Amber Heard í fullum Justice League-skrúða á Ströndum Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2016 19:05 Amber Heard í gervi Meru við tökur á Justice League á Ströndum. Þeir sem þekkja ágætlega til á þessu svæði telja líklegt að myndin sé tekin í fjörunni í Gjögri á Ströndum. Vísir/Twitter Bandaríska kvikmyndaverið Warner Bros birti í dag mynd af leikkonunni Amber Heard í fullum skrúða sem Atlantis-búinn Mera á tökustað á Ströndum hér á Íslandi. Er myndin hluti af kynningarefni fyrir myndina Justice League sem er væntanleg í kvikmyndahús í nóvember á næsta ári en tökur á henni hafa staðið yfir í Djúpavík síðustu daga og munu standa yfir fram að mánaðamótum. Á meðal leikara sem eru á Íslandi vegna myndarinnar eru Ben Affleck, Jason Momoa og Willem Dafoe ásamt Amber Heard. Mera er afar stór sögupersóna í DC-heiminum en hún er eiginkona Arthur Curry/Aquaman sem leikinn er af Jason Momoa. Í Justice League munu Batman, Superman, Wonder Woman, The Flash, Aquaman og Cyborg taka höndum saman til að verja mannkynið gegn illmennum. Í stiklu fyrir myndina sem frumsýnd var í júlí síðastliðnum mátti sjá Ben Affleck í hlutverki Bruce Wayne, ávarpa þorpsbúa í ónefndu ölkelduhúsi þar sem hann segist vera að leita að manni sem kemur með háflóði og færir íbúum þorpsins fisk þegar hvað harðast er í ári. Í þessu atriði mátti sjá nokkra íslenska leikara, þar á meðal Ingvar E. Sigurðsson, Ágústu Evu Erlendsdóttur, Kristbjörgu Kjeld og Salóme Gunnarsdóttur. Var sú sena tekin upp í Lundúnum síðastliðið vor en Warner Bros. sendur flugvél eftir íslensku leikurunum til að flytja þá þangað frá Íslandi. Er Ingvar E. sagður hafa fengið nokkrar línur á móti Ben Affleck við tökur á atriðinu, en óvíst er hvort það muni rata í lokaútgáfu myndarinnar. Willem Dafoe leikur Nuidis Vulko sem er einn nánasti samstarfsmaður Arthur Curry/Aquaman en þeir eru báðir hluti af Atlantis-fólkinu sem lifir neðansjávar. Dafoe var hér á landi við tökur á myndinni í Djúpavík. Þá hafði tökulið myndarinnar breytt gömlu verksmiðjunni í Djúpavík í einskonar bar, samkomuhús eða ölkelduhús. Sjá nánar hér. Jason Momoa hefur einnig verið iðinn við að birta myndir af sér á Ströndum en á einni þeirra mátti sjá hann í samskonar klæðnaði og hann skartar í atriðinu sem sjá má í stiklunni. Sjá einnig: Momoa virðist ánægður með veruna á Íslandi Því má mögulega leiða líkur að því að tökurnar í Djúpavík snúist að stórum hluta um leit Bruce Wayne að Aquaman og samskipti þeirra á milli og líf Atlantis-búanna miðað við þá mynd sem birt var af Amber Heard í dag í fullum skrúða á Ströndum. BREAKING: Here is our first look of #AmberHeard as Mera in #JusticeLeague pic.twitter.com/AzkeaHSaLw— Justice League (@JL_Movie) October 12, 2016 Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Kvikmyndagerð á Íslandi Árneshreppur Tengdar fréttir „Khal Drogo“ kominn til Íslands Tökur á Justice league fara fram á Ströndum á næstu dögum. 10. október 2016 14:00 Momoa virðist ánægður með veruna á Íslandi Leikari Aquaman og Khal Drogo er duglegur að birta myndir frá Íslandi. 12. október 2016 14:45 Ben Affleck ræðir um heimsóknina til Íslands í nýju viðtali Ætlar að horfa á endurkomu Tom Brady í Djúpuvík. 