Umfjöllun og viðtöl: Valur - Afturelding 24-25 | Mosfellingar í úrslit eftir háspennuleik Ingvi Þór Sæmundsson í Valshöllini skrifar 3. maí 2016 21:45 Afturelding er komin í úrslit Olís-deildar karla í handbolta annað árið í röð eftir eins marks sigur, 24-25, á Val í oddaleik í Valshöllinni í kvöld. Leikurinn var frábær og svo sannarlega góð auglýsing fyrir íslenskan handbolta. Það var mannmargt í Valshöllinni í kvöld og stemmningin rafmögnuð. Úrslitin réðust í framlengingu sem Valsmenn tryggðu sér með frábærum endaspretti. Mosfellingar leiddu með fimm mörkum, 16-21, þegar átta mínútur voru til leiksloka og fátt benti til annars en að þeir væru að sigla örugglega í úrslit. En Valsmenn sýndu karakter og komu til baka. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sendi sína menn framar á völlinn í vörninni og það riðlaði sóknarleik gestanna. Heimamenn gengu á lagið, skoruðu sex mörk gegn einu og tryggðu sér framlengingu. Vignir Stefánsson jafnaði metin í 22-22 og Hlynur Morthens varði svo skot Jóhanns Jóhannssonar og því þurfti að framlengja. Þar áttu Valsmenn fá svör gegn sterkri vörn Aftureldingar og ekki síst Davíð Svanssyni sem varði sjö skot í framlengingunni og 22 alls. Mosfellingar voru líka í vandræðum í sókninni en náðu að kreista fram þrjú mörk gegn tveimur Valsmanna. Heimamenn fengu reyndar tækifæri til að knýja fram aðra framlengingu en skot Guðmundar Hólmars Helgasonar small í stönginni og Mosfellingar hreinlega ærðust af fögnuði eftir að lokaflautið gall. Valsmenn byrjuðu leikinn mun betur, komust í 3-0 og voru í raun klaufar að ná ekki betra forskoti. Það tók Aftureldingu níu mínútur að skora fyrsta mark sitt en eftir að það kom fengu þeir aukið sjálfstraust í sókninni. Varnarleikurinn var svo gríðarlega sterkur með Gunnar Þórsson í broddi fylkingar. Það er ótrúlegur kraftur í þessum litla líkama og Gunnar hreinlega jarðaði Geir Guðmundsson, hægri skyttu Vals, líkt og í leik fjögur á laugardaginn. Geir skoraði samtals 16 mörk í leikjum tvö og þrjú en aðeins þrjú samanlagt í næstu tveimur leikjum. Gunnar á mestan heiðurinn af því. Afturelding leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 9-12, og eftir fjórar mínútur í seinni hálfleik var staðan orðin 10-15. Gestirnir voru með góð tök á leiknum og vörnin var áfram sterk. Sóknarmenn Vals léku undir pari í kvöld nema hornamennirnir Sveinn Aron Sveinsson og Vignir sem skoruðu 13 af 24 mörkum liðsins í leiknum. Geir, Guðmundur Hólmar og Elvar Friðriksson fundu ekki taktinn og línuspilið var ekki mikið. Þrándur Gíslason kom Aftureldingu í 16-21 þegar átta mínútur voru eftir en þá fyrst fóru Valsmenn í gang. Framliggjandi vörn þeirra þvingaði gestina í tapaða bolta og á fimm mínútum fuðraði forskot Mosfellinga upp. Guðmundur Hólmar jafnaði metin í 21-21 en Pétur Júníusson svaraði með marki af línunni. Afturelding fékk svo möguleika til að komast tveimur mörkum yfir en Jóhann Jóhannsson fékk dæmdan á sig ruðning. Valsmenn fóru í sókn og opnuðu hornið fyrir Vigni sem jafnaði metin og tryggði sínum mönnum framlengingu. Þar reyndust gestirnir hins vegar sterkari eins og áður sagði.Einar Andri: Gunni kláraði Geir einn á einn Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum í skýjunum eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitum eftir sigur á Val. „Það er stórkostlegt að vera komnir í úrslit annað árið í röð, sérstaklega ef maður hugsar aftur til nóvember þar sem við vorum með 6-7 menn meidda og í 6. sæti,“ sagði Einar eftir leikinn í kvöld. „Þá var það fjarlægur draumur að komast í úrslit en þetta sýnir vinnusemina í drengjunum og metnaðinn í félaginu.