Arna Stefanía: Nennti ekki að taka silfur Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júlí 2015 06:00 Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann fern gullverðlaun á Meistaramótinu og er á leið á boðsmót. Fréttablaðið/anton „Árangurinn var langt yfir væntingum,“ sagði kampakát Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH við Fréttablaðið eftir 89. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum sem fram fór á Kópavogsvelli um helgina. Arna Stefanía, sem keppti í fyrsta sinn á Meistaramótinu fyrir FH eftir að hún skipti yfir frá ÍR, vann flest verðlaun allra, fékk fjögur gull og eitt brons. Hún tók fyrri daginn með trompi og vann þá 400 metra hlaup, 100 metra grindahlaup og var í boðhlaupssveit FH sem vann gull í 4x100. Þá tók hún brons í spjótkasti. Seinni daginn vann hún svo öruggan sigur í 400 metra grindahlaupi. „Ég get ekki verið annað en sátt við þetta. Ég fann bara hvað ég var sterk í gær [á laugardaginn]. Ég var í rosa stuði í 400 metrunum. Þetta var alveg rosalega gaman,“ sagði Arna Stefanía.Arna Stefanía hafði betur gegn Anítu.Vísir/AntonSkákaði Anítu í tvígang Arna háði mikla baráttu við fyrrverandi liðsfélaga sinn, Anítu Hinriksdóttur, bæði í 400 metra hlaupinu og á lokasprettinum í 4x100. Arna hafði betur í bæði skiptin, en í boðhlaupinu var Aníta með mikið forskot fyrir ÍR áður en Arna hljóp hana uppi og tryggði sínu nýja félagi sigurinn. „Það er alveg frábært að vinna Anítu. Ég veit ekki hvað kom yfir mig í boðhlaupinu. Ég var svo spennt þegar ég sá Anítu löngu lagða af stað. Ég vissi alveg að ég gæti unnið Anítu líka í 400 þó ég hafi verið slakari en hún í þeirri grein undanfarið. En þegar ég kom út úr beygjunni fann ég bara hvað ég var sterk þannig ég nennti ekkert að taka silfur,“ sagði Arna Stefanía og hló dátt.Vísir/Anton BrinkBoðsmót í Kaupmannahöfn Arna Stefanía mætti til leiks í rigningunni í gærmorgun og náði fínum tíma í forkeppni 200 metra hlaupsins. Arna ákvað þó ekki að hlaupa í úrslitum heldur lauk keppni eftir grindahlaupið. „Ég var svo þreytt eftir fyrri daginn að ég ákvað bara að taka grindina og kalla það gott. Brautin var alveg mjög blaut þannig að ég hugsaði mig tvisvar um áður en ég lagðist á hana vegna þreytu eftir grindahlaupið en ég lét bara vaða,“ sagði Arna en hún vildi spara sig fyrir boðsmót sem hún er að fara á í Kaupmannahöfn 5. ágúst. „Mér var boðið á flott mót sem heitir Köbenhavn Games. Þar eru peningaverðlaun í boði og svona. Það er bara heiður að vera boðin á svona mót og ég hlakka mikið til. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ boð á svona móti þannig ég vil vera í sem bestu formi þar.“Ásdís varpar kringlunni.Vísir/ValliDísirnar samtals með sex gull Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni, og Hafdís Sigurðardóttir, UFA, unnu báðar þrenn gullverðlaun á Meistaramótinu. Hafdís tók gull í langstökki og 100 og 200 metra hlaupi. Ásdís pakkaði saman keppni í spjótkasti, kúluvarpi og kringlukasti. Báðar voru í nokkuð áhugaverðri stöðu á mótinu. Hafdís vann gull í langstökki fimm mínútum áður en hún vann svo 100 metra hlaupið og Ásdís keppti í kúlu og kringlu á sama tíma í gær. „Þetta var ekki góður undirbúningur fyrir 100 metra hlaupið. Ég var nánast með tárin í augunum eftir langstökkið,“ sagði Hafdís við Fréttablaðið eftir 100 metra hlaupið, en hún var svekkt yfir að stökkva ekki lengra en 6,39 metra í langstökki og hljóp með það svekkelsi í sér til gullverðlauna. Það stökk var samt besta afrek mótsins en fyrir það fékk Hafdís 1.071 IAAF-stig. Aníta Hinriksdóttir fékk næstflest IAAF-stig með 800 metra hlaupi upp á 2:05,38 mínútur.Kolbeinn Höður vann tvenn gullverðlaun.Vísir/ValliÍR vann stigakeppnina Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA, spretthlaupskóngur landsins, vann bæði 100 og 200 metra hlaup karla og Þorsteinn Ingvarsson úr ÍR hafði sigur í langstökki og þrístökki. Þeir unnu flest gullverðlaun í karlaflokki. Ekkert var um óvænt úrslit hjá körlunum í kastgreinum en Guðmundur Sverrisson vann spjótkastið, Hilmar Örn Jónsson sleggjukastið, Guðni Valur Guðnason kringlukastið og Óðinn Björn Þorsteinsson vann kúluvarpið. ÍR vann stigakeppnina enn eina ferðina en liðið fékk 33.955 stig. FH varð í öðru sæti með 31.736 stig og heimamenn í Breiðabliki gerðu vel og náðu þriðja sætinu með 13,572 stig. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Tvö gull hjá Ásdísi | ÍR vann stigakeppnina ÍR-ingar unnu stigakeppnina á 89. Meistaramótinu í frjálsíþróttum en Hafdís Sigurðardóttir vann besta afrekið. 26. júlí 2015 16:30 Fyrri dagur meistaramótsins í frjálsum: Arna Stefanía stal senunni Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann til ferna verðlauna á fyrri degi 89. Meistaramóts Íslands í frjálsum. 25. júlí 2015 17:00 Vigdís: Markmiðið í sumar að fara yfir 60 metrana Sleggjukastarinn úr FH varð fyrsti Íslandsmeistarinn á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum þessa helgina. 25. júlí 2015 13:21 Hafdís: Með tárin í augunum eftir langstökkið Frjálsíþróttadrottningin vann tvenn gullverðlaun á innan við fimm mínútum á 89. Meistaramótinu í frjálsum. 25. júlí 2015 15:38 Ásdís: Hélt að ferillinn væri búinn Spjótkastdrottningin lenti í slysi á æfingu fyrir nokkrum vikum en hún vann þrenn gullverðlaun á Meistaramótinu. 26. júlí 2015 17:01 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
„Árangurinn var langt yfir væntingum,“ sagði kampakát Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH við Fréttablaðið eftir 89. Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum sem fram fór á Kópavogsvelli um helgina. Arna Stefanía, sem keppti í fyrsta sinn á Meistaramótinu fyrir FH eftir að hún skipti yfir frá ÍR, vann flest verðlaun allra, fékk fjögur gull og eitt brons. Hún tók fyrri daginn með trompi og vann þá 400 metra hlaup, 100 metra grindahlaup og var í boðhlaupssveit FH sem vann gull í 4x100. Þá tók hún brons í spjótkasti. Seinni daginn vann hún svo öruggan sigur í 400 metra grindahlaupi. „Ég get ekki verið annað en sátt við þetta. Ég fann bara hvað ég var sterk í gær [á laugardaginn]. Ég var í rosa stuði í 400 metrunum. Þetta var alveg rosalega gaman,“ sagði Arna Stefanía.Arna Stefanía hafði betur gegn Anítu.Vísir/AntonSkákaði Anítu í tvígang Arna háði mikla baráttu við fyrrverandi liðsfélaga sinn, Anítu Hinriksdóttur, bæði í 400 metra hlaupinu og á lokasprettinum í 4x100. Arna hafði betur í bæði skiptin, en í boðhlaupinu var Aníta með mikið forskot fyrir ÍR áður en Arna hljóp hana uppi og tryggði sínu nýja félagi sigurinn. „Það er alveg frábært að vinna Anítu. Ég veit ekki hvað kom yfir mig í boðhlaupinu. Ég var svo spennt þegar ég sá Anítu löngu lagða af stað. Ég vissi alveg að ég gæti unnið Anítu líka í 400 þó ég hafi verið slakari en hún í þeirri grein undanfarið. En þegar ég kom út úr beygjunni fann ég bara hvað ég var sterk þannig ég nennti ekkert að taka silfur,“ sagði Arna Stefanía og hló dátt.Vísir/Anton BrinkBoðsmót í Kaupmannahöfn Arna Stefanía mætti til leiks í rigningunni í gærmorgun og náði fínum tíma í forkeppni 200 metra hlaupsins. Arna ákvað þó ekki að hlaupa í úrslitum heldur lauk keppni eftir grindahlaupið. „Ég var svo þreytt eftir fyrri daginn að ég ákvað bara að taka grindina og kalla það gott. Brautin var alveg mjög blaut þannig að ég hugsaði mig tvisvar um áður en ég lagðist á hana vegna þreytu eftir grindahlaupið en ég lét bara vaða,“ sagði Arna en hún vildi spara sig fyrir boðsmót sem hún er að fara á í Kaupmannahöfn 5. ágúst. „Mér var boðið á flott mót sem heitir Köbenhavn Games. Þar eru peningaverðlaun í boði og svona. Það er bara heiður að vera boðin á svona mót og ég hlakka mikið til. