Biður þingmenn um að styðja þingsályktunartillögu um aukinn stuðning við flóttafólk Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. ágúst 2015 18:37 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Vísir/Ernir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur sent öllum þingmönnum þingsályktunartillögu sína um mótttöku flóttafólks í tölvupósti og óskar hún eftir meðflutningi fleiri þingmanna, úr öllum flokkum. „Í tillögunni, sem samin var í vor og dreift til þingmanna sem sitja í nefnd um endurskoðun útlendingalaga og aftur í síðustu viku, er talað um 500 manns en í ljósi þess að vandinn vex með viku hverri tel ég að það megi endurskoða þann fjölda,“ skrifar Sigríður Ingibjörg í póstinum sem Vísir hefur undir höndum. Þingmenn Samfylkingarinnar, Birgitta Jónsdóttir og Páll Valur Björnsson hafa þegar samþykkt meðflutning.Mörg hundruð flóttamanna hafa látið lífið við að flýja örbirgð og kvalir í heimalandi sínu.nordicphotos/AFPHún sendir póstinn vegna þeirrar þróunar sem hefur orðið í flóttamannamálum í heiminum. „Í ljósi vaxandi umræðu um þá skelfingu sem rekur nú vaxandi fjölda fólks á flótta undan stríði og óöld sendi ég ykkur þingsáætlunartillögu mína um móttöku flóttafólks.“ Tillagan fyrrnefnda felur í sér aukinn stuðning við móttöku flóttafólks. Hér eftir fer tillaga Sigríðar Ingibjargar:„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hefja þegar í stað undirbúning á móttöku flóttamanna, þ.e. kvótaflóttafólki, til landsins á næstu þremur árum í samvinnu við Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna. Stefnt verði að því að 100 flóttamönnum verði boðin dvöl hér á landi árið 2015, 200 árið 2016 og 200 árið 2017. Sérstök áhersla verði lögð á móttöku flóttafólks frá Sýrlandi og flóttafólks annars staðar frá sem er í sambærilegri stöðu og viðkvæmir hópar flóttamanna sem Ísland hefur tekið á móti undanfarin ár í samstarfi við Flóttamannahjálpina.Vegna langvarandi stríðsástands í Sýrlandi skal jafnframt unnið að aukinni fjölskyldusameiningu Sýrlendinga, m.a. með því að heimila tímbundið veitingu dvalarleyfa til aðstandenda Sýrlendinga sem búsettir eru á Íslandi.Þá verði samhliða unnin áætlun um móttöku kvótaflóttamanna sem taki gildi árið 2018 þar sem tryggt verði að Ísland taki á móti flóttafólki til samræmis við íbúafjölda og efnahag landsins.“ Alþingi Flóttamenn Tengdar fréttir Vorum án lands Nedeljka og Sava Ostojic komu til Íslands árið 2003 sem flóttamenn eftir að hafa búið í flóttamannabúðum í Króatíu í 7 ár. Á einu ári söfnuðu þau sér fyrir útborgun í íbúð og líður vel á Ísland. Hinsvegar sakna þau sumarsins 29. ágúst 2015 10:07 „Skammarlega lítið“ að taka á móti 50 flóttamönnum Vinstri grænir hafa óskað eftir fundi í allsherjarnefnd vegna flóttamannavandans. 29. ágúst 2015 15:13 Óttast að yfir 200 hafi dáið á Miðjarðarhafi í gær Tveimur bátum á leið frá Líbíu hvolfi í gær. 28. ágúst 2015 07:16 Okkur rennur blóðið til skyldunnar Bæjarstjórinn á Akureyri kveðst spenntur fyrir því að taka á móti flóttamönnum í bæinn 29. ágúst 2015 10:27 Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur sent öllum þingmönnum þingsályktunartillögu sína um mótttöku flóttafólks í tölvupósti og óskar hún eftir meðflutningi fleiri þingmanna, úr öllum flokkum. „Í tillögunni, sem samin var í vor og dreift til þingmanna sem sitja í nefnd um endurskoðun útlendingalaga og aftur í síðustu viku, er talað um 500 manns en í ljósi þess að vandinn vex með viku hverri tel ég að það megi endurskoða þann fjölda,“ skrifar Sigríður Ingibjörg í póstinum sem Vísir hefur undir höndum. Þingmenn Samfylkingarinnar, Birgitta Jónsdóttir og Páll Valur Björnsson hafa þegar samþykkt meðflutning.Mörg hundruð flóttamanna hafa látið lífið við að flýja örbirgð og kvalir í heimalandi sínu.nordicphotos/AFPHún sendir póstinn vegna þeirrar þróunar sem hefur orðið í flóttamannamálum í heiminum. „Í ljósi vaxandi umræðu um þá skelfingu sem rekur nú vaxandi fjölda fólks á flótta undan stríði og óöld sendi ég ykkur þingsáætlunartillögu mína um móttöku flóttafólks.“ Tillagan fyrrnefnda felur í sér aukinn stuðning við móttöku flóttafólks. Hér eftir fer tillaga Sigríðar Ingibjargar:„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hefja þegar í stað undirbúning á móttöku flóttamanna, þ.e. kvótaflóttafólki, til landsins á næstu þremur árum í samvinnu við Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna. Stefnt verði að því að 100 flóttamönnum verði boðin dvöl hér á landi árið 2015, 200 árið 2016 og 200 árið 2017. Sérstök áhersla verði lögð á móttöku flóttafólks frá Sýrlandi og flóttafólks annars staðar frá sem er í sambærilegri stöðu og viðkvæmir hópar flóttamanna sem Ísland hefur tekið á móti undanfarin ár í samstarfi við Flóttamannahjálpina.Vegna langvarandi stríðsástands í Sýrlandi skal jafnframt unnið að aukinni fjölskyldusameiningu Sýrlendinga, m.a. með því að heimila tímbundið veitingu dvalarleyfa til aðstandenda Sýrlendinga sem búsettir eru á Íslandi.Þá verði samhliða unnin áætlun um móttöku kvótaflóttamanna sem taki gildi árið 2018 þar sem tryggt verði að Ísland taki á móti flóttafólki til samræmis við íbúafjölda og efnahag landsins.“
Alþingi Flóttamenn Tengdar fréttir Vorum án lands Nedeljka og Sava Ostojic komu til Íslands árið 2003 sem flóttamenn eftir að hafa búið í flóttamannabúðum í Króatíu í 7 ár. Á einu ári söfnuðu þau sér fyrir útborgun í íbúð og líður vel á Ísland. Hinsvegar sakna þau sumarsins 29. ágúst 2015 10:07 „Skammarlega lítið“ að taka á móti 50 flóttamönnum Vinstri grænir hafa óskað eftir fundi í allsherjarnefnd vegna flóttamannavandans. 29. ágúst 2015 15:13 Óttast að yfir 200 hafi dáið á Miðjarðarhafi í gær Tveimur bátum á leið frá Líbíu hvolfi í gær. 28. ágúst 2015 07:16 Okkur rennur blóðið til skyldunnar Bæjarstjórinn á Akureyri kveðst spenntur fyrir því að taka á móti flóttamönnum í bæinn 29. ágúst 2015 10:27 Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Sjá meira
Vorum án lands Nedeljka og Sava Ostojic komu til Íslands árið 2003 sem flóttamenn eftir að hafa búið í flóttamannabúðum í Króatíu í 7 ár. Á einu ári söfnuðu þau sér fyrir útborgun í íbúð og líður vel á Ísland. Hinsvegar sakna þau sumarsins 29. ágúst 2015 10:07
„Skammarlega lítið“ að taka á móti 50 flóttamönnum Vinstri grænir hafa óskað eftir fundi í allsherjarnefnd vegna flóttamannavandans. 29. ágúst 2015 15:13
Óttast að yfir 200 hafi dáið á Miðjarðarhafi í gær Tveimur bátum á leið frá Líbíu hvolfi í gær. 28. ágúst 2015 07:16
Okkur rennur blóðið til skyldunnar Bæjarstjórinn á Akureyri kveðst spenntur fyrir því að taka á móti flóttamönnum í bæinn 29. ágúst 2015 10:27