NBA: Söguleg sýning hjá LeBron og Kyrie sá til þess að Cleveland er á lífi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2016 03:59 LeBron James og Kyrie Irving fagna körfu í nótt. Vísir/Getty LeBron James og Kyrie Irving áttu báðir magnaðan og sögulegan leik fyrir Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt þegar Cleveland-liðið vann fimmtán stiga sigur á Golden State Warriors og kom í veg fyrir að Golden State tryggði sér NBA-titilinn á heimavelli sínum. LeBron James og Kyrie Irving skoruðu saman 82 stig í þessum 112-97 sigri Cleveland Cavaliers en LeBron James var með 41 stig, 16 fráköst og 7 stoðsendingar en Kyrie Irving skoraði 41 stig og gaf 6 stoðsendingar. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem liðsfélagar skora báðir 40 stig í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. LeBron James var mjög einbeittur og lét ekki stanslaust baul stuðningsfólks Golden State trufla sig. Auk fyrrnefndar tölfræði þá var hann einnig með 3 stolna bolta og 3 varin skot. Það fór ekki á milli mála að hann naut góðs af því að það var enginn Draymond Green til þess að stoppa hann. Þrátt fyrir frábærar tölur hjá LeBron var það þó Kyrie Irving sem var maður leiksins en Irving hitti úr 17 af 24 skotum sínum (71 prósent) þar af 5 af 7 fyrir utan þriggja stiga línuna. Þegar Kyrie fór á flug í seinni hálfleiknum þá virtist allt fara niður hjá honum en hann var þarna að skora yfir 30 stigin í þriðja leiknum í röð. Cleveland Cavaliers minnkaði muninn í 3-2 og næsti leikur fer fram í Cleveland á fimmtudaginn. Golden State Warriors liðið lék án Draymond Green sem tók út leikbann og þá fór Andrew Bogut fór meiddur af velli í þriðja leikhlutanum. Það munar um minna en Bogut meiddist á hné og gæti líka misst af næsta leik. Skvettubræðurnir Klay Thompson og Stephen Curry átti sína spretti í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari virtist fátt fara ofan í hjá Warriors-liðinu. Golden State menn hittu aðeins úr 27 prósent skota sinna í seinni hálfleik þar sem 18 af 21 þriggja stiga skoti liðsins rataði ekki í körfuna. Klay Thompson endaði leikinn með 37 stig og Stephen Curry skoraði 25 stig. Andre Iguodala kom inn í byrjunarliðið í stað og skilaði 15 stigum, 11 fráköstum og 6 stoðsendingum. Staðan var 61-61 í hálfleik en það höfðu ekki verið skoruð svona mörg stig í fyrri hálfleik í leik í úrslitum NBA í heil tuttugu ár. Það var allt hnífjafn, Warriors-liðið vann fyrsta leikhlutann 32-29 en Cavaliers-liðið svaraði með því að vinna annan leikhlutann 32-29. Klay Thompson setti á svið mikla skotsýningu í fyrri hálfleiknum þar sem hann skoraði 26 stig og hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Stephen Curry lét sér nægja 13 stig en saman skoruðu þeir 9 af 11 þriggja stiga körfum Warrior-liðsins í fyrri hálfleiknum. LeBron James skoraði 25 stig í hálfleiknum en tók 18 skot á sama tíma og hann gef ekki eina einustu stoðsendingu. Kyrie Irving hitti vel og var með 18 stig úr aðeins 10 skotum í fyrri hálfleiknum. Kyrie Irving fór á flug á lokakafla leiksins og nánast kláraði leikinn með því að raða stigum úr öllum mögulegum aðstæðum. Hann og LeBron James enduðu síðan með jafnmörg stig og tryggðu sér pláss í sögubókunum. NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Enski boltinn HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Leik lokið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannar slást og minnast Ölla Leik lokið: KR 102 - 99 Þór Þ. | Heimasigur í spennutrylli Í beinni: Höttur - Grindavík | Komast heimamenn úr fallsæti? Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Sjá meira
LeBron James og Kyrie Irving áttu báðir magnaðan og sögulegan leik fyrir Cleveland Cavaliers í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt þegar Cleveland-liðið vann fimmtán stiga sigur á Golden State Warriors og kom í veg fyrir að Golden State tryggði sér NBA-titilinn á heimavelli sínum. LeBron James og Kyrie Irving skoruðu saman 82 stig í þessum 112-97 sigri Cleveland Cavaliers en LeBron James var með 41 stig, 16 fráköst og 7 stoðsendingar en Kyrie Irving skoraði 41 stig og gaf 6 stoðsendingar. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem liðsfélagar skora báðir 40 stig í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. LeBron James var mjög einbeittur og lét ekki stanslaust baul stuðningsfólks Golden State trufla sig. Auk fyrrnefndar tölfræði þá var hann einnig með 3 stolna bolta og 3 varin skot. Það fór ekki á milli mála að hann naut góðs af því að það var enginn Draymond Green til þess að stoppa hann. Þrátt fyrir frábærar tölur hjá LeBron var það þó Kyrie Irving sem var maður leiksins en Irving hitti úr 17 af 24 skotum sínum (71 prósent) þar af 5 af 7 fyrir utan þriggja stiga línuna. Þegar Kyrie fór á flug í seinni hálfleiknum þá virtist allt fara niður hjá honum en hann var þarna að skora yfir 30 stigin í þriðja leiknum í röð. Cleveland Cavaliers minnkaði muninn í 3-2 og næsti leikur fer fram í Cleveland á fimmtudaginn. Golden State Warriors liðið lék án Draymond Green sem tók út leikbann og þá fór Andrew Bogut fór meiddur af velli í þriðja leikhlutanum. Það munar um minna en Bogut meiddist á hné og gæti líka misst af næsta leik. Skvettubræðurnir Klay Thompson og Stephen Curry átti sína spretti í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari virtist fátt fara ofan í hjá Warriors-liðinu. Golden State menn hittu aðeins úr 27 prósent skota sinna í seinni hálfleik þar sem 18 af 21 þriggja stiga skoti liðsins rataði ekki í körfuna. Klay Thompson endaði leikinn með 37 stig og Stephen Curry skoraði 25 stig. Andre Iguodala kom inn í byrjunarliðið í stað og skilaði 15 stigum, 11 fráköstum og 6 stoðsendingum. Staðan var 61-61 í hálfleik en það höfðu ekki verið skoruð svona mörg stig í fyrri hálfleik í leik í úrslitum NBA í heil tuttugu ár. Það var allt hnífjafn, Warriors-liðið vann fyrsta leikhlutann 32-29 en Cavaliers-liðið svaraði með því að vinna annan leikhlutann 32-29. Klay Thompson setti á svið mikla skotsýningu í fyrri hálfleiknum þar sem hann skoraði 26 stig og hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Stephen Curry lét sér nægja 13 stig en saman skoruðu þeir 9 af 11 þriggja stiga körfum Warrior-liðsins í fyrri hálfleiknum. LeBron James skoraði 25 stig í hálfleiknum en tók 18 skot á sama tíma og hann gef ekki eina einustu stoðsendingu. Kyrie Irving hitti vel og var með 18 stig úr aðeins 10 skotum í fyrri hálfleiknum. Kyrie Irving fór á flug á lokakafla leiksins og nánast kláraði leikinn með því að raða stigum úr öllum mögulegum aðstæðum. Hann og LeBron James enduðu síðan með jafnmörg stig og tryggðu sér pláss í sögubókunum.
NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Enski boltinn HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Leik lokið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannar slást og minnast Ölla Leik lokið: KR 102 - 99 Þór Þ. | Heimasigur í spennutrylli Í beinni: Höttur - Grindavík | Komast heimamenn úr fallsæti? Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Sjá meira