Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 24-32 | Burst í Vodafone-höllinni Ingvi Þór Sæmundsson í Vodafone-höllinni skrifar 16. apríl 2015 18:30 Haukamenn fagna. Vísir/stefán Haukar tóku forystuna í einvíginu við Val eftir stórsigur í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur 24-32, Hafnfirðingum í vil. Haukarnir höfðu mikla yfirburði og spiluðu líklega sinn besta leik í vetur.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Vodafone-höllinni og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Sóknarleikurinn, sem hefur verið akkilesarhæll Hauka á undanförnum árum, gekk frábærlega, líkt og í einvíginu gegn FH. Árni Steinn Steinþórsson hélt uppteknum hætti frá því í FH-seríunni og skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Hauka sem komust í 1-6 eftir níu mínútna leik. Valsvörnin var heillum horfin og Haukarnir skoruðu hver markið á fætur öðru með skotum meðfram síðum varnarmanna Valsmanna. Stephen Nielsen átti erfitt uppdráttar í markinu og fyrir vikið hrönnuðust Haukamörkin upp. Varnarleikur Hauka var einnig mjög sterkur og dró tennurnar úr sóknarmönnum Vals, að frátöldum Elvari Friðrikssyni sem skoraði fimm af 10 mörkum Vals í fyrri hálfleik. Síðustu sekúndur fyrri hálfleiks voru lýsandi fyrir vandræði Vals. Eftir að Kári Kristján Kristjánsson minnkaði muninn í 10-18 af vítalínunni fékk Guðmundur Hólmar Helgason, fyrirliði Vals, að líta rauða spjaldið fyrir brot á Janusi Daða Smárasyni. Og til að bæta gráu ofan á svart skoraði Adam Haukur Baumruk með skoti beint úr aukakastinu sem dæmt var. Haukar leiddu því með níu mörkum í hálfleik gegn deildarmeisturunum, 10-19. Seinni hálfleikurinn var aldrei spennandi og í raun bara spurning hversu mikill munurinn á liðunum yrði. Haukarnir voru duglegir að láta reka sig út af í byrjun seinni hálfleiks en Valsmönnum tókst ekki að nýta sér það sem skyldi. Gestirnir frá Hafnarfirði hleyptu Valsmönnum nær en sjö mörk og svo fór að þeir hrósuðu sigri, 24-32. Janus var markahæstur í liði Hauka með níu mörk en hann átti auk þess fjölda stoðsendinga. Árni Steinn kom næstur með sjö mörk en fjórir leikmenn Hauka gerðu þrjú mörk. Elvar var atkvæðamestur í liði Vals með sex mörk. Bjartur Guðmundsson nýtti sínar mínútur vel og skoraði fjögur mörk, líkt og Ómar Ingi Magnússon sem átti auk þess glæsilegar stoðsendingar á félaga sína.vísir/stefánPatrekur: Besti leikur okkar í vetur Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, sagði að frammistaðan gegn Val hefði verið sú besta hjá sínu liði í vetur. „Já, ég held það. Ég var ánægður með hvernig við komum inn í leikinn, hvernig hugarfarið og hvernig við nálguðumst þetta erfiða verkefni,“ sagði Patrekur. „Við vorum mjög þéttir og það var mikil samstaða í liðinu. Sóknarleikurinn var fjölbreyttur og það var frábært að skora 19 mörk í fyrri hálfleik gegn jafn öflugu liði og Val. „Það skiluðu allir frábærri vinnu og liðsheildin var sterk,“ sagði Patrekur en sóknarleikur Hauka var flottur í kvöld líkt og í seríunni gegn FH. „Það eru reyndar ekki bara þessir FH-leikir. Við höfum bætt okkur mikið eftir áramót eftir að hafa verið slakir fyrri hluta móts,“ sagði Patrekur sem var ánægður með hvernig Haukaliðið spilaði í seinni hálfleik en Hafnfirðingar gáfu ekkert eftir þrátt fyrir að leiða með níu mörkum í hálfleik. „Við erum að spila í úrslitakeppni og á móti toppliði sem er með frábæra leikmenn svo það þýðir ekkert að slaka á. Ég lagði áherslu á það og það er það sem maður er alltaf að reyna sem þjálfari, að einbeita sér að því sem maður getur stjórnað.“ Þrátt fyrir öruggan og sannfærandi sigur í kvöld er Patrekur á jörðinni en Haukar og Valur mætast öðru sinni í Schenker-höllinni á laugardaginn. „Við erum bara 1-0 yfir og undirbúningurinn verður sá sami. Við greinum þennan leik og höldum áfram að bera virðingu fyrir andstæðingnum. Við mætum með heilbrigt sjálfstraust í næsta leik og vitum að við getum spilað góðan handbolta. „En það er ekkert sjálfgefið og menn þurfa alltaf að sanna sig upp á nýtt,“ sagði Patrekur að endingu.vísir/stefánJanus Daði: Skytturnar voru heitar Janus Daði Smárason átti afbragðs leik í liði Hauka í kvöld, skoraði níu mörk og átti auk þess fjölda stoðsendinga á samherja sína. Hann var að vonum sáttur eftir leikinn. „Við höfum verið að spila okkur í gang í vetur. Við spiluðum líka gríðarlega vel gegn FH í átta-liða úrslitunum,“ sagði Janus og bætti við: „Við komum einbeittir til leiks í kvöld og kláruðum þetta í fyrri hálfleik. „Þetta gekk voða vel hjá okkur í fyrri hálfleik og skytturnar voru heitar. Árni (Steinn Steinþórsson) setti boltann alltaf í skeytin, það var sama hvar hann stóð,“ sagði Janus sem átti sjálfur frábæran leik eins og áður sagði. „Ég klikkaði reyndar á víti eins og við höfum verið að gera í vetur. Við klikkuðum reyndar bara á einu í kvöld sem er jákvætt. „En þetta spilaðist nokkuð vel fyrir okkur í kvöld,“ sagði Janus en við hverju býst hann á laugardaginn? „Bara hörkuleik. Þeir koma örugglega grimmari til leiks en við verðum á heimavelli og þurfum að berjast fyrir sigrinum.“vísir/stefánFinnur Ingi: Þurfum að laga allt fyrir næsta leik „Það fór allt úrskeiðis,“ sagði Finnur Ingi Stefánsson, hornamaður Vals, aðspurður um hvað hafi orðið Valsmönnum að falli gegn Haukum í kvöld. „Við vorum lélegir í vörn og fengum þar af leiðandi ekki markvörslu og hraðaupphlaup. „Við vorum líka að ströggla í sóknarleiknum og þurftum að hafa mikið fyrir öllu,“ sagði Finnur en Valsliðinu tókst aldrei að minnka muninn að neinu ráði í seinni hálfleik, þrátt fyrir að Haukar væru mikið einum færri. „Við spiluðum illa í yfirtölunni. Það er ekkert hægt að minnka muninn ef maður nýtir ekki svona kafla. Það er bara þannig.“ Þrátt fyrir útreiðina í kvöld hefur Finnur trú á að Valsmönnum takist að snúa dæminu sér í vil á laugardaginn. „Það fór allt úrskeiðis í kvöld svo við þurfum að laga allt fyrir laugardaginn. Við þurfum að fá miklu meiri grimmd í vörnina og það þarf að vera betra flæði í sóknarleiknum. Þetta var gríðarlega erfitt í kvöld. „Við getum snúið þessu við. Það þarf enn að vinna þrjá leiki. Við erum alveg í sömu stöðu og áður,“ sagði Finnur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Haukar tóku forystuna í einvíginu við Val eftir stórsigur í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur 24-32, Hafnfirðingum í vil. Haukarnir höfðu mikla yfirburði og spiluðu líklega sinn besta leik í vetur.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Vodafone-höllinni og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Sóknarleikurinn, sem hefur verið akkilesarhæll Hauka á undanförnum árum, gekk frábærlega, líkt og í einvíginu gegn FH. Árni Steinn Steinþórsson hélt uppteknum hætti frá því í FH-seríunni og skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Hauka sem komust í 1-6 eftir níu mínútna leik. Valsvörnin var heillum horfin og Haukarnir skoruðu hver markið á fætur öðru með skotum meðfram síðum varnarmanna Valsmanna. Stephen Nielsen átti erfitt uppdráttar í markinu og fyrir vikið hrönnuðust Haukamörkin upp. Varnarleikur Hauka var einnig mjög sterkur og dró tennurnar úr sóknarmönnum Vals, að frátöldum Elvari Friðrikssyni sem skoraði fimm af 10 mörkum Vals í fyrri hálfleik. Síðustu sekúndur fyrri hálfleiks voru lýsandi fyrir vandræði Vals. Eftir að Kári Kristján Kristjánsson minnkaði muninn í 10-18 af vítalínunni fékk Guðmundur Hólmar Helgason, fyrirliði Vals, að líta rauða spjaldið fyrir brot á Janusi Daða Smárasyni. Og til að bæta gráu ofan á svart skoraði Adam Haukur Baumruk með skoti beint úr aukakastinu sem dæmt var. Haukar leiddu því með níu mörkum í hálfleik gegn deildarmeisturunum, 10-19. Seinni hálfleikurinn var aldrei spennandi og í raun bara spurning hversu mikill munurinn á liðunum yrði. Haukarnir voru duglegir að láta reka sig út af í byrjun seinni hálfleiks en Valsmönnum tókst ekki að nýta sér það sem skyldi. Gestirnir frá Hafnarfirði hleyptu Valsmönnum nær en sjö mörk og svo fór að þeir hrósuðu sigri, 24-32. Janus var markahæstur í liði Hauka með níu mörk en hann átti auk þess fjölda stoðsendinga. Árni Steinn kom næstur með sjö mörk en fjórir leikmenn Hauka gerðu þrjú mörk. Elvar var atkvæðamestur í liði Vals með sex mörk. Bjartur Guðmundsson nýtti sínar mínútur vel og skoraði fjögur mörk, líkt og Ómar Ingi Magnússon sem átti auk þess glæsilegar stoðsendingar á félaga sína.vísir/stefánPatrekur: Besti leikur okkar í vetur Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, sagði að frammistaðan gegn Val hefði verið sú besta hjá sínu liði í vetur. „Já, ég held það. Ég var ánægður með hvernig við komum inn í leikinn, hvernig hugarfarið og hvernig við nálguðumst þetta erfiða verkefni,“ sagði Patrekur. „Við vorum mjög þéttir og það var mikil samstaða í liðinu. Sóknarleikurinn var fjölbreyttur og það var frábært að skora 19 mörk í fyrri hálfleik gegn jafn öflugu liði og Val. „Það skiluðu allir frábærri vinnu og liðsheildin var sterk,“ sagði Patrekur en sóknarleikur Hauka var flottur í kvöld líkt og í seríunni gegn FH. „Það eru reyndar ekki bara þessir FH-leikir. Við höfum bætt okkur mikið eftir áramót eftir að hafa verið slakir fyrri hluta móts,“ sagði Patrekur sem var ánægður með hvernig Haukaliðið spilaði í seinni hálfleik en Hafnfirðingar gáfu ekkert eftir þrátt fyrir að leiða með níu mörkum í hálfleik. „Við erum að spila í úrslitakeppni og á móti toppliði sem er með frábæra leikmenn svo það þýðir ekkert að slaka á. Ég lagði áherslu á það og það er það sem maður er alltaf að reyna sem þjálfari, að einbeita sér að því sem maður getur stjórnað.“ Þrátt fyrir öruggan og sannfærandi sigur í kvöld er Patrekur á jörðinni en Haukar og Valur mætast öðru sinni í Schenker-höllinni á laugardaginn. „Við erum bara 1-0 yfir og undirbúningurinn verður sá sami. Við greinum þennan leik og höldum áfram að bera virðingu fyrir andstæðingnum. Við mætum með heilbrigt sjálfstraust í næsta leik og vitum að við getum spilað góðan handbolta. „En það er ekkert sjálfgefið og menn þurfa alltaf að sanna sig upp á nýtt,“ sagði Patrekur að endingu.vísir/stefánJanus Daði: Skytturnar voru heitar Janus Daði Smárason átti afbragðs leik í liði Hauka í kvöld, skoraði níu mörk og átti auk þess fjölda stoðsendinga á samherja sína. Hann var að vonum sáttur eftir leikinn. „Við höfum verið að spila okkur í gang í vetur. Við spiluðum líka gríðarlega vel gegn FH í átta-liða úrslitunum,“ sagði Janus og bætti við: „Við komum einbeittir til leiks í kvöld og kláruðum þetta í fyrri hálfleik. „Þetta gekk voða vel hjá okkur í fyrri hálfleik og skytturnar voru heitar. Árni (Steinn Steinþórsson) setti boltann alltaf í skeytin, það var sama hvar hann stóð,“ sagði Janus sem átti sjálfur frábæran leik eins og áður sagði. „Ég klikkaði reyndar á víti eins og við höfum verið að gera í vetur. Við klikkuðum reyndar bara á einu í kvöld sem er jákvætt. „En þetta spilaðist nokkuð vel fyrir okkur í kvöld,“ sagði Janus en við hverju býst hann á laugardaginn? „Bara hörkuleik. Þeir koma örugglega grimmari til leiks en við verðum á heimavelli og þurfum að berjast fyrir sigrinum.“vísir/stefánFinnur Ingi: Þurfum að laga allt fyrir næsta leik „Það fór allt úrskeiðis,“ sagði Finnur Ingi Stefánsson, hornamaður Vals, aðspurður um hvað hafi orðið Valsmönnum að falli gegn Haukum í kvöld. „Við vorum lélegir í vörn og fengum þar af leiðandi ekki markvörslu og hraðaupphlaup. „Við vorum líka að ströggla í sóknarleiknum og þurftum að hafa mikið fyrir öllu,“ sagði Finnur en Valsliðinu tókst aldrei að minnka muninn að neinu ráði í seinni hálfleik, þrátt fyrir að Haukar væru mikið einum færri. „Við spiluðum illa í yfirtölunni. Það er ekkert hægt að minnka muninn ef maður nýtir ekki svona kafla. Það er bara þannig.“ Þrátt fyrir útreiðina í kvöld hefur Finnur trú á að Valsmönnum takist að snúa dæminu sér í vil á laugardaginn. „Það fór allt úrskeiðis í kvöld svo við þurfum að laga allt fyrir laugardaginn. Við þurfum að fá miklu meiri grimmd í vörnina og það þarf að vera betra flæði í sóknarleiknum. Þetta var gríðarlega erfitt í kvöld. „Við getum snúið þessu við. Það þarf enn að vinna þrjá leiki. Við erum alveg í sömu stöðu og áður,“ sagði Finnur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira