Sport

Phelps bætti við tveimur gullverðlaunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gulldrengur. Phelps kyssir hér gullið sem hann fékk eftir flugsundið.
Gulldrengur. Phelps kyssir hér gullið sem hann fékk eftir flugsundið. vísir/getty
Líklega besti íþróttamaður allra tíma, Michael Phelps, hélt áfram að bæta ótrúlegan árangur sinn á Ólympíuleikunum í nótt.

Þá vann hann tvö gullverðlaun til viðbótar og er því búinn að vinna 21 gullverðlaun á Ólympíuferli sínum.

Þessi 31 árs gamli Bandaríkjamaður vann 200 metra flugsundið og var svo í sveit Bandaríkjanna sem vann gull í 4x200 metra skriðsundi.

„Þetta er ansi mikið af verðlaunum. Þetta er eiginlega algjör sturlun. Ég á ekki til orð,“ sagði Phelps í nótt.

Sigurinn í flugsundinu var sérstaklega sætur fyrir Phelps enda tapaði hann fyrir Bretanum Chad le Clos í þessari grein árið 2012.

„Ég vildi fá þessi verðlaun til baka. Ég átti mér stórt markmið í lauginni í nótt og náði mínu markmiði.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×