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2014 07:30 Hrafnhildur Lúthersdóttir komst inn á topp 22 í þremur sundum. Vísir/Vilhelm Jacky Pellerin, landsliðsþjálfari Íslands í sundi, var ánægður með árangur íslenska sundfólksins á HM í sundi í 25 metra laug sem lauk í Doha, höfuðborg Katar, um helgina. „Ég er mjög sáttur með árangur hópsins. Við fengum fimm Íslandsmet og þrjú landssveitarmet svo að það er ekki hægt annað en að vera ánægður með það,“ sagði Jacky Pellerin. Eygló Ósk Gústafsdóttir náði bestum árangri þegar hún náði tíunda sæti í 200 metra baksundi en hún var mjög nálægt því að komast í úrslitin. „Þetta munaði litlu hjá henni. Hún var alveg við sinn besta tíma en auðvitað vorum við pínulítið vonsvikinn þar sem það munaði svona litlu. Þetta var samt hröð grein með heimsmeti og hún var sátt enda skilaði hún sínu,“ sagði Pellerin. Stelpurnar áttu öll fimm Íslandsmetin í einstaklingsgreinum á mótinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir (100 og 200 metra bringusund) og Inga Elín Cryer (400 og 800 metra skriðsund) settu báðar tvö Íslandsmet og Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti metið í 100 metra fjórsundi. En eru stelpurnar betri en strákarnir? „Það er í rauninni ekki hægt að bera þetta saman en það er samt ekki hægt að neita því að stelpurnar eru örlítið betri en strákarnir. Stelpurnar eru hins vegar miklu reyndari og hafa synt áður á svona stóru móti en strákarnir eru yngri og mun reynsluminni,“ sagði Pellerin. „Það er mjög jákvætt að fara út með svona marga keppendur og þetta var frábær reynsla fyrir sundfólkið og okkur þjálfarana líka. Þetta er vonandi bara fyrsta mótið af mörgum hjá fullt af þessum krökkum,“ sagði Pellerin. Hér til hliðar má síðan sjá topp tíu listann yfir besta árangur íslenska sundfólksins í Katar en stelpurnar áttu níu bestu sæti Íslendinga á HM í 25 metra laug í ár.Besti árangur Íslendinga á HM í sund 2014: 10. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 200 metra baksund 17. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 200 metra bringusund* 19. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 50 metra bringusund 22. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 100 metra bringusund* 23. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 100 metra fjórsund* 23. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 100 metra baksund 25. sæti Inga Elín Cryer, 800 metra skriðsund* 27. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 50 metra baksund 27. sæti Inga Elín Cryer, 400 metra skriðsund * 30. sæti Kristinn Þórarinsson, 200 metra fjórsund* Setti Íslandsmet í greininni Sund Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Jacky Pellerin, landsliðsþjálfari Íslands í sundi, var ánægður með árangur íslenska sundfólksins á HM í sundi í 25 metra laug sem lauk í Doha, höfuðborg Katar, um helgina. „Ég er mjög sáttur með árangur hópsins. Við fengum fimm Íslandsmet og þrjú landssveitarmet svo að það er ekki hægt annað en að vera ánægður með það,“ sagði Jacky Pellerin. Eygló Ósk Gústafsdóttir náði bestum árangri þegar hún náði tíunda sæti í 200 metra baksundi en hún var mjög nálægt því að komast í úrslitin. „Þetta munaði litlu hjá henni. Hún var alveg við sinn besta tíma en auðvitað vorum við pínulítið vonsvikinn þar sem það munaði svona litlu. Þetta var samt hröð grein með heimsmeti og hún var sátt enda skilaði hún sínu,“ sagði Pellerin. Stelpurnar áttu öll fimm Íslandsmetin í einstaklingsgreinum á mótinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir (100 og 200 metra bringusund) og Inga Elín Cryer (400 og 800 metra skriðsund) settu báðar tvö Íslandsmet og Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti metið í 100 metra fjórsundi. En eru stelpurnar betri en strákarnir? „Það er í rauninni ekki hægt að bera þetta saman en það er samt ekki hægt að neita því að stelpurnar eru örlítið betri en strákarnir. Stelpurnar eru hins vegar miklu reyndari og hafa synt áður á svona stóru móti en strákarnir eru yngri og mun reynsluminni,“ sagði Pellerin. „Það er mjög jákvætt að fara út með svona marga keppendur og þetta var frábær reynsla fyrir sundfólkið og okkur þjálfarana líka. Þetta er vonandi bara fyrsta mótið af mörgum hjá fullt af þessum krökkum,“ sagði Pellerin. Hér til hliðar má síðan sjá topp tíu listann yfir besta árangur íslenska sundfólksins í Katar en stelpurnar áttu níu bestu sæti Íslendinga á HM í 25 metra laug í ár.Besti árangur Íslendinga á HM í sund 2014: 10. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 200 metra baksund 17. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 200 metra bringusund* 19. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 50 metra bringusund 22. sæti Hrafnhildur Lúthersdóttir, 100 metra bringusund* 23. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 100 metra fjórsund* 23. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 100 metra baksund 25. sæti Inga Elín Cryer, 800 metra skriðsund* 27. sæti Eygló Ósk Gústafsdóttir, 50 metra baksund 27. sæti Inga Elín Cryer, 400 metra skriðsund * 30. sæti Kristinn Þórarinsson, 200 metra fjórsund* Setti Íslandsmet í greininni
Sund Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira