Angelina Jolie sækir um skilnað frá Brad Pitt Stefán Árni Pálsson skrifar 20. september 2016 14:48 Hjónin á Óskarnum á sínum tíma. vísir/getty Leikkonan Angelina Jolie hefur sótt um skilnað en hún er gift leikaranum Brad Pitt og hafa þau verið saman síðan árið 2004. Þetta kemur fram í slúðurmiðlinum TMZ en þar segir að ástæðan sé mismunandi sjónarmið parsins á barnauppeldi. Jolie mun hafa sótt formlega um skilnaðinn í gær og fer hún fram á forræði yfir börnunum þeirra sex. Ef Jolie fær fullt forræði mun hún leyfa Pitt að heimsækja börnin en hún er ekki reiðubúin að vera með sameiginlegt forræði með leikaranum. Hún segir í skilnaðarpappírunum að þau hafi skilið þann 15. september. Þau giftu sig í ágúst 2014 og er með sanni hægt að segja að þetta sé eitt allra frægasta par heims í dag. Brad Pitt er 52 ára en Angelina Jolie er 41 árs. Allir helstu miðlarnir um heim allan eru að greina frá málinu og staðfesti virtur blaðamaður CNN fréttirnar á Twitter fyrir stundu. Heimildarmaður CNN hefur staðfest fréttirnir.CNN CONFIRMS: Angelina Jolie has filed for divorce from husband of two years Brad Pitt, a source familiar with the filing. -@BrianStelter— Vaughn Sterling (@vplus) September 20, 2016 Yfirvofandi skilnaður Brads og Angelinu hefur verið vinsælt umfjöllunarefni fjölmiðla síðustu ár. Í júní sló slúðurblaðið Star því upp að Selena Gomez hefði komið upp á milli þeirra. Nú fyrr í vikunni birti In Touch forsíðu með fréttinni. Nú virðist þetta vera orðið að staðreynd að Jolie hafi sótt um skilnað.Samkvæmt skilnaðarskjölunum fer Angelina Jolie ekki fram á neina framfærslu. Þau felldu hugi saman þegar þau léku saman í kvikmyndinni Mr. and Mrs. Smith árið 2004. Þau giftu sig við leynilega athöfn árið 2014 á landareign sinni í Frakklandi, Chateau Miraval. Pitt bað Angelinu tveimur árum áður en þá höfðu þau verið saman í fjölda ára. Pitt sagði að þau höfðu gengið í hjónaband vegna pressu frá börnunum þeirra. Jolie-Pitt börnin eru sex talsins og heita; Maddox Chivan (15 ára), Pax Thien (12 ára), Zahara Marley (11 ára), Shiloh Nouvel (10 ára) og tvíburarnir Knox Leon (8 ára) og Vivienne Marcheline (8 ára). Hér eru þau saman með börnunum sex við LAX flugvöllinn árið 2014.vísir/gettyFyrir ári síðan mættu þau í þáttinn Today og ræddu ítarlega um hjónabandið. Þau hafa verið tíðir gestir í fjölmiðlum síðastliðin áratug. Brad Pitt var áður með Gwyneth Paltrow og Jennifer Aniston og Angelina Jolie var áður í sambandi við þá Jonny Lee Miller og Billy Bob Thornton. Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
Leikkonan Angelina Jolie hefur sótt um skilnað en hún er gift leikaranum Brad Pitt og hafa þau verið saman síðan árið 2004. Þetta kemur fram í slúðurmiðlinum TMZ en þar segir að ástæðan sé mismunandi sjónarmið parsins á barnauppeldi. Jolie mun hafa sótt formlega um skilnaðinn í gær og fer hún fram á forræði yfir börnunum þeirra sex. Ef Jolie fær fullt forræði mun hún leyfa Pitt að heimsækja börnin en hún er ekki reiðubúin að vera með sameiginlegt forræði með leikaranum. Hún segir í skilnaðarpappírunum að þau hafi skilið þann 15. september. Þau giftu sig í ágúst 2014 og er með sanni hægt að segja að þetta sé eitt allra frægasta par heims í dag. Brad Pitt er 52 ára en Angelina Jolie er 41 árs. Allir helstu miðlarnir um heim allan eru að greina frá málinu og staðfesti virtur blaðamaður CNN fréttirnar á Twitter fyrir stundu. Heimildarmaður CNN hefur staðfest fréttirnir.CNN CONFIRMS: Angelina Jolie has filed for divorce from husband of two years Brad Pitt, a source familiar with the filing. -@BrianStelter— Vaughn Sterling (@vplus) September 20, 2016 Yfirvofandi skilnaður Brads og Angelinu hefur verið vinsælt umfjöllunarefni fjölmiðla síðustu ár. Í júní sló slúðurblaðið Star því upp að Selena Gomez hefði komið upp á milli þeirra. Nú fyrr í vikunni birti In Touch forsíðu með fréttinni. Nú virðist þetta vera orðið að staðreynd að Jolie hafi sótt um skilnað.Samkvæmt skilnaðarskjölunum fer Angelina Jolie ekki fram á neina framfærslu. Þau felldu hugi saman þegar þau léku saman í kvikmyndinni Mr. and Mrs. Smith árið 2004. Þau giftu sig við leynilega athöfn árið 2014 á landareign sinni í Frakklandi, Chateau Miraval. Pitt bað Angelinu tveimur árum áður en þá höfðu þau verið saman í fjölda ára. Pitt sagði að þau höfðu gengið í hjónaband vegna pressu frá börnunum þeirra. Jolie-Pitt börnin eru sex talsins og heita; Maddox Chivan (15 ára), Pax Thien (12 ára), Zahara Marley (11 ára), Shiloh Nouvel (10 ára) og tvíburarnir Knox Leon (8 ára) og Vivienne Marcheline (8 ára). Hér eru þau saman með börnunum sex við LAX flugvöllinn árið 2014.vísir/gettyFyrir ári síðan mættu þau í þáttinn Today og ræddu ítarlega um hjónabandið. Þau hafa verið tíðir gestir í fjölmiðlum síðastliðin áratug. Brad Pitt var áður með Gwyneth Paltrow og Jennifer Aniston og Angelina Jolie var áður í sambandi við þá Jonny Lee Miller og Billy Bob Thornton.
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira