Sport

Biles krækti í annað gull | Eyþóra hafnaði í níunda

Anton Ingi Leifsson skrifar
Biles með verðlaunapeninginn í kvöld.
Biles með verðlaunapeninginn í kvöld. vísir/getty
Hin nítján ára fimleikadrottning, Simone Biles, heldur áfram að safna verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó, en hún vann sitt annað gull á leikunum í kvöld.

Biles, sem Vísir fjallaði vel um í dag, er einungis 1,45 m á hæð, en í kvöld varð hún Ólympíumeistari í keppni í fjölþraut í fimleikum. Þetta eru hennar fyrstu Ólympíuleikar.

Hún var efst eftir undanúrslitin og komst örugglega inn í úrslitin, en hún var með 62.366 stig eftir undanrásirnar.

Í úrslitunum fékk hún svo 62.198 stig, en næst kom önnur bandarísk fimleikadrottning, Alexandra Raisman. Í þriðja sætinu var hin rússneska Aliya Mustafina.

Eyþóra Elísabet Þórsdóttir lenti í níunda sæti í kvöld, en hún keppir fyrir Hollands hönd. Hún hefur alla tíð búið í Hollandi, en á þó íslenska foreldra.

Eyþóra fékk 57,632 stig í úrslitunum, en flaug inn í úrslitin á 57,566 stigum. Hún fór áttunda inn í úrslitin.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af keppninni í kvöld, en það er ansi ljóst að Biles er ein sú besta ef ekki besta í heiminum í fimleikum í dag.


Tengdar fréttir

Eyþóra: Gaman að Íslendingum finnist þeir eiga eitthvað í mér

Eyþóra Elísabet Þórsdóttir keppir í dag til úrslita í fjölþraut kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta eru önnur úrslit hennar á leikunum en hún varð í sjöunda sæti í liðakeppni með hollenska landsliðinu á þrið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×