Bárðarbunga

Fréttamynd

Gasmengun spáð á öllu Norðurlandi

Veðurstofan varar við því að í dag megi búast við að gasmengunar verði vart norður og vestur af eldstöðinni í Holuhrauni. Líkur eru á mengun á svæðinu frá Öxarfirði, vestur í Húnaflóa og jafnvel að Breiðafirði.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtíu skjálftar í Bárðarbungu

Smáskjálftavirkni heldur áfram á svæðinu norðvestan til í Vatnajökli en fjöldi skjálfta frá því um kvöldmatarleytið í gær voru í kringum fimmtíu.

Innlent
Fréttamynd

Vatnalíf ætti ekki að skaðast

Ekki eru miklar líkur á því að vatnalíf og fiskur skaðist vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni, er mat Veiðimálastofnunar með þeim fyrirvara að í eldgosum hefur skaði hlotist af eldgosum.

Innlent
Fréttamynd

Grunnvatn gæti sagt fyrir um jarðskjálfta

Rannsóknir á grunnvatni benda til að efnabreytingar í því geti haft forspárgildi um stóra jarðskjálfta. Gæti nýst vel með öðrum rannsóknum sem lúta að því sama. Vísindamenn rannsaka gögnin nú í samhengi við eldgosið í Holuhrauni.

Innlent
Fréttamynd

Málmtæring vandamál í langdregnu gosi

Efnasambönd í gosmekkinum frá Holuhrauni eru mjög tærandi – og viðbúið að upp komi vandamál dragist gosið á langinn. Umhverfisstofnun hefur borist ábending um ryðmyndun sem tengist gosinu. Landsnet lætur kanna áhrif á sín mannvirki.

Innlent
Fréttamynd

Fjörutíu skjálftar frá miðnætti

Rúmlega fjörutíu skjálftar hafa verið staðsettir við Bárðarbungu frá miðnætti og yfir 30 í ganginum. Eru það nokkuð fleiri skjálftar en á sama tíma í gær.

Innlent
Fréttamynd

Búist við gasmengun til norðurs

Eldgosið heldur áfram í Holuhrauni og vegna suðlægra átta mun gasmengun frá því berast til norðurs eða á svæðið frá Eyjafirði til Melrakkasléttu. Skjálfti upp á 5,5 stig mældist í Bárðarbungu í gær og er þetta fjórði skjálftinn sem mælist af þessum styrkleika.

Innlent
Fréttamynd

25 þúsund skjálftar: Sá næststærsti reið yfir

„Þetta er miklu stærra gos en við höfum séð bæði á 19. og 20. öld. Við þurfum að bakka aftur að gosinu í Lakagígum til að finna eitthvað sambærilegt,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.

Innlent
Fréttamynd

22 skjálftar mældust í Bárðarbungu í nótt

Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni , en nú er réttur mánuður síðan það hófst. Skjálftavirkni á hamfarasvæðinu er álíka og síðustu sólarhringa, og sigið í öskjunni í Bárðarbungu heldur áfram.

Innlent
Fréttamynd

Bárðarbunga gæti tæmt sig á sólarhring

Stærsta mögulega sprengigosið í Bárðarbungu myndi aldrei standa nema í einn til tvo sólarhringa. Þótt það virðist ólíklegt verður að reikna með því versta, segir eldfjallafræðingur. Fólk á ekki að vera í hættu, enda er fjallið langt frá byggðu bóli.

Innlent
Fréttamynd

Ashfall may lead to water shortage

Research has been done in recent years on the ice in northwestern Vatnajökull, and the two largest layers measured 1cm thick in a 100km distance from the glacier. Experts claim this is a considerable amount, comparable to the ashlayers that were seen near Kirkjubæjarklaustur in the Grímsvatn eruption in 2011.

News in english
Fréttamynd

Gosvirkni enn í fullum gangi

Ekkert lát er á hraunrennslinu og hefur Volcano Discovery vefsíðan reiknað út að rennslið fylli tening, sem er 300 metar á hvern kant, á hverjum sólarhring.

Innlent