Hreinn úrslitaleikur um NBA-titilinn á sunnudaginn | LeBron James rosalegur í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2016 03:50 LeBron James skoraði yfir 40 stig annan leikinn í röð. Vísir/Getty LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers tóku það ekki í mál að láta Golden State Warriors vinna NBA-titilinn á þeirra heimavelli annað árið í röð. Cleveland Cavaliers vann fjórtán stiga sigur á Golden State Warriors, 115-101, í sjötta leik lokaúrslita NBA-deildarinnar í körfubolta og jöfnuðu þar með metin í einvíginu í 3-3. Liðsmenn Golden State Warriors misstu hausinn í lokin og Stephen Curry endaði á því að láta reka sig út út húsi sem hafði aldrei áður gerst á hans ferli í NBA. Klay Thompson endaði líka á því að yfirgefa salinn áður en leiktíminn rann út og fær eflaust að heyra um það í framhaldinu. Liðin spila hreinan úrslitaleik á heimavelli Golden State Warriors á sunnudaginn en Cleveland-liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð í úrslitaeinvíginu. LeBron James var frábær í síðasta leik en jafnvel enn betri í nótt. Hann endaði með 41 stig, 8 fráköst, 11 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 3 varin skot. James skoraði meðal annars 18 stig Cleveland í röð í seinni hálfleik þegar leikmenn Golden State Warriors voru að reyna að vinna sig inn í leikinn. Lið Cleveland Cavaliers byrjaði leikinn frábærlega og náði ítrekað yfir 20 stiga forskoti en NBA-meistarararnir gáfust ekki upp og hótuðu því að komast aftur inn í leikinn. LeBron James sá hinsvegar til þess að það gerðist ekki og tók leikinn síðan yfir í seinni hálfleik. LeBron James fékk góða hjálp frá þeim Kyrie Irving (23 stig) og Tristan Thompson (15 stig og 16 fráköst). J.R. Smith var síðan með 14 stig.Stephen Curry endaði á því að láta reka sig út út húsi sem hafði aldrei áður gerst á hans ferli í NBA.Vísir/GettyStephen Curry var í villuvandræðum en endaði með 30 stig. Hann missti stjórn á skapi sínu þegar hann fékk sjöttu villuna og kastaði gómnum sem endaði í áhorfanda. Dómararnir ráku hann út úr húsi í framhaldinu. Klay Thompson skoraði 25 stig og Leandro Barbosa kom með 14 stig á 16 mínútum af bekknum. Andrew Bogut spilaði ekki með vegna meiðsla og Andre Iguodala var sárþjáður af bakverkjum. Iguodala gæti verið spðurningarmerki fyrir sjöunda leikinn sem eru slæmar fréttir fyrir Golden State. Cleveland skoraði átta fyrstu stig leiksins og Golden State skoraði ekki fyrstu stigin sín fyrr en eftir fimm mínútna leik. Stephen Curry náði að setja niður einn þrist á upphafsmínútunum en var skömmu síðar sestur á bekkinn með tvær villur. Cleveland komst í 31-9 í fyrsta leikhlutanum áður en Andre Iguodala skoraði síðustu körfu leikhlutans og minnkaði muninn í 31-11. Warriors-liðið hafði ekki skorað færri stig í einum leikhluta allt tímabilið og þeir LeBron James (9 stig, 4 stoðsendingar), Kyrie Irving (7 stig) og Tristan Thompson (7 stig, 9 fráköst) voru næstum því með jafnmörg stig og allt Golden State liðið í leikhlutanum. Golden State var komið tuttugu stigum undir eftir aðeins tólf mínútna leik, hafði aðeins hitti úr 23 prósent skota sinna (5 af 22) og var búið að klikka á 8 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Stephen Curry hafði aðeins hitti úr einu skoti en var samt stigahæsti leikmaður Warriors-liðsins með 3 stig. Stephen Curry skoraði fimm stig á fyrstu mínútu annars leikhlutans og var kominn í gang. Hann skoraði þrettán stig á fyrstu átta í öðrum leikhlutanum og munurinn var kominn niður í átta stig, 46-38. Curry endaði með 15 stig í leikhlutanum en Cleveland var samt aftur kominn með sextán stiga forystu fyrir hálfleik, 59-43. Kyrie Irving skoraði 20 stig í hálfleiknum, LeBron James var með 14 stig og 6 stoðsendingar og Tristan Thompson skoraði 11 stig og tók 10 fráköst. Cleveland náði mest 24 stiga forystu í þriðja leikhlutanum en Klay Thompson skoraði 8 stig á síðustu 90 sekúndum leikhlutans, Golden State vann síðustu þrjár mínúturnar 10-0 og munurinn var því bara níu stig fyrir lokaleikhlutann, 80-71. LeBron James fór fyrir liði Cleveland í lokin og sá til þess að lið hans var aldrei að láta forystuna af hendi.Vísir/Getty NBA Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Sjá meira
LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers tóku það ekki í mál að láta Golden State Warriors vinna NBA-titilinn á þeirra heimavelli annað árið í röð. Cleveland Cavaliers vann fjórtán stiga sigur á Golden State Warriors, 115-101, í sjötta leik lokaúrslita NBA-deildarinnar í körfubolta og jöfnuðu þar með metin í einvíginu í 3-3. Liðsmenn Golden State Warriors misstu hausinn í lokin og Stephen Curry endaði á því að láta reka sig út út húsi sem hafði aldrei áður gerst á hans ferli í NBA. Klay Thompson endaði líka á því að yfirgefa salinn áður en leiktíminn rann út og fær eflaust að heyra um það í framhaldinu. Liðin spila hreinan úrslitaleik á heimavelli Golden State Warriors á sunnudaginn en Cleveland-liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð í úrslitaeinvíginu. LeBron James var frábær í síðasta leik en jafnvel enn betri í nótt. Hann endaði með 41 stig, 8 fráköst, 11 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 3 varin skot. James skoraði meðal annars 18 stig Cleveland í röð í seinni hálfleik þegar leikmenn Golden State Warriors voru að reyna að vinna sig inn í leikinn. Lið Cleveland Cavaliers byrjaði leikinn frábærlega og náði ítrekað yfir 20 stiga forskoti en NBA-meistarararnir gáfust ekki upp og hótuðu því að komast aftur inn í leikinn. LeBron James sá hinsvegar til þess að það gerðist ekki og tók leikinn síðan yfir í seinni hálfleik. LeBron James fékk góða hjálp frá þeim Kyrie Irving (23 stig) og Tristan Thompson (15 stig og 16 fráköst). J.R. Smith var síðan með 14 stig.Stephen Curry endaði á því að láta reka sig út út húsi sem hafði aldrei áður gerst á hans ferli í NBA.Vísir/GettyStephen Curry var í villuvandræðum en endaði með 30 stig. Hann missti stjórn á skapi sínu þegar hann fékk sjöttu villuna og kastaði gómnum sem endaði í áhorfanda. Dómararnir ráku hann út úr húsi í framhaldinu. Klay Thompson skoraði 25 stig og Leandro Barbosa kom með 14 stig á 16 mínútum af bekknum. Andrew Bogut spilaði ekki með vegna meiðsla og Andre Iguodala var sárþjáður af bakverkjum. Iguodala gæti verið spðurningarmerki fyrir sjöunda leikinn sem eru slæmar fréttir fyrir Golden State. Cleveland skoraði átta fyrstu stig leiksins og Golden State skoraði ekki fyrstu stigin sín fyrr en eftir fimm mínútna leik. Stephen Curry náði að setja niður einn þrist á upphafsmínútunum en var skömmu síðar sestur á bekkinn með tvær villur. Cleveland komst í 31-9 í fyrsta leikhlutanum áður en Andre Iguodala skoraði síðustu körfu leikhlutans og minnkaði muninn í 31-11. Warriors-liðið hafði ekki skorað færri stig í einum leikhluta allt tímabilið og þeir LeBron James (9 stig, 4 stoðsendingar), Kyrie Irving (7 stig) og Tristan Thompson (7 stig, 9 fráköst) voru næstum því með jafnmörg stig og allt Golden State liðið í leikhlutanum. Golden State var komið tuttugu stigum undir eftir aðeins tólf mínútna leik, hafði aðeins hitti úr 23 prósent skota sinna (5 af 22) og var búið að klikka á 8 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Stephen Curry hafði aðeins hitti úr einu skoti en var samt stigahæsti leikmaður Warriors-liðsins með 3 stig. Stephen Curry skoraði fimm stig á fyrstu mínútu annars leikhlutans og var kominn í gang. Hann skoraði þrettán stig á fyrstu átta í öðrum leikhlutanum og munurinn var kominn niður í átta stig, 46-38. Curry endaði með 15 stig í leikhlutanum en Cleveland var samt aftur kominn með sextán stiga forystu fyrir hálfleik, 59-43. Kyrie Irving skoraði 20 stig í hálfleiknum, LeBron James var með 14 stig og 6 stoðsendingar og Tristan Thompson skoraði 11 stig og tók 10 fráköst. Cleveland náði mest 24 stiga forystu í þriðja leikhlutanum en Klay Thompson skoraði 8 stig á síðustu 90 sekúndum leikhlutans, Golden State vann síðustu þrjár mínúturnar 10-0 og munurinn var því bara níu stig fyrir lokaleikhlutann, 80-71. LeBron James fór fyrir liði Cleveland í lokin og sá til þess að lið hans var aldrei að láta forystuna af hendi.Vísir/Getty
NBA Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn