Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2016 15:03 Hinrik Ingi Óskarsson. mynd/hinrik ingi „Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. „Ég er kallaður í lyfjapróf af einhverjum mönnum sem ég þekki ekkert. Þegar við erum komnir inn í herbergið þá spyr ég af hverju ég sé að fara í próf? Þá segist lyfjaeftirlitsmaðurinn hafa verið beðinn um að taka mig í próf sama hvar ég endaði í mótinu. Sú beiðni hafi komið frá CrossFit-sambandi Íslands. Mér skilst að það megi ekki. Að samböndin ákveði hver fari í lyfjapróf,“ segir Hinrik Ingi um gang mála í Digranesi í gær.Sjá einnig: Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sviptur gullverðlaunum „Maðurinn missti þetta út úr sér og það er ástæðan fyrir því að ég neitaði að taka prófið. Ég neitaði að vera einhver „targetaður“ einstaklingur þar sem væri búið að leggja línurnar áður en mótið hófst. Ég var grátbeðinn af CrossFit-sambandinu um að vera með í mótinu en samt er búið að „targeta“ mig að ég verði lyfjaprófaður. „Ég neitaði því að fara í lyfjaprófið út af þessari uppákomu. Þá var farið í næsta sem neitaði líka að fara í prófið þar sem honum fannst eitthvað brotið á sér. Þeir unnu sig bara niður þar til einhver sagði já. Þeir höfðu bara eitt lyfjapróf.“Frá Íslandsmótinu í CrossFit í fyrra.vísir/daníelHeimildir Vísis herma að Hinrik Ingi hafi verið með hótanir í garð lyfjaeftirlitsmannanna og hótað þeim barsmíðum. Ítrekað. Hinrik vísar þeim ásökunum á bug. „Ég var sallarólegur. Það var enginn sem missti stjórn á skapi sínu. Eina sem ég gerði er að tala við lyfjaeftirlitsmanninn sem var ekkert að hlusta á mig. Það fór inn um annað eyrað og út um hitt. Hann er að skrifa niður á einhverja möppu og ég tek hana af honum og bið hann um að horfa í augun á mér. Við séum að tala um mjög alvarlegt mál en hann sé ekkert að hlusta á mig. Þá bauð hann mér að fara út. Það var ekkert mál. Það var enginn æsingur eða vesen þarna,“ segir Hinrik Ingi. „Ég hótaði engum og gerði engum neitt. Það voru engir verðir þarna. Einu verðirnir þarna voru menn á mínum vegum sem heyrðu hvað var verið að segja þarna.“Sjá einnig: Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Hinrik Ingi segist hafa farið í lyfjapróf á síðasta ári í Kaupmannahöfn er hann var að taka þátt í móti. Hann segist hafa farið í fleiri próf en það. Hann er tilbúinn að gangast undir lyfjapróf hér heima eftir allt saman ef eftir því verði óskað. „Ef það væri í boði á næstunni þá myndi ég gera það.“ CrossFit-samband Íslands brást skjótt við og í gærkvöldi sendi það frá sér yfirlýsingu um að Hinrik Ingi hefði verið sviptur gullverðlaunum og að silfurverðlaunin hefðu enn fremur verið tekin af Bergi Sverrissyni þar sem þeir neituðu báðir að gangast undir lyfjapróf eftir Íslandsmótið. Þeir voru jafn framt útilokaðir frá öllum CrossFit-mótum á vegum sambandsins næstu tvö árin sem og frá öllum CrossFit-stöðvum á landinu. „Ég er ekki alveg að sjá fram á að það verði en það kemur í ljós. Ég hef ekki skrifað undir neitt svoleiðis að þeir geti bara hent mér í bann í tvö ár af því ég fór ekki ílyfjapróf,“ segir Hinrik en hann er mjög ósáttur við CrossFit-sambandið. „Þau voru að finna eitthvað til að geta tæklað mig niður. Þetta kallast afbrýðisemi og óöryggi í garð annarra. Ég hélt að þetta fólk væri vinir mínir.“ Hinrik Ingi er á leið til Dúbæ um mánaðarmótin til að taka þátt í CrossFit-móti. Þessi uppákoma breytir engu um þær fyrirætlanir. Innlendar Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sjá meira
„Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. „Ég er kallaður í lyfjapróf af einhverjum mönnum sem ég þekki ekkert. Þegar við erum komnir inn í herbergið þá spyr ég af hverju ég sé að fara í próf? Þá segist lyfjaeftirlitsmaðurinn hafa verið beðinn um að taka mig í próf sama hvar ég endaði í mótinu. Sú beiðni hafi komið frá CrossFit-sambandi Íslands. Mér skilst að það megi ekki. Að samböndin ákveði hver fari í lyfjapróf,“ segir Hinrik Ingi um gang mála í Digranesi í gær.Sjá einnig: Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sviptur gullverðlaunum „Maðurinn missti þetta út úr sér og það er ástæðan fyrir því að ég neitaði að taka prófið. Ég neitaði að vera einhver „targetaður“ einstaklingur þar sem væri búið að leggja línurnar áður en mótið hófst. Ég var grátbeðinn af CrossFit-sambandinu um að vera með í mótinu en samt er búið að „targeta“ mig að ég verði lyfjaprófaður. „Ég neitaði því að fara í lyfjaprófið út af þessari uppákomu. Þá var farið í næsta sem neitaði líka að fara í prófið þar sem honum fannst eitthvað brotið á sér. Þeir unnu sig bara niður þar til einhver sagði já. Þeir höfðu bara eitt lyfjapróf.“Frá Íslandsmótinu í CrossFit í fyrra.vísir/daníelHeimildir Vísis herma að Hinrik Ingi hafi verið með hótanir í garð lyfjaeftirlitsmannanna og hótað þeim barsmíðum. Ítrekað. Hinrik vísar þeim ásökunum á bug. „Ég var sallarólegur. Það var enginn sem missti stjórn á skapi sínu. Eina sem ég gerði er að tala við lyfjaeftirlitsmanninn sem var ekkert að hlusta á mig. Það fór inn um annað eyrað og út um hitt. Hann er að skrifa niður á einhverja möppu og ég tek hana af honum og bið hann um að horfa í augun á mér. Við séum að tala um mjög alvarlegt mál en hann sé ekkert að hlusta á mig. Þá bauð hann mér að fara út. Það var ekkert mál. Það var enginn æsingur eða vesen þarna,“ segir Hinrik Ingi. „Ég hótaði engum og gerði engum neitt. Það voru engir verðir þarna. Einu verðirnir þarna voru menn á mínum vegum sem heyrðu hvað var verið að segja þarna.“Sjá einnig: Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Hinrik Ingi segist hafa farið í lyfjapróf á síðasta ári í Kaupmannahöfn er hann var að taka þátt í móti. Hann segist hafa farið í fleiri próf en það. Hann er tilbúinn að gangast undir lyfjapróf hér heima eftir allt saman ef eftir því verði óskað. „Ef það væri í boði á næstunni þá myndi ég gera það.“ CrossFit-samband Íslands brást skjótt við og í gærkvöldi sendi það frá sér yfirlýsingu um að Hinrik Ingi hefði verið sviptur gullverðlaunum og að silfurverðlaunin hefðu enn fremur verið tekin af Bergi Sverrissyni þar sem þeir neituðu báðir að gangast undir lyfjapróf eftir Íslandsmótið. Þeir voru jafn framt útilokaðir frá öllum CrossFit-mótum á vegum sambandsins næstu tvö árin sem og frá öllum CrossFit-stöðvum á landinu. „Ég er ekki alveg að sjá fram á að það verði en það kemur í ljós. Ég hef ekki skrifað undir neitt svoleiðis að þeir geti bara hent mér í bann í tvö ár af því ég fór ekki ílyfjapróf,“ segir Hinrik en hann er mjög ósáttur við CrossFit-sambandið. „Þau voru að finna eitthvað til að geta tæklað mig niður. Þetta kallast afbrýðisemi og óöryggi í garð annarra. Ég hélt að þetta fólk væri vinir mínir.“ Hinrik Ingi er á leið til Dúbæ um mánaðarmótin til að taka þátt í CrossFit-móti. Þessi uppákoma breytir engu um þær fyrirætlanir.
Innlendar Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sjá meira