Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 33-34 | Haukar komnir í 2-0 eftir ótrúlegan leik Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 25. apríl 2016 22:00 Úr leik hjá Haukum og ÍBV. vísir/ernir Haukar eru komnir í 2-0 í undanúrslitaeinvígi sínu við ÍBV eftir eins marks sigur í maraþon-leik í kvöld. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og einnig eftir fyrri framlenginguna en Haukamenn innsigluðu sigurinn í síðari framlengingu. Haukar virtust ætla að klára leikinn rétt eftir að seinni hálfleikur byrjaði en þá tóku Hvítu Riddararnir við sér og lyftu þakinu af húsinu. Stuðningur þeirra hjálpaði ÍBV að taka forystuna en þeir voru þremur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Gestirnir sýndu ótrúlegan karakter og jöfnuðu metin þegar þrjátíu sekúndur voru eftir. Í framlengingunni voru Haukar sterkari og leiddu með þremur mörkum þegar 100 sekúndur voru eftir af fyrri framlengingu. Þá sýndi ÍBV ótrúlegan karakter og skoruðu leikmenn liðsins þrjú mörk á þeim tíma. Í síðustu framlengingunni voru Haukar sterkari en Einar Sverrisson klikkaði á síðasta skoti leiksins þegar tíu sekúndur voru eftir. Bæði lið stilltu upp sama leikmannahópi og á laugardaginn þar sem engin meiðsli eða leikbönn voru að trufla menn. Sömu byrjunarlið voru hjá liðunum og virtist uppleggið vera það sama. Haukamenn byrjuðu þennan leik þó mun betur en á Ásvöllum, þeir virtust hreinlega ætla að keyra yfir ÍBV. Hákon Daði Styrmisson var ótrúlegur í leiknum og skoraði 12 mörk, hann skoraði úr ellefu fyrstu skotum sínum og var með 100% nýtingu þegar tæpur klukkutími var liðinn. Hann gjörsamlega raðaði inn mörkum í byrjun en hans lið var alltaf skrefinu á undan ÍBV í dag. Eftir 35 mínútna leik var staðan 11-14 og ekkert sem benti til þess að ÍBV myndi komast aftur inn í leikinn. Þá tók stuðningsmannasveit ÍBV, Hvítu Riddararnir við sér, þakið var við það að rifna af húsinu. ÍBV sneri leiknum við og voru komnir yfir 22-19 þegar fimm mínútur voru eftir. Þá hélt maður að ÍBV ætlaði að klára dæmið. Daðarnir í liði Hauka jöfnuðu þá metin þar sem Hákon Daði skoraði eitt mark og Janus Daði Smárason gerði tvö. Það síðara kom þegar 30 sekúndur voru eftir, Eyjamenn tóku leikhlé þegar þrettán sekúndur voru eftir og ætluðu að galdra fram mark. Þeir reyndu kerfi sem oft er gripið til í svona stöðu og sendu Einar Sverrisson upp í loftið, Einar greip ekki boltann sem barst út fyrir teig. Þar tók Elliði Snær Viðarsson boltann upp og skoraði í markið en dómararnir dæmdu línu á Elliða, því þurfti að grípa til framlengingar. Elliði Snær spilaði stærra hlutverk en hann hefði vanalega gert eftir rautt spjald sem Kári Kristján Kristjánsson fékk. Elliði átti mjög góðan leik en hann er ungur og óreyndur á sínu fyrsta tímabili í meistaraflokki. Hákon Daði braut á Kára en þá var dæmt vítakast, Kári virtist þá fara viljandi með hendurnar í hausinn á Hákoni Daða og héldu margir að hann fengi rautt spjald. Dómararnir komust að þeirri niðurstöðu að Hákon fengi tveggja mínútna brottvísun fyrir brotið og Kári fyrir viðbrögð sín. Þegar þeir voru að labba af vellinum ætlaði Hákon Daði að taka í spaðann á Kára sem virðist hafa misst stjórn á sér í nokkrar sekúndur. Hann myndaði byssu með hendinni og færði hana í áttina að hausnum á Hákoni. Dómarar leiksins voru ekki lengi að sýna Kára rauða spjaldið sem verður að vera ósáttur við sjálfan sig að láta táning leiða sig í svona gildru. Haukarnir virtust miklu betri í framlengingunni, þeir voru tveimur mönnum færri síðustu tvær mínútur fyrri hálfleiks framlengingarinnar. Þeir unnu þann kafla 2-1 þar sem Tjörvi Þorgeirsson skoraði sitt eina mark í leiknum. Hann kom Haukum þremur mörkum yfir. Þeir héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og leiddu með þremur mörkum þegar 100 sekúndur voru eftir. ÍBV tók þá þvílíkan kafla og skoruðu þrjú mörk og jöfnuðu leikinn, í raun alveg lygilegt að ÍBV hafi náð að jafna leikinn. Stemningin sem var þá í húsinu var ótrúleg, ég í raun trúði ekki mínum eigin augum og eyrum. Sjálfur missti ég mig í raun eftir þessa endurkomu en meðbyrinn var allur með ÍBV. Haukar voru í raun ótrúlega sterkir í seinni framlengingunni og komust aftur þremur mörkum yfir. ÍBV klikkaði á víti eftir það, en náðu samt að minnka muninn í eitt mark. Þeir áttu tækifæri til þess að jafna leikinn og koma leiknum í vítakeppni. Einar Sverrisson tók skotið af tíu metrunum sem Giedrius Morkunas varði yfir markið. Leiknum lauk eftir vörsluna og mátti sjá tár í augum Eyjamanna. Haukar geta klárað einvígið á Ásvöllum á föstudag.Arnar: Okkar áhorfendur eru einstakir „Það er margt sem maður getur sagt, maður situr aðeins á sér og bíður aðeins með það,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í kvöld. „Frábær leikur og ábyggilega frábær skemmtun fyrir Haukamenn og hlutlausa, við Eyjamenn erum gríðarlega svekktir að ná ekki að klára þetta.“ „Við lögðum áherslu á að strákarnir soguðu í sig orkuna og stemninguna úr stúkunni. Menn gerðu það og við spiluðum frábæran leik fram á 57. - 58. mínútu þegar við fórum að verja það sem við vorum komnir með og verðum ragir. Fram að því spiluðum við frábæran leik og síðan frábærar framlengingar við þá,“ sagði Arnar en leikurinn virtist snúast við eftir rúman hálftíma þar sem stemningin var í hámarki. Ég persónulega hélt að þakið ætlaði af húsinu í Eyjum, slík var stemningin á köflum. Hvað finnst Arnari um þessa stuðningsmenn? „Okkar áhorfendur eru einstakir, það er löngu sannað. Þeir eru okkar áttundi og níundi maður. Það dugði ekki gegn gríðarsterku Hauka liði, þú sérð gæðin í þessu liði.“ „100 sekúndur og þrjú mörk, það sýnir karakterinn í þessum strákum, þeir gefast aldrei upp og grátlegt að nýta þetta ekki til að klára helvítis leikinn.“ Hákon Daði Styrmisson reyndist liðinu mjög erfiður, það hlýtur að vera ljótt að sjá hann fara í Hauka og eiga svona stórleiki á móti ÍBV. „Ég er búinn að segja það áður, ég vildi gjarnan hafa hann í mínu liði. Ég reyndi margt til þess, ég vildi alls ekki sá hann í Haukaliðinu og þetta er það sem maður óttaðist. Hann er okkur mjög erfiður, helvítis melurinn,“ sagði Arnar að lokum í léttum tón eftir grátlegt tap. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjá meira
Haukar eru komnir í 2-0 í undanúrslitaeinvígi sínu við ÍBV eftir eins marks sigur í maraþon-leik í kvöld. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og einnig eftir fyrri framlenginguna en Haukamenn innsigluðu sigurinn í síðari framlengingu. Haukar virtust ætla að klára leikinn rétt eftir að seinni hálfleikur byrjaði en þá tóku Hvítu Riddararnir við sér og lyftu þakinu af húsinu. Stuðningur þeirra hjálpaði ÍBV að taka forystuna en þeir voru þremur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Gestirnir sýndu ótrúlegan karakter og jöfnuðu metin þegar þrjátíu sekúndur voru eftir. Í framlengingunni voru Haukar sterkari og leiddu með þremur mörkum þegar 100 sekúndur voru eftir af fyrri framlengingu. Þá sýndi ÍBV ótrúlegan karakter og skoruðu leikmenn liðsins þrjú mörk á þeim tíma. Í síðustu framlengingunni voru Haukar sterkari en Einar Sverrisson klikkaði á síðasta skoti leiksins þegar tíu sekúndur voru eftir. Bæði lið stilltu upp sama leikmannahópi og á laugardaginn þar sem engin meiðsli eða leikbönn voru að trufla menn. Sömu byrjunarlið voru hjá liðunum og virtist uppleggið vera það sama. Haukamenn byrjuðu þennan leik þó mun betur en á Ásvöllum, þeir virtust hreinlega ætla að keyra yfir ÍBV. Hákon Daði Styrmisson var ótrúlegur í leiknum og skoraði 12 mörk, hann skoraði úr ellefu fyrstu skotum sínum og var með 100% nýtingu þegar tæpur klukkutími var liðinn. Hann gjörsamlega raðaði inn mörkum í byrjun en hans lið var alltaf skrefinu á undan ÍBV í dag. Eftir 35 mínútna leik var staðan 11-14 og ekkert sem benti til þess að ÍBV myndi komast aftur inn í leikinn. Þá tók stuðningsmannasveit ÍBV, Hvítu Riddararnir við sér, þakið var við það að rifna af húsinu. ÍBV sneri leiknum við og voru komnir yfir 22-19 þegar fimm mínútur voru eftir. Þá hélt maður að ÍBV ætlaði að klára dæmið. Daðarnir í liði Hauka jöfnuðu þá metin þar sem Hákon Daði skoraði eitt mark og Janus Daði Smárason gerði tvö. Það síðara kom þegar 30 sekúndur voru eftir, Eyjamenn tóku leikhlé þegar þrettán sekúndur voru eftir og ætluðu að galdra fram mark. Þeir reyndu kerfi sem oft er gripið til í svona stöðu og sendu Einar Sverrisson upp í loftið, Einar greip ekki boltann sem barst út fyrir teig. Þar tók Elliði Snær Viðarsson boltann upp og skoraði í markið en dómararnir dæmdu línu á Elliða, því þurfti að grípa til framlengingar. Elliði Snær spilaði stærra hlutverk en hann hefði vanalega gert eftir rautt spjald sem Kári Kristján Kristjánsson fékk. Elliði átti mjög góðan leik en hann er ungur og óreyndur á sínu fyrsta tímabili í meistaraflokki. Hákon Daði braut á Kára en þá var dæmt vítakast, Kári virtist þá fara viljandi með hendurnar í hausinn á Hákoni Daða og héldu margir að hann fengi rautt spjald. Dómararnir komust að þeirri niðurstöðu að Hákon fengi tveggja mínútna brottvísun fyrir brotið og Kári fyrir viðbrögð sín. Þegar þeir voru að labba af vellinum ætlaði Hákon Daði að taka í spaðann á Kára sem virðist hafa misst stjórn á sér í nokkrar sekúndur. Hann myndaði byssu með hendinni og færði hana í áttina að hausnum á Hákoni. Dómarar leiksins voru ekki lengi að sýna Kára rauða spjaldið sem verður að vera ósáttur við sjálfan sig að láta táning leiða sig í svona gildru. Haukarnir virtust miklu betri í framlengingunni, þeir voru tveimur mönnum færri síðustu tvær mínútur fyrri hálfleiks framlengingarinnar. Þeir unnu þann kafla 2-1 þar sem Tjörvi Þorgeirsson skoraði sitt eina mark í leiknum. Hann kom Haukum þremur mörkum yfir. Þeir héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og leiddu með þremur mörkum þegar 100 sekúndur voru eftir. ÍBV tók þá þvílíkan kafla og skoruðu þrjú mörk og jöfnuðu leikinn, í raun alveg lygilegt að ÍBV hafi náð að jafna leikinn. Stemningin sem var þá í húsinu var ótrúleg, ég í raun trúði ekki mínum eigin augum og eyrum. Sjálfur missti ég mig í raun eftir þessa endurkomu en meðbyrinn var allur með ÍBV. Haukar voru í raun ótrúlega sterkir í seinni framlengingunni og komust aftur þremur mörkum yfir. ÍBV klikkaði á víti eftir það, en náðu samt að minnka muninn í eitt mark. Þeir áttu tækifæri til þess að jafna leikinn og koma leiknum í vítakeppni. Einar Sverrisson tók skotið af tíu metrunum sem Giedrius Morkunas varði yfir markið. Leiknum lauk eftir vörsluna og mátti sjá tár í augum Eyjamanna. Haukar geta klárað einvígið á Ásvöllum á föstudag.Arnar: Okkar áhorfendur eru einstakir „Það er margt sem maður getur sagt, maður situr aðeins á sér og bíður aðeins með það,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í kvöld. „Frábær leikur og ábyggilega frábær skemmtun fyrir Haukamenn og hlutlausa, við Eyjamenn erum gríðarlega svekktir að ná ekki að klára þetta.“ „Við lögðum áherslu á að strákarnir soguðu í sig orkuna og stemninguna úr stúkunni. Menn gerðu það og við spiluðum frábæran leik fram á 57. - 58. mínútu þegar við fórum að verja það sem við vorum komnir með og verðum ragir. Fram að því spiluðum við frábæran leik og síðan frábærar framlengingar við þá,“ sagði Arnar en leikurinn virtist snúast við eftir rúman hálftíma þar sem stemningin var í hámarki. Ég persónulega hélt að þakið ætlaði af húsinu í Eyjum, slík var stemningin á köflum. Hvað finnst Arnari um þessa stuðningsmenn? „Okkar áhorfendur eru einstakir, það er löngu sannað. Þeir eru okkar áttundi og níundi maður. Það dugði ekki gegn gríðarsterku Hauka liði, þú sérð gæðin í þessu liði.“ „100 sekúndur og þrjú mörk, það sýnir karakterinn í þessum strákum, þeir gefast aldrei upp og grátlegt að nýta þetta ekki til að klára helvítis leikinn.“ Hákon Daði Styrmisson reyndist liðinu mjög erfiður, það hlýtur að vera ljótt að sjá hann fara í Hauka og eiga svona stórleiki á móti ÍBV. „Ég er búinn að segja það áður, ég vildi gjarnan hafa hann í mínu liði. Ég reyndi margt til þess, ég vildi alls ekki sá hann í Haukaliðinu og þetta er það sem maður óttaðist. Hann er okkur mjög erfiður, helvítis melurinn,“ sagði Arnar að lokum í léttum tón eftir grátlegt tap.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjá meira