Gwyneth birti myndband á Instagram síðu sinni á sunnudag sem sýnir börn hennar og Chris Martin syngja með hljómsveit pabba síns á stóra sviðinu þar á sunnudagskvöld.
Heimildir Vísis herma að hún ætli að skella sér út á land næstu daga og skoða sig um eins og hver annar túristi.
Morgunblaðið greindi frá því að leikkonan hefur tvívegis heimsótt veitingarstaðinni Gló í Faxafeni en hún er afar hrifin af heilsufæði og hefur meðal annars gefið út fjórar matreiðslubækur frá því árið 2008.
Skrifar um mat fyrir vefsíðu
Þá heldur Gwyneth úti heilsu- og lífsstílssíðunni Goop þar sem hún skrifar meðal annars pistla um heimsóknir til mismunandi borga heims og mælir með góðum veitingarstöðum. Það gæti því vel hugsast að Gló fái einhverja umsögn þar á næstunni en Goop nýtur mikilla vinsælda um heim allan.
Hér fyrir neðan má sjá krúttlegt myndband leikkonunnar af börnum hennar á sviði með pabba sínum og Coldplay á sunnudaginn.