Sund

Fréttamynd

Eva fékk styrk frá Reykjavíkurborg - sjöundi reykvíski Ólympíufarinn

Reykjavíkurborg og Íþróttabandalag Reykjavíkur afhentu í dag Evu Hannesdóttur sundkonu úr KR styrk en hún hefur tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London. Eva tryggði sig inn á leikana með því að ná lágmarkinu í 4x 100 metra fjórsundi en sveitina skipa auk hennar Hrafnhildur Lúthersdóttir, Sarah Blake Bateman og Eygló Ósk Gústafsdóttir.

Sport
Fréttamynd

Hrafnhildur náði 3. sætinu í 100 metra bringu í Mónakó

Hrafnhildur Lúthersdóttir náði besta árangri íslenska sundfólksins á fyrri degi sundmóts í Mónakó en mótið er hluti af Mare Nostum mótaröðinni og eru íslenska sundfólkið að reyna að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í London. Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í þriðja sæti í 100 metra bringusundi en Eygló Ósk Gústafsdóttir setti stúlknamet í 100 metra flusundi í undanrásunum.

Sport
Fréttamynd

Var ekki í myndinni að fara á ÓL

Sundkonan Eva Hannesardóttir byrjaði fyrst að hugsa um þann möguleika að keppa á Ólympíuleikunum í Lundúnum fyrir um mánuði síðan en fyrr í vikunni fékk hún staðfest að hún verði með á leikunum í ár.

Sport
Fréttamynd

Ísland í fyrsta sinn með boðsundsveit á ÓL

Góður árangur íslensku landssveitarinnar í 4x100 m fjórsundi kvenna á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi á dögunum mun líklega nægja til að tryggja sveitinni þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar.

Sport
Fréttamynd

Ingibjörg Kristín náði tíunda sætinu í 50 metra baksundi

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir komst ekki í úrslitasundið í 50 metra baksundi á EM í 50 metra laug í Ungvherjalandi en hún synti á 29,14 sekúndum í undanúrslitasundinu og var 30/100 frá því að komast í úrslitin. Ingibjörg varð í 10. sæti af 16 keppendum í undanúrslitum.

Sport
Fréttamynd

Hrafnhildur í 5. sæti í 200 metra bringu á EM - setti Íslandsmet

Hrafnhildur Lúthersdóttir setti nýtt Íslandsmet og náði fimmta sætinu í 200m bringusundi kvenna á EM50 í Ungverjalandi þegar hún synti á 2:27,92 mínútum í úrslitasundinu. Hrafnhildur bætti sitt eigið Íslandsmet frá í síðasta mánuði og var aðeins hársbreidd frá því að komast á pall.

Sport
Fréttamynd

Eygló endaði í 22. sæti í 200 metra skriðsundi á EM

Þrjár íslenskar sundkonur kepptu í 200 metra skriðsundi í morgun á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Ungverjalandi. Eygló Gústafsdóttir synti á 2.03,31 sem er rétt við Íslandsmet hennar sem er 2.03,08 mín. Eygló endaði í 22. sæti af alls 41 keppendum sem luku keppni.

Sport
Fréttamynd

Sarah Blake komst ekki áfram

Sarah Blake Batman var rúmri sekúndu frá Íslandsmeti sínu í 100 m flugsundi á EM í Debrecen í Ungverjalandi í morgun.

Sport
Fréttamynd

Hrafnhildur aftur í undanúrslit

Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, komst í morgun í undanúrslit á EM í 50 m laug í annað skiptið á mótinu, þegar hún keppti í 200 m bringusundi.

Sport
Fréttamynd

Sigrún Brá langt frá sínu besta

Sigrún Brá Sverrisdóttir náði sér ekki á strik í 800 m skriðsundi á EM í 50 m laug í Debrecen í Ungverjalandi í morgun. Hún hafnaði í fjórtánda sæti af fimmtán keppendum og komst því ekki í úrslitasundið.

Sport
Fréttamynd

Systurnar komust ekki áfram

Systurnar Eygló Ósk og Jóhanna Gerða Gústafsdætur kepptu báðar í 100 m baksundi á EM í Ungverjalandi í morgun. Hvorug komst þó áfram í undanúrslitin.

Sport
Fréttamynd

Jakob Jóhann dæmdur úr leik

Jakob Jóhann Sveinsson var dæmdur úr leik í 100 m bringsundi á EM í Ungverjalandi í morgun. Hann hefur þar með lokið keppni í mótinu.

Sport
Fréttamynd

Hrafnhildur komst ekki í úrslitin

Hrafnhildur Lúthersdóttir hafnaði í fjórtánda sæti í undanúrslitum í 100 m bringusundi á EM í Debrecen. Hún náði ekki að bæta Íslandsmetið sem hún setti í undanrásunum í morgun.

Sport
Fréttamynd

Íslenska sveitin bætti metið aftur

Ísland hafnaði í áttunda sæti í úrslitum í 4x100 m skriðsundi á EM í Debrecen í Ungverjlandi. Sveitin bætti Íslandsmet sitt frá því í undanrásunum í morgun.

Sport
Fréttamynd

Eygló komst ekki í úrslitin

Eygló Ósk Gústafsdóttir komst ekki í úrslit í 200 m baksundi á EM í Ungverjalandi. Hún var rúmum þremur sekúndum frá Íslandsmeti sínu.

Sport
Fréttamynd

Ísland í úrslit á nýju meti

Boðssundssveit Íslands komst í morgun áfram í úrslit í 4x100 m skriðsundi kvenna á Evrópumeistaramótinu en íslenska sveitin skilaði sér í mark á nýju Íslandsmeti.

Sport
Fréttamynd

Eygló Ósk í undanúrslit

Eygló Ósk Gústafsdóttir komst örugglega í undanúrslit í 200 m baksundi á EM í sundi sem hófst í Ungverjalandi morgun - þrátt fyrir að hafa verið langt frá sínu besta.

Sport
Fréttamynd

Fleiri eiga erindi til Lundúna

Alls fara tólf íslenskir sundmenn á EM í 50 m laug sem hefst í Debrecen í Ungverjalandi í dag. Helsta keppikefli þeirra verður að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum.

Sport
Fréttamynd

Alexander Dale Oen einn besti sundmaður heims er látinn

Alexander Dale Oen, einn besti sundmaður heims, er látinn en hann var aðeins 26 ára gamall. Oen fannst meðvitundarlaus í sturtuklefa á hótelherbergi eftir æfingu norska landsliðsins í Flagstaff í Bandaríkjunum. Læknateymi norska landsliðsins hófu strax endurlífgun en sundmaðurinn var úrskurðaður látinn kl. 21.00 að staðartíma í gær.

Sport
Fréttamynd

Eygló Ósk: Framar mínum væntingum

Fimmtán Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í 50 m laug um helgina og eitt til viðbótar var jafnað. Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi, fór á kostum um helgina. Hún tryggði sig inn á Ólympíuleikana og bætti Íslandsmet í sjö greinum á mótinu.

Sport