Handbolti

Al­freð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM

Gísli Bragi Hjartar­son múrara­meistari og fyrr­verandi bæjar­full­trúi á Akur­eyri er látinn. Gísli, sem var á 86. aldursári, er faðir Al­freðs Gísla­sonar, lands­liðsþjálfara Þýska­lands og fyrr­verandi lands­liðs­manns í hand­bolta og lést hann á þriðju­daginn síðastliðinn, 21.janúar, sama dag og Al­freð stýrði Þýska­landi gegn Dan­mörku á HM í hand­bolta.

Handbolti

Sjáðu markið sem hefði bjargað Ís­landi á HM

Eins og vonbrigðin yfir tapi Íslands gegn Króatíu í gærkvöld séu ekki nógu mikil þá nístir sjálfsagt inn að beini að jöfnunarmark Slóvena gegn Egyptum, sem hefði svo gott sem komið Íslandi inn í 8-liða úrslitin, skyldi ekki fá að standa í gær.

Handbolti

Mynda­syrpa frá svekkelsinu í Zagreb

Ísland tapaði fyrir heimaliði Króatíu, 32-26, í öðrum leik sínum í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í gær. Fyrir vikið eru möguleikar Íslendinga á að komast í átta liða úrslit orðnir ansi litlir.

Handbolti

Hvernig kemst Ís­land á­fram?

Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta á að komast í átta liða úrslit á HM er ansi veik eftir slæmt tap fyrir Króatíu í kvöld, 32-26. En hvað þarf að gerast til að Ísland komist upp úr milliriðli 4 og í átta liða úrslit?

Handbolti

„Fyrri hálf­leikurinn var al­veg frá­bær“

„Við fengum rosa góða byrjun á leiknum, vörnin var alveg hrikalega sterk og markvarslan góð. Fengum ekkert hraðaupphlaup út úr því en náðum að komast í sóknirnar og klára þær ágætlega,“ sagði landsliðsþjálfari Króatíu, Dagur Sigurðsson, eftir sigurinn gegn Íslandi.

Handbolti

„Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“

„Erfiður dagur. Við vorum bara ekki nægilega góðir,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson eftir sex marka tap gegn Króatíu. Hann segir liðið ekki hafa náð sama takti varnarlega og í síðustu tveimur leikjum, tapið muni síðan líklega kosta sæti í átta liða úrslitum.

Handbolti

Einar Þor­steinn kemur inn í hópinn

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, gerir eina breytingu á leikmannahópi liðsins fyrir leikinn gegn Króatíu í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í kvöld.

Handbolti

„Ís­lenska liðið lítur vel út“

Það verður vafalítið sérstök stund fyrir Dag Sigurðsson að mæta Íslandi í kvöld en hann er þjálfari króatíska landsliðsins. Fyrsti útlendingurinn sem fékk það eftirsótta starf.

Handbolti

Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Ís­landi með Snorra

Íslenska karlalandsliðið í handbolta þarf á öllum sínum kröftum að halda í kvöld til að vinna Króata á heimavelli þeirra í Zagreb, í afar mikilvægum leik á HM. Í liði Króata má finna frábæra leikmenn og þjálfarinn Dagur Sigurðsson veit sjálfsagt allt sem hægt er að vita um íslenska liðið.

Handbolti