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ boð á svona móti þannig ég vil vera í sem bestu formi þar.“Ásdís varpar kringlunni.Vísir/ValliDísirnar samtals með sex gull Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni, og Hafdís Sigurðardóttir, UFA, unnu báðar þrenn gullverðlaun á Meistaramótinu. Hafdís tók gull í langstökki og 100 og 200 metra hlaupi. Ásdís pakkaði saman keppni í spjótkasti, kúluvarpi og kringlukasti. Báðar voru í nokkuð áhugaverðri stöðu á mótinu. Hafdís vann gull í langstökki fimm mínútum áður en hún vann svo 100 metra hlaupið og Ásdís keppti í kúlu og kringlu á sama tíma í gær. „Þetta var ekki góður undirbúningur fyrir 100 metra hlaupið. Ég var nánast með tárin í augunum eftir langstökkið,“ sagði Hafdís við Fréttablaðið eftir 100 metra hlaupið, en hún var svekkt yfir að stökkva ekki lengra en 6,39 metra í langstökki og hljóp með það svekkelsi í sér til gullverðlauna. Það stökk var samt besta afrek mótsins en fyrir það fékk Hafdís 1.071 IAAF-stig. Aníta Hinriksdóttir fékk næstflest IAAF-stig með 800 metra hlaupi upp á 2:05,38 mínútur.Kolbeinn Höður vann tvenn gullverðlaun.Vísir/ValliÍR vann stigakeppnina Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA, spretthlaupskóngur landsins, vann bæði 100 og 200 metra hlaup karla og Þorsteinn Ingvarsson úr ÍR hafði sigur í langstökki og þrístökki. Þeir unnu flest gullverðlaun í karlaflokki. Ekkert var um óvænt úrslit hjá körlunum í kastgreinum en Guðmundur Sverrisson vann spjótkastið, Hilmar Örn Jónsson sleggjukastið, Guðni Valur Guðnason kringlukastið og Óðinn Björn Þorsteinsson vann kúluvarpið. ÍR vann stigakeppnina enn eina ferðina en liðið fékk 33.955 stig. FH varð í öðru sæti með 31.736 stig og heimamenn í Breiðabliki gerðu vel og náðu þriðja sætinu með 13,572 stig.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Tvö gull hjá Ásdísi | ÍR vann stigakeppnina ÍR-ingar unnu stigakeppnina á 89. Meistaramótinu í frjálsíþróttum en Hafdís Sigurðardóttir vann besta afrekið. 26. júlí 2015 16:30 Fyrri dagur meistaramótsins í frjálsum: Arna Stefanía stal senunni Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann til ferna verðlauna á fyrri degi 89. Meistaramóts Íslands í frjálsum. 25. júlí 2015 17:00 Vigdís: Markmiðið í sumar að fara yfir 60 metrana Sleggjukastarinn úr FH varð fyrsti Íslandsmeistarinn á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum þessa helgina. 25. júlí 2015 13:21 Hafdís: Með tárin í augunum eftir langstökkið Frjálsíþróttadrottningin vann tvenn gullverðlaun á innan við fimm mínútum á 89. Meistaramótinu í frjálsum. 25. júlí 2015 15:38 Ásdís: Hélt að ferillinn væri búinn Spjótkastdrottningin lenti í slysi á æfingu fyrir nokkrum vikum en hún vann þrenn gullverðlaun á Meistaramótinu. 26. júlí 2015 17:01 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Tvö gull hjá Ásdísi | ÍR vann stigakeppnina ÍR-ingar unnu stigakeppnina á 89. Meistaramótinu í frjálsíþróttum en Hafdís Sigurðardóttir vann besta afrekið. 26. júlí 2015 16:30
Fyrri dagur meistaramótsins í frjálsum: Arna Stefanía stal senunni Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann til ferna verðlauna á fyrri degi 89. Meistaramóts Íslands í frjálsum. 25. júlí 2015 17:00
Vigdís: Markmiðið í sumar að fara yfir 60 metrana Sleggjukastarinn úr FH varð fyrsti Íslandsmeistarinn á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum þessa helgina. 25. júlí 2015 13:21
Hafdís: Með tárin í augunum eftir langstökkið Frjálsíþróttadrottningin vann tvenn gullverðlaun á innan við fimm mínútum á 89. Meistaramótinu í frjálsum. 25. júlí 2015 15:38
Ásdís: Hélt að ferillinn væri búinn Spjótkastdrottningin lenti í slysi á æfingu fyrir nokkrum vikum en hún vann þrenn gullverðlaun á Meistaramótinu. 26. júlí 2015 17:01