7. október 2016 12:31 Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bandaríska kvikmyndaverið Warner Bros birti í dag mynd af leikkonunni Amber Heard í fullum skrúða sem Atlantis-búinn Mera á tökustað á Ströndum hér á Íslandi. Er myndin hluti af kynningarefni fyrir myndina Justice League sem er væntanleg í kvikmyndahús í nóvember á næsta ári en tökur á henni hafa staðið yfir í Djúpavík síðustu daga og munu standa yfir fram að mánaðamótum. Á meðal leikara sem eru á Íslandi vegna myndarinnar eru Ben Affleck, Jason Momoa og Willem Dafoe ásamt Amber Heard. Mera er afar stór sögupersóna í DC-heiminum en hún er eiginkona Arthur Curry/Aquaman sem leikinn er af Jason Momoa. Í Justice League munu Batman, Superman, Wonder Woman, The Flash, Aquaman og Cyborg taka höndum saman til að verja mannkynið gegn illmennum. Í stiklu fyrir myndina sem frumsýnd var í júlí síðastliðnum mátti sjá Ben Affleck í hlutverki Bruce Wayne, ávarpa þorpsbúa í ónefndu ölkelduhúsi þar sem hann segist vera að leita að manni sem kemur með háflóði og færir íbúum þorpsins fisk þegar hvað harðast er í ári. Í þessu atriði mátti sjá nokkra íslenska leikara, þar á meðal Ingvar E. Sigurðsson, Ágústu Evu Erlendsdóttur, Kristbjörgu Kjeld og Salóme Gunnarsdóttur. Var sú sena tekin upp í Lundúnum síðastliðið vor en Warner Bros. sendur flugvél eftir íslensku leikurunum til að flytja þá þangað frá Íslandi. Er Ingvar E. sagður hafa fengið nokkrar línur á móti Ben Affleck við tökur á atriðinu, en óvíst er hvort það muni rata í lokaútgáfu myndarinnar. Willem Dafoe leikur Nuidis Vulko sem er einn nánasti samstarfsmaður Arthur Curry/Aquaman en þeir eru báðir hluti af Atlantis-fólkinu sem lifir neðansjávar. Dafoe var hér á landi við tökur á myndinni í Djúpavík. Þá hafði tökulið myndarinnar breytt gömlu verksmiðjunni í Djúpavík í einskonar bar, samkomuhús eða ölkelduhús. Sjá nánar hér. Jason Momoa hefur einnig verið iðinn við að birta myndir af sér á Ströndum en á einni þeirra mátti sjá hann í samskonar klæðnaði og hann skartar í atriðinu sem sjá má í stiklunni. Sjá einnig: Momoa virðist ánægður með veruna á Íslandi Því má mögulega leiða líkur að því að tökurnar í Djúpavík snúist að stórum hluta um leit Bruce Wayne að Aquaman og samskipti þeirra á milli og líf Atlantis-búanna miðað við þá mynd sem birt var af Amber Heard í dag í fullum skrúða á Ströndum. BREAKING: Here is our first look of #AmberHeard as Mera in #JusticeLeague pic.twitter.com/AzkeaHSaLw— Justice League (@JL_Movie) October 12, 2016
Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Kvikmyndagerð á Íslandi Árneshreppur Tengdar fréttir „Khal Drogo“ kominn til Íslands Tökur á Justice league fara fram á Ströndum á næstu dögum. 10. október 2016 14:00 Momoa virðist ánægður með veruna á Íslandi Leikari Aquaman og Khal Drogo er duglegur að birta myndir frá Íslandi. 12. október 2016 14:45 Ben Affleck ræðir um heimsóknina til Íslands í nýju viðtali Ætlar að horfa á endurkomu Tom Brady í Djúpuvík. 7. október 2016 12:31 Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Khal Drogo“ kominn til Íslands Tökur á Justice league fara fram á Ströndum á næstu dögum. 10. október 2016 14:00
Momoa virðist ánægður með veruna á Íslandi Leikari Aquaman og Khal Drogo er duglegur að birta myndir frá Íslandi. 12. október 2016 14:45
Ben Affleck ræðir um heimsóknina til Íslands í nýju viðtali Ætlar að horfa á endurkomu Tom Brady í Djúpuvík. 7. október 2016 12:31
Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30