Handbolti

„Okkar besti leikur á tíma­bilinu“

„Ég held að við getum sagt það að við erum sennilega að spila okkar besta leik á tímabilinu,“ sagði Ágúst Jóhannesson, þjálfari Vals eftir að lið hans tryggði sig inn í úrslitaeinvígið um Evrópubikarinn með stórsigri í kvöld á liðinu Iuventa Michalovce.

Handbolti

„For­réttindi að fá að vera hluti af þessu liði“

„Vá þetta var geðveikt! Ég bara bjóst aldrei við þessu að við myndum bara taka þær með tíu á heimavelli,“ sagði Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hornamaður Vals, eftir glæsilegan tíu marka sigur á Iuventa Michalovce frá Slóvakíu í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópubikarsins.

Handbolti

Skara í undanúr­slit eftir víta­keppni

Deildarmeistarar Skara í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta eru komnir í 4-liða úrslit eftir að hafa sópað Kristianstad út en þriðji og síðasti sigurinn var þó torsóttur. Grípa þurfti til framlengingar í tvígang og að lokum til vítakeppni.

Handbolti

„Getum brotið blað í sögu hand­boltans“

Valskonur og þjálfarinn Ágúst Jóhannsson eru staðráðin í að skrá sig í sögubækurnar í dag með því að komast í úrslit EHF-bikarsins í handbolta í dag. Ágúst segir skipta sköpum að fólk fjölmenni á Hlíðarenda til að hjálpa Val yfir endalínuna.

Handbolti

„Getum gert góða hluti gegn þessu liði“

„Mjög stór leikur fyrir okkur og við getum skrifað söguna“ sagði Valskonan Elín Rósa Magnúsdóttir um undanúrslitaleikinn sem framundan er á Hlíðarenda á morgun gegn Iuventa. Valur er tveimur mörkum undir eftir fyrri leikinn úti í Slóvakíu.

Handbolti

Elvar marka­hæstur í endur­komu úr meiðslum

Elvar Örn Jónsson sneri aftur úr mánaðarlöngum meiðslum og var markahæstur í 27-22 sigri Melsungen gegn THW Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Elvar skoraði sex mörk úr tíu skotum og gaf tvær stoðsendingar.

Handbolti

Svein­björn bikar­meistari í Ísrael

Sveinbjörn Pétursson átti stórleik í marki Hapoel Ashdod sem var ísraelskur bikarmeistari í dag með 37-32 sigri gegn MK Holon í úrslitaleik. Akureyringurinn varði alls sextán skot í leiknum, þar af tvö víti.

Handbolti

Sorrí Valdi og allir hinir

Baldur Fritz Bjarnason varð markakóngur Olís-deildar karla tímabilið 2024-25. Í frétt á Vísi í gær var því haldið fram með nokkurri vissu að hann ætti nú metið yfir flest mörk að meðaltali í leik í sögu efstu deildar karla. Það er rangt.

Handbolti

„Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af á­horf­endum“

Það var létt yfir Ágúst Þór Jóhannssyni þegar hann mætti í viðtal strax eftir stórsigur Vals gegn Gróttu nú í kvöld. Með sigrinum tryggði Valur sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð. Fram undan er svo öllu stærra verkefni gegn MKS Iuventa Michalovce frá Slóvakíu í undanúrslitum Evrópubikarsins.

Handbolti

Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu

Pick Szeged er marki undir í einvígi sínu gegn PSG eftir 30-31 tap í fyrri leiknum í umspilseinvígi í Meistaradeildinni í handbolta. Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu fyrir heimamenn.

Handbolti

Bjarki Már öflugur

Bjarki Már Elísson átti góðan leik þegar Veszprém vann Neka með níu marka mun á útivelli í efstu deild ungverska handboltans. Þá er Sävehof í góðum málum í úrslitakeppninni í Svíþjóð.

Handbolti