Erlent

Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump.
Donald Trump. Vísir/AFP
Bandaríski forsetaframbjóðandinn Donald Trump skilaði upplýsingum til bandarískra skattayfirvalda árið 1995 um tap af slíkri stærðargráðu að hann kann að hafa sloppið við að borga tekjuskatt í átján ár.

Bandaríska blaðið New York Times greinir frá þessu.

Skattskýrsla Trump fyrir 1995 sýnir fram á að hann hafi tapað 916 milljónum Bandaríkjadala, aðallega vegna reksturs spilavíta í Atlantic City, auk þess að átti misheppnaða tilraun til að koma sér inn í flugbransann.

New York Times hefur nú látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump og segja þeir þetta tap hans þýða að hann gæti með löglegum hætti hafa dregið það frá tekjuskatti sínum næstu átján ár á eftir.

Trump hefur ekki orðið við ítrekuðum beiðnum um að birta upplýsingar úr skattframtölum sínum og hefur ekki upplýst um hversu miklum peningum hann tapaði á sínum tíma.

Hillary Clinton, frambjóðandi Demókrataflokksins, hefur hins vegar birt nánast allar skattaupplýsingar sínar opinberlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×