“ Mosfellingar voru með fín tök á leiknum í kvöld en fóru illa að ráði sínu undir lokin þegar þeir misstu niður fimm marka forskot eftir að Valsmenn breyttu um vörn. „Það kom smá panikk hjá okkur og við sáum sigurinn í hillingum. Við töpuðum boltanum og fengum hraðaupphlaup á okkur og þetta vatt upp á sig. En þetta hafðist,“ sagði þjálfarinn. Geir Guðmundsson, hægri skytta Vals, fór mikinn í öðrum og þriðja leiknum í einvíginu en skoraði aðeins samtals þrjú mörk í fjórða og fimmta leiknum. Hver var lykilinn að því? „Þú verður eiginlega að spyrja Gunnar Malmquist að því,“ sagði Einar en Norðanmaðurinn var magnaður í vörninni í síðustu tveimur leikjum einvígisins. „Við sendum hann aðeins hærra á völlinn og veðjuðum á ákveðnar áherslur í varnarleiknum. En fyrst og síðast var það Gunni sem kláraði Geir einn á einn. Hann hefur endalausa orku og hann tók þetta svolítið á sig.“ Afturelding mætir Haukum í úrslitum annað árið í röð. Einar segir að hans menn séu reynslunni ríkari eftir 3-0 tap í fyrra. „Við erum allavega reynslunni ríkari. Við fórum svolítið laskaðir inn í úrslitin í fyrra og erum aðeins laskaðir núna, reyndar eins og Haukarnir. Það kemur svo bara í ljós hvort við erum tilbúnari,“ sagði Einar að endingu.Óskar Bjarni: Davíð var banabitinn Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var vitanlega svekktur eftir eins marks tap fyrir Aftureldingu í kvöld. „Þetta er blóðugt tap. Við sýndum frábæran karakter að ná að vinna þetta upp en svo var blaðran sprungin í framlengingunni. Ég óska Aftureldingu til hamingju og vona að einvígið milli þeirra og Hauka verði skemmtilegt,“ sagði Óskar eftir leik. „Það er voðalega erfitt að segja eitthvað núna. Þetta var flott rimma, fór 3-2 og það var táknrænt að það kæmi framlenging og jafnvel vító. Það voru sentimetrar sem skildu á milli. „Svo var Davíð [Svansson] banabitinn, hann er búinn að vera frábær í úrslitakeppninni fyrir utan einn leik,“ sagði Óskar. En hefði hann átt að breyta fyrr um vörn í seinni hálfleik? „Ég veit það ekki. Mér fannst við ekkert spes í leiknum, hvorki í vörn né sókn. Við vorum ekki nógu beittir. Kannski við átt að breyta fyrr og vera sókndjarfari,“ sagði Óskar að lokum.Davíð: Gott að vita af svona stuðningi „Takk Rothöggið,“ voru fyrstu viðbrögð Davíðs Svanssonar, markvarðar Aftureldingar, eftir sigurinn á Val í kvöld. „Það að þeir skuli vera á öxlunum á manni, við endann á markinu, gefur manni helling. Það er gott að vita af svona góðum stuðningi á bak við sig.“ Afturelding leiddi lengst af í leiknum í kvöld en Valsmenn tryggðu sér framlengingu með frábærum 6-1 endaspretti. En var Davíð ekkert smeykur um að augnablikið væri með Val í framlengingunni? „Það vill oft vera. En málið var að þeir spiluðu aggresíva vörn og við þurftum bara smá hlé til að geta stillt upp nýjum sóknarafbrigðum. „Eftir venjulegan leiktíma gátum við skipulagt okkur fyrir framlenginguna. Þá fundum við lausnirnar,“ sagði Davíð sem var magnaður í framlengingunni og varði þá sjö skot. „Þetta var geðveikt og ég get ekki kvartað,“ sagði Davíð. En var hann með lokaskot Vals sem small í stönginni? „Ég hefði allavega tekið frákastið,“ sagði markvörðurinn öflugi og hló. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Sjá meira
Afturelding er komin í úrslit Olís-deildar karla í handbolta annað árið í röð eftir eins marks sigur, 24-25, á Val í oddaleik í Valshöllinni í kvöld. Leikurinn var frábær og svo sannarlega góð auglýsing fyrir íslenskan handbolta. Það var mannmargt í Valshöllinni í kvöld og stemmningin rafmögnuð. Úrslitin réðust í framlengingu sem Valsmenn tryggðu sér með frábærum endaspretti. Mosfellingar leiddu með fimm mörkum, 16-21, þegar átta mínútur voru til leiksloka og fátt benti til annars en að þeir væru að sigla örugglega í úrslit. En Valsmenn sýndu karakter og komu til baka. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sendi sína menn framar á völlinn í vörninni og það riðlaði sóknarleik gestanna. Heimamenn gengu á lagið, skoruðu sex mörk gegn einu og tryggðu sér framlengingu. Vignir Stefánsson jafnaði metin í 22-22 og Hlynur Morthens varði svo skot Jóhanns Jóhannssonar og því þurfti að framlengja. Þar áttu Valsmenn fá svör gegn sterkri vörn Aftureldingar og ekki síst Davíð Svanssyni sem varði sjö skot í framlengingunni og 22 alls. Mosfellingar voru líka í vandræðum í sókninni en náðu að kreista fram þrjú mörk gegn tveimur Valsmanna. Heimamenn fengu reyndar tækifæri til að knýja fram aðra framlengingu en skot Guðmundar Hólmars Helgasonar small í stönginni og Mosfellingar hreinlega ærðust af fögnuði eftir að lokaflautið gall. Valsmenn byrjuðu leikinn mun betur, komust í 3-0 og voru í raun klaufar að ná ekki betra forskoti. Það tók Aftureldingu níu mínútur að skora fyrsta mark sitt en eftir að það kom fengu þeir aukið sjálfstraust í sókninni. Varnarleikurinn var svo gríðarlega sterkur með Gunnar Þórsson í broddi fylkingar. Það er ótrúlegur kraftur í þessum litla líkama og Gunnar hreinlega jarðaði Geir Guðmundsson, hægri skyttu Vals, líkt og í leik fjögur á laugardaginn. Geir skoraði samtals 16 mörk í leikjum tvö og þrjú en aðeins þrjú samanlagt í næstu tveimur leikjum. Gunnar á mestan heiðurinn af því. Afturelding leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 9-12, og eftir fjórar mínútur í seinni hálfleik var staðan orðin 10-15. Gestirnir voru með góð tök á leiknum og vörnin var áfram sterk. Sóknarmenn Vals léku undir pari í kvöld nema hornamennirnir Sveinn Aron Sveinsson og Vignir sem skoruðu 13 af 24 mörkum liðsins í leiknum. Geir, Guðmundur Hólmar og Elvar Friðriksson fundu ekki taktinn og línuspilið var ekki mikið. Þrándur Gíslason kom Aftureldingu í 16-21 þegar átta mínútur voru eftir en þá fyrst fóru Valsmenn í gang. Framliggjandi vörn þeirra þvingaði gestina í tapaða bolta og á fimm mínútum fuðraði forskot Mosfellinga upp. Guðmundur Hólmar jafnaði metin í 21-21 en Pétur Júníusson svaraði með marki af línunni. Afturelding fékk svo möguleika til að komast tveimur mörkum yfir en Jóhann Jóhannsson fékk dæmdan á sig ruðning. Valsmenn fóru í sókn og opnuðu hornið fyrir Vigni sem jafnaði metin og tryggði sínum mönnum framlengingu. Þar reyndust gestirnir hins vegar sterkari eins og áður sagði.Einar Andri: Gunni kláraði Geir einn á einn Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum í skýjunum eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitum eftir sigur á Val. „Það er stórkostlegt að vera komnir í úrslit annað árið í röð, sérstaklega ef maður hugsar aftur til nóvember þar sem við vorum með 6-7 menn meidda og í 6. sæti,“ sagði Einar eftir leikinn í kvöld. „Þá var það fjarlægur draumur að komast í úrslit en þetta sýnir vinnusemina í drengjunum og metnaðinn í félaginu.“ Mosfellingar voru með fín tök á leiknum í kvöld en fóru illa að ráði sínu undir lokin þegar þeir misstu niður fimm marka forskot eftir að Valsmenn breyttu um vörn. „Það kom smá panikk hjá okkur og við sáum sigurinn í hillingum. Við töpuðum boltanum og fengum hraðaupphlaup á okkur og þetta vatt upp á sig. En þetta hafðist,“ sagði þjálfarinn. Geir Guðmundsson, hægri skytta Vals, fór mikinn í öðrum og þriðja leiknum í einvíginu en skoraði aðeins samtals þrjú mörk í fjórða og fimmta leiknum. Hver var lykilinn að því? „Þú verður eiginlega að spyrja Gunnar Malmquist að því,“ sagði Einar en Norðanmaðurinn var magnaður í vörninni í síðustu tveimur leikjum einvígisins. „Við sendum hann aðeins hærra á völlinn og veðjuðum á ákveðnar áherslur í varnarleiknum. En fyrst og síðast var það Gunni sem kláraði Geir einn á einn. Hann hefur endalausa orku og hann tók þetta svolítið á sig.“ Afturelding mætir Haukum í úrslitum annað árið í röð. Einar segir að hans menn séu reynslunni ríkari eftir 3-0 tap í fyrra. „Við erum allavega reynslunni ríkari. Við fórum svolítið laskaðir inn í úrslitin í fyrra og erum aðeins laskaðir núna, reyndar eins og Haukarnir. Það kemur svo bara í ljós hvort við erum tilbúnari,“ sagði Einar að endingu.Óskar Bjarni: Davíð var banabitinn Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var vitanlega svekktur eftir eins marks tap fyrir Aftureldingu í kvöld. „Þetta er blóðugt tap. Við sýndum frábæran karakter að ná að vinna þetta upp en svo var blaðran sprungin í framlengingunni. Ég óska Aftureldingu til hamingju og vona að einvígið milli þeirra og Hauka verði skemmtilegt,“ sagði Óskar eftir leik. „Það er voðalega erfitt að segja eitthvað núna. Þetta var flott rimma, fór 3-2 og það var táknrænt að það kæmi framlenging og jafnvel vító. Það voru sentimetrar sem skildu á milli. „Svo var Davíð [Svansson] banabitinn, hann er búinn að vera frábær í úrslitakeppninni fyrir utan einn leik,“ sagði Óskar. En hefði hann átt að breyta fyrr um vörn í seinni hálfleik? „Ég veit það ekki. Mér fannst við ekkert spes í leiknum, hvorki í vörn né sókn. Við vorum ekki nógu beittir. Kannski við átt að breyta fyrr og vera sókndjarfari,“ sagði Óskar að lokum.Davíð: Gott að vita af svona stuðningi „Takk Rothöggið,“ voru fyrstu viðbrögð Davíðs Svanssonar, markvarðar Aftureldingar, eftir sigurinn á Val í kvöld. „Það að þeir skuli vera á öxlunum á manni, við endann á markinu, gefur manni helling. Það er gott að vita af svona góðum stuðningi á bak við sig.“ Afturelding leiddi lengst af í leiknum í kvöld en Valsmenn tryggðu sér framlengingu með frábærum 6-1 endaspretti. En var Davíð ekkert smeykur um að augnablikið væri með Val í framlengingunni? „Það vill oft vera. En málið var að þeir spiluðu aggresíva vörn og við þurftum bara smá hlé til að geta stillt upp nýjum sóknarafbrigðum. „Eftir venjulegan leiktíma gátum við skipulagt okkur fyrir framlenginguna. Þá fundum við lausnirnar,“ sagði Davíð sem var magnaður í framlengingunni og varði þá sjö skot. „Þetta var geðveikt og ég get ekki kvartað,“ sagði Davíð. En var hann með lokaskot Vals sem small í stönginni? „Ég hefði allavega tekið frákastið,“ sagði markvörðurinn öflugi og hló.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Sjá meira